Fjölbreytt samstarf um Norðurslóðamál 8. mars 2012 10:00 Össur og Alain Juppé ræddu í gær hvernig mætti binda enda á fjöldamorð Sýrlandsstjórnar gegn þegnum sínum og koma á friði í landinu. mynd/franska sendiráðið Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, urðu ásáttir um víðtækt samstarf á sviði heimskautamálefna á fundi sínum í gær. Evrópa, aðildarviðræður að ESB og gjaldmiðlamál voru þungamiðja viðræðnanna. Fjölbreytt samstarf Frakklands og Íslands um málefni Norðurslóða og heimskautanna er í deiglunni eftir fund Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með starfsbróður sínum, Alain Juppé, í gær. Evrópumál í víðu samhengi voru þó efst á baugi. Juppé undrast hugmyndir hér á landi um upptöku annarrar myntar en evrunnar. Juppé segir Íslendinga eiga stuðning Frakka vísan í viðræðum um erfiða þætti aðildarviðræðna okkar að ESB. „Við urðum ásáttir um að gera samkomulag um samstarf þjóðanna um heimskautamálefni,“ segir Össur í viðtali við Fréttablaðið í gærdag. Og mikið stendur til. Frakkar bjóða íslenskum vísindamönnum aðstöðu í rannsóknarstöðvum sínum á Svalbarða og Suðurskautslandinu og senda sína sérfræðinga til starfa við norðurslóðarannsóknir á Akureyri. Vilji er fyrir að koma á aukinni samvinnu milli Háskólans á Akureyri og hinnar virtu Pierre og Marie Curie vísindastofnunar í París. Íslendingum verður sérstaklega boðin þátttaka í stóru verkefni um efnahagsleg og félagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Þá ætli löndin að halda sameiginlega ráðstefnu á vettvangi OECD um norðurslóðamál. „Þetta allt fellur undir þá stefnu okkar að ná tvíhliða samstarfi, með raunhæfum verkefnum, við sem flestar þjóðir á þessu sviði,“ segir Össur, sem fundaði einnig með Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka og nú sendiherra um málefni heimskautanna. Varðandi aðildarviðræðurnar að ESB lagði Össur áherslu á að þeim yrði hraðað og að efnislegar viðræður myndu hefjast sem fyrst, sérstaklega um sjávarútvegsmál. „Juppé sagðist hafa fullan skilning á þessari afstöðu okkar og sagði Íslendinga ekki þurfa að óttast annað en fullan stuðning Frakka,“ segir Össur og bætti við að áhugaverð umræða hafi spunnist um gjaldmiðlamál á fundinum. Hann gerði grein fyrir ókostum gjaldeyrishafta og lýsti þeirri skoðun sinni að án þess að taka upp aðra mynt gæti reynst erfitt að afnema þau. Juppé þekkti stöðuna hér vel og lýsti undrun sinni á vangaveltum um upptöku Kanadadollars. „Hann taldi að í okkar stöðu, og þá vegna mikilla viðskipta við ESB, væri evran eini raunhæfi kosturinn til að taka upp aðra mynt á Íslandi.“ Juppé vék að erfiðleikum á evrusvæðinu og aðgerðum til að hindra að þeir endurtækju sig. „Hann sagði reyndar að hann væri bjartsýnn og fullviss um að evran kæmi sterkari út úr brimskaflinum, en hún var áður,“ segir Össur. svavar@frettabladid.is Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira
Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, urðu ásáttir um víðtækt samstarf á sviði heimskautamálefna á fundi sínum í gær. Evrópa, aðildarviðræður að ESB og gjaldmiðlamál voru þungamiðja viðræðnanna. Fjölbreytt samstarf Frakklands og Íslands um málefni Norðurslóða og heimskautanna er í deiglunni eftir fund Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með starfsbróður sínum, Alain Juppé, í gær. Evrópumál í víðu samhengi voru þó efst á baugi. Juppé undrast hugmyndir hér á landi um upptöku annarrar myntar en evrunnar. Juppé segir Íslendinga eiga stuðning Frakka vísan í viðræðum um erfiða þætti aðildarviðræðna okkar að ESB. „Við urðum ásáttir um að gera samkomulag um samstarf þjóðanna um heimskautamálefni,“ segir Össur í viðtali við Fréttablaðið í gærdag. Og mikið stendur til. Frakkar bjóða íslenskum vísindamönnum aðstöðu í rannsóknarstöðvum sínum á Svalbarða og Suðurskautslandinu og senda sína sérfræðinga til starfa við norðurslóðarannsóknir á Akureyri. Vilji er fyrir að koma á aukinni samvinnu milli Háskólans á Akureyri og hinnar virtu Pierre og Marie Curie vísindastofnunar í París. Íslendingum verður sérstaklega boðin þátttaka í stóru verkefni um efnahagsleg og félagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Þá ætli löndin að halda sameiginlega ráðstefnu á vettvangi OECD um norðurslóðamál. „Þetta allt fellur undir þá stefnu okkar að ná tvíhliða samstarfi, með raunhæfum verkefnum, við sem flestar þjóðir á þessu sviði,“ segir Össur, sem fundaði einnig með Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka og nú sendiherra um málefni heimskautanna. Varðandi aðildarviðræðurnar að ESB lagði Össur áherslu á að þeim yrði hraðað og að efnislegar viðræður myndu hefjast sem fyrst, sérstaklega um sjávarútvegsmál. „Juppé sagðist hafa fullan skilning á þessari afstöðu okkar og sagði Íslendinga ekki þurfa að óttast annað en fullan stuðning Frakka,“ segir Össur og bætti við að áhugaverð umræða hafi spunnist um gjaldmiðlamál á fundinum. Hann gerði grein fyrir ókostum gjaldeyrishafta og lýsti þeirri skoðun sinni að án þess að taka upp aðra mynt gæti reynst erfitt að afnema þau. Juppé þekkti stöðuna hér vel og lýsti undrun sinni á vangaveltum um upptöku Kanadadollars. „Hann taldi að í okkar stöðu, og þá vegna mikilla viðskipta við ESB, væri evran eini raunhæfi kosturinn til að taka upp aðra mynt á Íslandi.“ Juppé vék að erfiðleikum á evrusvæðinu og aðgerðum til að hindra að þeir endurtækju sig. „Hann sagði reyndar að hann væri bjartsýnn og fullviss um að evran kæmi sterkari út úr brimskaflinum, en hún var áður,“ segir Össur. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira