Fjárlög 2016: Er tiltektinni lokið? Frosti Ólafsson skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Fjárlagafrumvarp ársins 2016 verður lagt fram á næstu vikum. Viðfangsefnið er af öðrum toga en verið hefur enda er rekstur hins opinbera kominn í jafnvægi eftir viðvarandi halla síðustu ár. Þá bendir flest til að hagvöxtur næstu ára skapi enn frekara rekstrarsvigrúm. Skynsamleg stefna í opinberum fjármálum er ekki síður mikilvæg á uppgangstímum en í samdrætti. Því ber sagan glöggt vitni. Þrír valkostir eru í boði þegar afgangur myndast við rekstur hins opinbera. Hægt er að greiða niður skuldir, draga úr skattbyrði eða auka útgjöld. Af þessum valkostum er sá fyrsti skynsamlegastur. Lækkun skulda hefur margþætt jákvæð áhrif, bæði fyrir núverandi íbúa landsins sem og komandi kynslóðir. Rétt útfærðar skattalækkanir væru jafnframt skynsamlegt skref, enda var fjárlagahalli síðustu ára að mestu brúaður með skattahækkunum. Aukin útgjöld eru aftur á móti lakasti valkosturinn. Fyrir þessu eru ýmis rök.Dýrt að skulda Vaxtabyrði hins opinbera er þyngri á Íslandi en í Grikklandi. Vaxtakjör íslenskra heimila og fyrirtækja eru jafnframt langt yfir því sem gengur og gerist í öðrum þróuðum ríkjum. Hvort tveggja bitnar harkalega á lífskjörum hérlendis. Niðurgreiðsla opinberra skulda væri lóð á vogarskálarnar gegn háum vöxtum. Lánshæfi innlendra aðila batnar, endurfjármögnun verður auðveldari og hagstæðari, fjárfesting og langtímahagvöxtur eflast sem styrkir á endanum tekjugrunn hins opinbera enn frekar. Þessa þróun mætti kalla himnahring, enda andstæðan við þann vítahring sem sem ýmis skuldsett ríki hafa þurft að glíma við.Skattahækkunum skilað til baka Samtals hafa 132 skattahækkanir verið gerðar frá árinu 2007. Í mörgum tilfellum er um verulegar hækkanir að ræða, t.d. tvöföldun fjármagnstekjuskatts og þriðjungshækkun tryggingagjalds. Nú þegar svigrúm er að myndast er því eðlilegt að draga þessar hækkanir til baka. Að mati Viðskiptaráðs ætti lækkun tveggja skatta að vera í forgangi: tryggingagjalds og fjármagnstekjuskatts. Lækkun tryggingagjalds myndi draga úr verðbólguþrýstingi vegna nýlegra kjarasamninga og þannig viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem stefnt var að. Lækkun fjármagnstekjuskatts hvetur til aukins sparnaðar og styður við langtímafjárfestingu. Þegar um hægist í efnahagslífinu á ný gæfist síðan tækifæri til að draga aðrar skattahækkanir til baka. Þannig mætti hverfa aftur til einfalds og samkeppnishæfs skattkerfis.Bætum þjónustu án útgjaldaukningar Aðhaldsaðgerðir hins opinbera hafa einkennst af niðurskurði fjárfestinga fremur en hagræðingu í rekstri. Þannig héldust launagjöld óbreytt á föstu verðlagi á tímabilinu 2009 til 2014. Viðskiptaráð hefur bent á umsvifamikil tækifæri til að gera betur, fyrst og fremst í gegnum kerfisbreytingar og forgangsröðun verkefna. Í stað þess að leggja árar í bát og auka útgjöld á ný ættu stjórnvöld þvert á móti að vinna enn harðar að því að fá meira út úr opinberum fjármunum. Þannig mætti bæta þjónustu hins opinbera án þess að stofna þurfi til þensluhvetjandi útgjalda.Áfangi en ekki endastöð Jafnvægi í rekstri hins opinbera ætti að líta á sem áfanga en ekki endastöð. Enn á eftir að greiða niður íþyngjandi opinberar skuldir, skila skattahækkunum til baka og innleiða mikilvægar kerfisbreytingar hjá hinu opinbera. Ráðist stjórnvöld í þessi verkefni eru horfur hérlendis bjartar á komandi árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2015 Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp ársins 2016 verður lagt fram á næstu vikum. Viðfangsefnið er af öðrum toga en verið hefur enda er rekstur hins opinbera kominn í jafnvægi eftir viðvarandi halla síðustu ár. Þá bendir flest til að hagvöxtur næstu ára skapi enn frekara rekstrarsvigrúm. Skynsamleg stefna í opinberum fjármálum er ekki síður mikilvæg á uppgangstímum en í samdrætti. Því ber sagan glöggt vitni. Þrír valkostir eru í boði þegar afgangur myndast við rekstur hins opinbera. Hægt er að greiða niður skuldir, draga úr skattbyrði eða auka útgjöld. Af þessum valkostum er sá fyrsti skynsamlegastur. Lækkun skulda hefur margþætt jákvæð áhrif, bæði fyrir núverandi íbúa landsins sem og komandi kynslóðir. Rétt útfærðar skattalækkanir væru jafnframt skynsamlegt skref, enda var fjárlagahalli síðustu ára að mestu brúaður með skattahækkunum. Aukin útgjöld eru aftur á móti lakasti valkosturinn. Fyrir þessu eru ýmis rök.Dýrt að skulda Vaxtabyrði hins opinbera er þyngri á Íslandi en í Grikklandi. Vaxtakjör íslenskra heimila og fyrirtækja eru jafnframt langt yfir því sem gengur og gerist í öðrum þróuðum ríkjum. Hvort tveggja bitnar harkalega á lífskjörum hérlendis. Niðurgreiðsla opinberra skulda væri lóð á vogarskálarnar gegn háum vöxtum. Lánshæfi innlendra aðila batnar, endurfjármögnun verður auðveldari og hagstæðari, fjárfesting og langtímahagvöxtur eflast sem styrkir á endanum tekjugrunn hins opinbera enn frekar. Þessa þróun mætti kalla himnahring, enda andstæðan við þann vítahring sem sem ýmis skuldsett ríki hafa þurft að glíma við.Skattahækkunum skilað til baka Samtals hafa 132 skattahækkanir verið gerðar frá árinu 2007. Í mörgum tilfellum er um verulegar hækkanir að ræða, t.d. tvöföldun fjármagnstekjuskatts og þriðjungshækkun tryggingagjalds. Nú þegar svigrúm er að myndast er því eðlilegt að draga þessar hækkanir til baka. Að mati Viðskiptaráðs ætti lækkun tveggja skatta að vera í forgangi: tryggingagjalds og fjármagnstekjuskatts. Lækkun tryggingagjalds myndi draga úr verðbólguþrýstingi vegna nýlegra kjarasamninga og þannig viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem stefnt var að. Lækkun fjármagnstekjuskatts hvetur til aukins sparnaðar og styður við langtímafjárfestingu. Þegar um hægist í efnahagslífinu á ný gæfist síðan tækifæri til að draga aðrar skattahækkanir til baka. Þannig mætti hverfa aftur til einfalds og samkeppnishæfs skattkerfis.Bætum þjónustu án útgjaldaukningar Aðhaldsaðgerðir hins opinbera hafa einkennst af niðurskurði fjárfestinga fremur en hagræðingu í rekstri. Þannig héldust launagjöld óbreytt á föstu verðlagi á tímabilinu 2009 til 2014. Viðskiptaráð hefur bent á umsvifamikil tækifæri til að gera betur, fyrst og fremst í gegnum kerfisbreytingar og forgangsröðun verkefna. Í stað þess að leggja árar í bát og auka útgjöld á ný ættu stjórnvöld þvert á móti að vinna enn harðar að því að fá meira út úr opinberum fjármunum. Þannig mætti bæta þjónustu hins opinbera án þess að stofna þurfi til þensluhvetjandi útgjalda.Áfangi en ekki endastöð Jafnvægi í rekstri hins opinbera ætti að líta á sem áfanga en ekki endastöð. Enn á eftir að greiða niður íþyngjandi opinberar skuldir, skila skattahækkunum til baka og innleiða mikilvægar kerfisbreytingar hjá hinu opinbera. Ráðist stjórnvöld í þessi verkefni eru horfur hérlendis bjartar á komandi árum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun