ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 23:53

Hundrađ kílóa gullpeningi rćnt

FRÉTTIR

Fjögurra og hálfs árs fangelsi í Exeter-málinu

 
Innlent
16:06 07. JÚNÍ 2012
JHH og MH skrifa

Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti í dag vegna Exeter málsins. Mál Styrmis Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka, var sent aftur í hérað.

Héraðsdómur hafði áður sýknað alla mennina af ákærum en sérstakur saksóknari áfrýjaði til Hæstaréttar. Ragnar Z var í dómnum þegar hann var kveðinn upp í dag. Hann neitaði viðtali, þegar Vísir óskaði eftir því.

Málið snýst um 1100 milljóna króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði.

Exeter-málið er fyrsta málið sem sérstakur saksóknari ákærði í, en næsta mál var mál Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Fjögurra og hálfs árs fangelsi í Exeter-málinu
Fara efst