Erlent

Fjöldi fólks mótmælti í Gabon

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greint var frá því að tuttugu manns hefðu verið handteknir í mótmælunum, en mörg hundruð þúsund tóku þátt í þeim.
Greint var frá því að tuttugu manns hefðu verið handteknir í mótmælunum, en mörg hundruð þúsund tóku þátt í þeim. NordicPhotos/afp
Stjórnarandstæðingar í afríska ríkinu Gabon fullyrða að þrír hafi fallið í mótmælum um helgina og hundruð þúsunda hafi særst. Þessar tölur hafa þó ekki verið staðfestar.

Stjórnarandstæðingar krefjast þess að forseti landsins, Ali Bongo Ondimba, láti af embætti. Forsetinn tók við embætti árið 2009 þegar Omar faðir hans lést, en sá eldri hafði setið í embætti frá 1967.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×