Fjármálalæsi Sölvi Sveinsson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Rannsóknir Breka Karlssonar, forstöðumanns Stofnunar um fjármálalæsi, hafa sýnt að landsmenn eru illa að sér um fjármál, bæði ungir og aldnir. Allt of margir fá falleinkunn í könnunum Breka. Vitnisburður um fjármálaólæsi blasir við í fréttum flesta daga og er margsinnis ástæða fyrir ófarnaði einstaklinga. Og hvað er þá til ráða? Í námsefni fyrir grunnskóla er allvíða vikið að fjármálum, einkum í stærðfræði, lífsleikni og heimilisfræði; í reikningnum eru m.a. til sérstök þemahefti um efnið. Vandinn er hins vegar sá að það virðist vera tilviljun háð og kunnáttu kennara hvort og þá hvernig þetta efni er kennt. Á því verður að ráða bót. Fjármálalæsi kemur við sögu í nýrri námsskrá fyrir grunnskóla og nú er að því unnið að skilgreind verði sú hæfni sem unglingar eiga að búa yfir þegar þeir ljúka grunnskóla og hún verði þá hluti af einkunn þeirra. Ekki þarf að óttast námsefnisþurrð því að margar og góðar hugmyndir liggja fyrir hjá einstaklingum og forlögum til viðbótar við það efni sem þegar er til.Íhaldssemi skóla Í framhaldsskóla eru fjármál m.a. á dagskrá í lífsleikni og í viðskiptagreinum, þar sem þær eru kenndar. Brýnt er að skilgreina hæfniviðmið fyrir framhaldsskólann í þessum efnum því að hartnær allir unglingar eru a.m.k. tvö ár í framhaldsskóla. Þeir eru neytendur framtíðarinnar og verða að kunna fótum sínum fjárhagsleg forráð; ekki veitir heldur af að styrkja vitund þeirra sem neytenda, því að landsmenn eru að jafnaði afar ógagnrýnir miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndum og vestur í Ameríku, en hér kyngja flestir neytendur möglunarlaust því sem að þeim er borið. Siðfræði er nauðsynleg námsgrein í þessu samhengi. Skólakerfið hefur vanrækt fjármálafræðslu og hún er ómarkviss og líklega endurtekningasöm milli grunn- og framhaldsskóla. Átaksverkefni sem nú er unnið að mætir nokkru tómlæti. Nú veit ég vissulega að þrýst er á skólana til að koma þar að ýmiss konar efni og finnst mörgum sem ekki sé á þá bætandi. En þá er líka á hitt að líta að skólar eru íhaldssamir. Kannski mótast þeir meira af fortíð kennara en framtíð nemenda. Lausleg athugun á námsskrám grunn- og framhaldsskóla á heimasíðum þeirra sýnir ljóslega að fjármálalæsi er höfundum þeirra ekki ofarlega í huga. Á þessu verður að ráða bót, það er hagur allra. Endurmenntun kennara er lykilatriði í þessum efnum og skólakerfið verður að vakna til vitundar um ábyrgð sína. Ráðuneyti menntamála þarf að geirnegla fræðslu um fjármál í námsskrár grunn- og framhaldsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir Breka Karlssonar, forstöðumanns Stofnunar um fjármálalæsi, hafa sýnt að landsmenn eru illa að sér um fjármál, bæði ungir og aldnir. Allt of margir fá falleinkunn í könnunum Breka. Vitnisburður um fjármálaólæsi blasir við í fréttum flesta daga og er margsinnis ástæða fyrir ófarnaði einstaklinga. Og hvað er þá til ráða? Í námsefni fyrir grunnskóla er allvíða vikið að fjármálum, einkum í stærðfræði, lífsleikni og heimilisfræði; í reikningnum eru m.a. til sérstök þemahefti um efnið. Vandinn er hins vegar sá að það virðist vera tilviljun háð og kunnáttu kennara hvort og þá hvernig þetta efni er kennt. Á því verður að ráða bót. Fjármálalæsi kemur við sögu í nýrri námsskrá fyrir grunnskóla og nú er að því unnið að skilgreind verði sú hæfni sem unglingar eiga að búa yfir þegar þeir ljúka grunnskóla og hún verði þá hluti af einkunn þeirra. Ekki þarf að óttast námsefnisþurrð því að margar og góðar hugmyndir liggja fyrir hjá einstaklingum og forlögum til viðbótar við það efni sem þegar er til.Íhaldssemi skóla Í framhaldsskóla eru fjármál m.a. á dagskrá í lífsleikni og í viðskiptagreinum, þar sem þær eru kenndar. Brýnt er að skilgreina hæfniviðmið fyrir framhaldsskólann í þessum efnum því að hartnær allir unglingar eru a.m.k. tvö ár í framhaldsskóla. Þeir eru neytendur framtíðarinnar og verða að kunna fótum sínum fjárhagsleg forráð; ekki veitir heldur af að styrkja vitund þeirra sem neytenda, því að landsmenn eru að jafnaði afar ógagnrýnir miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndum og vestur í Ameríku, en hér kyngja flestir neytendur möglunarlaust því sem að þeim er borið. Siðfræði er nauðsynleg námsgrein í þessu samhengi. Skólakerfið hefur vanrækt fjármálafræðslu og hún er ómarkviss og líklega endurtekningasöm milli grunn- og framhaldsskóla. Átaksverkefni sem nú er unnið að mætir nokkru tómlæti. Nú veit ég vissulega að þrýst er á skólana til að koma þar að ýmiss konar efni og finnst mörgum sem ekki sé á þá bætandi. En þá er líka á hitt að líta að skólar eru íhaldssamir. Kannski mótast þeir meira af fortíð kennara en framtíð nemenda. Lausleg athugun á námsskrám grunn- og framhaldsskóla á heimasíðum þeirra sýnir ljóslega að fjármálalæsi er höfundum þeirra ekki ofarlega í huga. Á þessu verður að ráða bót, það er hagur allra. Endurmenntun kennara er lykilatriði í þessum efnum og skólakerfið verður að vakna til vitundar um ábyrgð sína. Ráðuneyti menntamála þarf að geirnegla fræðslu um fjármál í námsskrár grunn- og framhaldsskóla.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun