Fjármálalæsi Sölvi Sveinsson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Rannsóknir Breka Karlssonar, forstöðumanns Stofnunar um fjármálalæsi, hafa sýnt að landsmenn eru illa að sér um fjármál, bæði ungir og aldnir. Allt of margir fá falleinkunn í könnunum Breka. Vitnisburður um fjármálaólæsi blasir við í fréttum flesta daga og er margsinnis ástæða fyrir ófarnaði einstaklinga. Og hvað er þá til ráða? Í námsefni fyrir grunnskóla er allvíða vikið að fjármálum, einkum í stærðfræði, lífsleikni og heimilisfræði; í reikningnum eru m.a. til sérstök þemahefti um efnið. Vandinn er hins vegar sá að það virðist vera tilviljun háð og kunnáttu kennara hvort og þá hvernig þetta efni er kennt. Á því verður að ráða bót. Fjármálalæsi kemur við sögu í nýrri námsskrá fyrir grunnskóla og nú er að því unnið að skilgreind verði sú hæfni sem unglingar eiga að búa yfir þegar þeir ljúka grunnskóla og hún verði þá hluti af einkunn þeirra. Ekki þarf að óttast námsefnisþurrð því að margar og góðar hugmyndir liggja fyrir hjá einstaklingum og forlögum til viðbótar við það efni sem þegar er til.Íhaldssemi skóla Í framhaldsskóla eru fjármál m.a. á dagskrá í lífsleikni og í viðskiptagreinum, þar sem þær eru kenndar. Brýnt er að skilgreina hæfniviðmið fyrir framhaldsskólann í þessum efnum því að hartnær allir unglingar eru a.m.k. tvö ár í framhaldsskóla. Þeir eru neytendur framtíðarinnar og verða að kunna fótum sínum fjárhagsleg forráð; ekki veitir heldur af að styrkja vitund þeirra sem neytenda, því að landsmenn eru að jafnaði afar ógagnrýnir miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndum og vestur í Ameríku, en hér kyngja flestir neytendur möglunarlaust því sem að þeim er borið. Siðfræði er nauðsynleg námsgrein í þessu samhengi. Skólakerfið hefur vanrækt fjármálafræðslu og hún er ómarkviss og líklega endurtekningasöm milli grunn- og framhaldsskóla. Átaksverkefni sem nú er unnið að mætir nokkru tómlæti. Nú veit ég vissulega að þrýst er á skólana til að koma þar að ýmiss konar efni og finnst mörgum sem ekki sé á þá bætandi. En þá er líka á hitt að líta að skólar eru íhaldssamir. Kannski mótast þeir meira af fortíð kennara en framtíð nemenda. Lausleg athugun á námsskrám grunn- og framhaldsskóla á heimasíðum þeirra sýnir ljóslega að fjármálalæsi er höfundum þeirra ekki ofarlega í huga. Á þessu verður að ráða bót, það er hagur allra. Endurmenntun kennara er lykilatriði í þessum efnum og skólakerfið verður að vakna til vitundar um ábyrgð sína. Ráðuneyti menntamála þarf að geirnegla fræðslu um fjármál í námsskrár grunn- og framhaldsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir Breka Karlssonar, forstöðumanns Stofnunar um fjármálalæsi, hafa sýnt að landsmenn eru illa að sér um fjármál, bæði ungir og aldnir. Allt of margir fá falleinkunn í könnunum Breka. Vitnisburður um fjármálaólæsi blasir við í fréttum flesta daga og er margsinnis ástæða fyrir ófarnaði einstaklinga. Og hvað er þá til ráða? Í námsefni fyrir grunnskóla er allvíða vikið að fjármálum, einkum í stærðfræði, lífsleikni og heimilisfræði; í reikningnum eru m.a. til sérstök þemahefti um efnið. Vandinn er hins vegar sá að það virðist vera tilviljun háð og kunnáttu kennara hvort og þá hvernig þetta efni er kennt. Á því verður að ráða bót. Fjármálalæsi kemur við sögu í nýrri námsskrá fyrir grunnskóla og nú er að því unnið að skilgreind verði sú hæfni sem unglingar eiga að búa yfir þegar þeir ljúka grunnskóla og hún verði þá hluti af einkunn þeirra. Ekki þarf að óttast námsefnisþurrð því að margar og góðar hugmyndir liggja fyrir hjá einstaklingum og forlögum til viðbótar við það efni sem þegar er til.Íhaldssemi skóla Í framhaldsskóla eru fjármál m.a. á dagskrá í lífsleikni og í viðskiptagreinum, þar sem þær eru kenndar. Brýnt er að skilgreina hæfniviðmið fyrir framhaldsskólann í þessum efnum því að hartnær allir unglingar eru a.m.k. tvö ár í framhaldsskóla. Þeir eru neytendur framtíðarinnar og verða að kunna fótum sínum fjárhagsleg forráð; ekki veitir heldur af að styrkja vitund þeirra sem neytenda, því að landsmenn eru að jafnaði afar ógagnrýnir miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndum og vestur í Ameríku, en hér kyngja flestir neytendur möglunarlaust því sem að þeim er borið. Siðfræði er nauðsynleg námsgrein í þessu samhengi. Skólakerfið hefur vanrækt fjármálafræðslu og hún er ómarkviss og líklega endurtekningasöm milli grunn- og framhaldsskóla. Átaksverkefni sem nú er unnið að mætir nokkru tómlæti. Nú veit ég vissulega að þrýst er á skólana til að koma þar að ýmiss konar efni og finnst mörgum sem ekki sé á þá bætandi. En þá er líka á hitt að líta að skólar eru íhaldssamir. Kannski mótast þeir meira af fortíð kennara en framtíð nemenda. Lausleg athugun á námsskrám grunn- og framhaldsskóla á heimasíðum þeirra sýnir ljóslega að fjármálalæsi er höfundum þeirra ekki ofarlega í huga. Á þessu verður að ráða bót, það er hagur allra. Endurmenntun kennara er lykilatriði í þessum efnum og skólakerfið verður að vakna til vitundar um ábyrgð sína. Ráðuneyti menntamála þarf að geirnegla fræðslu um fjármál í námsskrár grunn- og framhaldsskóla.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar