Fjármagn tryggt til að bjóða út meðferðarkjarna við Hringbraut Bjarki Ármannsson skrifar 25. apríl 2016 14:48 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Anton Brink Fjármagn til að bjóða út nýjan meðferðarkjarna sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut er tryggt í nýrri fimm ára fjármálaáætlun ríkisins. Þetta kom fram í ávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á ársfundi Landspítalans, sem nú stendur yfir og fylgjast má með í beinni útsendingu á Vísi. Til stendur að meðferðarkjarninn verðir á sex hæðum og að þar verði að finna megnið af þeirri starfsemi spítalans sem snertir sjúklinga beint, til að mynda bráðamóttöku, gjörgæslu og skurðstofur. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur kallað meðferðarkjarnann flóknustu og stærstu bygginguna í nýja klasanum sem rísa mun á lóðinni. Í ávarpi sínu í dag fjallaði Kristján meðal annars um fjárveitingar til spítalans undanfarin ár og vék tali að fimm ára áætluninni, sem kynnt verður á næstu dögum.Tölvuteiknuð mynd af meðferðarkjarnanum.„Þar er í fyrsta sinn áætlað fyrir milljarða framkvæmdum við meðferðarkjarna nýs spítala sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut í samræmi við áætlanir og ákvarðanir stjórnvalda og fyrirliggjandi skipulag,“ segir Kristján. „Í áætluninni er tryggt fjármagn sem gerir kleift að bjóða út framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna strax og hönnunarferlinu líkur 2018.“ Undanfarnir tólf mánuðir hafa verið nokkuð stormasamir á Landspítalanum og fjallaði Kristján Þór meðal annars um verkföll og kjaradeilur á spítalanum og sýknudóm yfir hjúkrunarfræðingi sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi. Þá talaði ráðherrann stuttlega um tillögur sínar að nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar, sem talsvert hafa verið til umfjöllunar að undanförnu. Tillögurnar segir Kristján meðal annars miða að því að einfalda núverandi kerfi og vernda þá sem mest þurfa á þjónustunni að halda frá háum útgjöldum. „Til marks um núverandi flækjustig má nefna að kerfið er samsett úr mörgum tugum mismunandi kerfa, sem enginn hefur yfirsýn yfir, og veldur því að okkar veikasta fólk er illa, og í sumum tilfellum, alls ekki tryggt fyrir veikindum þeirra,“ segir Kristján. „Frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi liggur fyrir þingi og ég vona að það verði samþykkt þaðan áður en langt um líður.“ Tengdar fréttir Ekki nokkur spurning um nýjan spítala við Hringbraut Heilbrigðisráðherra segir það ekki nokkra spurningu að nýbyggingar Landspítala muni rísa við Hringbraut. Málið hefur velkst í pólitíkinni í þrettán ár. Forsætisráðherra segir staðsetninguna ekki hafa verið samþykkta á Alþingi. 30. apríl 2015 07:00 Nýtt greiðsluþátttökukerfi skref í rétta átt en margt hægt að bæta Formaður ÖBÍ gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við félagið í tengslum við nýtt frumvarp. 15. apríl 2016 11:24 Lægsta tilboðið helmingur af kostnaðaráætlun Tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna vegna nýbygginga við Landspítalann voru opnuð í dag. 16. júlí 2015 14:51 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Fjármagn til að bjóða út nýjan meðferðarkjarna sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut er tryggt í nýrri fimm ára fjármálaáætlun ríkisins. Þetta kom fram í ávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á ársfundi Landspítalans, sem nú stendur yfir og fylgjast má með í beinni útsendingu á Vísi. Til stendur að meðferðarkjarninn verðir á sex hæðum og að þar verði að finna megnið af þeirri starfsemi spítalans sem snertir sjúklinga beint, til að mynda bráðamóttöku, gjörgæslu og skurðstofur. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur kallað meðferðarkjarnann flóknustu og stærstu bygginguna í nýja klasanum sem rísa mun á lóðinni. Í ávarpi sínu í dag fjallaði Kristján meðal annars um fjárveitingar til spítalans undanfarin ár og vék tali að fimm ára áætluninni, sem kynnt verður á næstu dögum.Tölvuteiknuð mynd af meðferðarkjarnanum.„Þar er í fyrsta sinn áætlað fyrir milljarða framkvæmdum við meðferðarkjarna nýs spítala sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut í samræmi við áætlanir og ákvarðanir stjórnvalda og fyrirliggjandi skipulag,“ segir Kristján. „Í áætluninni er tryggt fjármagn sem gerir kleift að bjóða út framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna strax og hönnunarferlinu líkur 2018.“ Undanfarnir tólf mánuðir hafa verið nokkuð stormasamir á Landspítalanum og fjallaði Kristján Þór meðal annars um verkföll og kjaradeilur á spítalanum og sýknudóm yfir hjúkrunarfræðingi sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi. Þá talaði ráðherrann stuttlega um tillögur sínar að nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar, sem talsvert hafa verið til umfjöllunar að undanförnu. Tillögurnar segir Kristján meðal annars miða að því að einfalda núverandi kerfi og vernda þá sem mest þurfa á þjónustunni að halda frá háum útgjöldum. „Til marks um núverandi flækjustig má nefna að kerfið er samsett úr mörgum tugum mismunandi kerfa, sem enginn hefur yfirsýn yfir, og veldur því að okkar veikasta fólk er illa, og í sumum tilfellum, alls ekki tryggt fyrir veikindum þeirra,“ segir Kristján. „Frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi liggur fyrir þingi og ég vona að það verði samþykkt þaðan áður en langt um líður.“
Tengdar fréttir Ekki nokkur spurning um nýjan spítala við Hringbraut Heilbrigðisráðherra segir það ekki nokkra spurningu að nýbyggingar Landspítala muni rísa við Hringbraut. Málið hefur velkst í pólitíkinni í þrettán ár. Forsætisráðherra segir staðsetninguna ekki hafa verið samþykkta á Alþingi. 30. apríl 2015 07:00 Nýtt greiðsluþátttökukerfi skref í rétta átt en margt hægt að bæta Formaður ÖBÍ gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við félagið í tengslum við nýtt frumvarp. 15. apríl 2016 11:24 Lægsta tilboðið helmingur af kostnaðaráætlun Tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna vegna nýbygginga við Landspítalann voru opnuð í dag. 16. júlí 2015 14:51 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Ekki nokkur spurning um nýjan spítala við Hringbraut Heilbrigðisráðherra segir það ekki nokkra spurningu að nýbyggingar Landspítala muni rísa við Hringbraut. Málið hefur velkst í pólitíkinni í þrettán ár. Forsætisráðherra segir staðsetninguna ekki hafa verið samþykkta á Alþingi. 30. apríl 2015 07:00
Nýtt greiðsluþátttökukerfi skref í rétta átt en margt hægt að bæta Formaður ÖBÍ gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við félagið í tengslum við nýtt frumvarp. 15. apríl 2016 11:24
Lægsta tilboðið helmingur af kostnaðaráætlun Tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna vegna nýbygginga við Landspítalann voru opnuð í dag. 16. júlí 2015 14:51