Erlent

Fjarlægðu nef úr baki konu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Bandarísk kona þurfti að fara til læknis eftir að hún hafði fundið fyrir miklum sársauka vegna gamallar aðgerðar. Fyrir átta árum fór hún í tilraunaaðgerð þar sem tilraun var gerð til að lækna lömun hennar með stofnfrumum.

Stofnfrumur voru teknar úr nefinu á konunni á sjúkrahúsi í Portúgal og voru þær græddar við mænuna. Vonir stóðu til frumurnar myndu þróast í taugafrumur og lagfæra mænuskaða konunnar.

Konan fór þó til læknis í fyrra því hún fann fyrir miklum sársauka þar sem stofnfrumunum hafði verið sprautað í hana.

Skurðlæknar fjarlægðu þriggja sentímetra vöxt úr konunni, sem var samansettur úr neffrumum, nokkrum litlum beinum og taugum. Þá gaf vöxturinn frá sér slímkennt efni, sem líkist hori, en það þrýsti á mænu hennar og olli henni sársauka.

Samkvæmt vefnum New Scientist eru til dæmi um að stofnfrumuígræðslur hafi ollið vexti sem þessum. Þetta mun þó vera í fyrsta sinn sem það gerist vegna aðgerðar á vestrænu sjúkrahúsi og þar sem aðgerðin er hluti af stórri tilraun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×