Fjárfestingarleið Seðlabankans aðeins fyrir ríka fólkið Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. febrúar 2013 18:30 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að þótt lágmarksfjárhæð í svokallaðri fjárfestingarleið bankans gagnist aðeins ríku fólki hafi verið nauðsynlegt að hafa kröfur um lágmarksfjárhæð vegna þess að markmiðið hafi verið að laða háar fjárhæðir til landsins í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarleiðin er einn liður í áætlun bankans um afnám hafta. Í haust verða fimm ár liðin frá efnahagshruni og þeirri ákvörðun að setja á gjaldeyrishöft á Íslandi, eða fjármagnshöft eins og starfsmenn Seðlabankans vilja frekar kalla þau. En hvenær munu Íslendingar búa aftur við frelsi í gjaldeyrismálum? Kannski aldrei. Fullt frelsi í þessum efnum með krónuna sem gjaldmiðil virðist ekki í augsýn á meðan jafn hægt hefur gengið að vinna á „snjóhengjunni" svokölluðu og raun ber vitni. Seðlabankinn hefur ýmis tæki til að vinda ofan af höftunum, en þessi úrræði hafa heppnast mis vel. Ein þessara leiða er fjárfestingarleið Seðlabankans. Jafnvirði 45 milljarða króna komu til landsins með þessari leið í fyrra, en hún er aðeins hluti af stærri áætlun um losun haftanna. Fjárfestingarleiðin hefur í raun aðeins skilað hænuskrefum í átt að gjaldeyrisfrelsi. Fjárfestingarleiðin virkar þannig að einstaklingar og fyrirtæki geta komið með erlendan gjaldeyri til Íslands og fengið í staðinn afslátt af íslenskum krónum. Seðlabankinn leiðir saman kaupanda og seljanda krónanna. Þeir sem aðallega hafa nýtt sér þetta eru einstaklingar sem stóðu framarlega í íslensku útrásinni. Til dæmis hafa stofnendur Bakkavarar, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, nota þessa leið við að kaupa upp hlutabréf í Bakkavör. Þá keypti Karl Wernersson á þriðja hundrað milljón króna með sömu leið í fyrra. Ekki liggur fyrir hvernig hann ráðstafaði þeim krónum. Lágmarksfjárhæð í þessum útboðum er 50 þúsund evrur, jafnvirði rúmlega 8,5 milljóna króna. Í raun er þetta ríka fólk að fá afslátt af lífskjörum sínum, því það getur keypt krónur á miklum afslætti. Venjulegt fólk búsett hér á landi þarf að skila öllum sínum gjaldeyri vegna reglna um skilaskildu. Efnað fólk búsett erlendis, sem á evrur á gjaldeyrisreikningum, getur hins vegar flutt þennan pening heim og fengið afslátt af íslenskum krónum. Gerð er krafa um að viðkomandi sé búsettur erlendis, þannig að um sé að ræða nýja erlenda fjárfestingu.Hefur aldrei komið til greina að afnema þessa lágmarksfjárhæð. Þar sem þetta hentar eingöngu ríku fólki? „Við höfum ekki rætt það mikið. Þó þetta henti, eins og þú orðar það, eingöngu ríku fólki, þá er þetta þannig að þetta er náttúrulega mikil framkvæmd og það er verið að reyna að koma eins stórum upphæðum í gegn og hægt er. Ef lágmarksupphæðin væri mjög lítil þá yrði þetta allt miklu þyngra í vöfum. Við skoðuðum það á sínum tíma og gerum það kannski aftur, en þarna vegast á sjónarmið, að hleypa fleirum að, annars vegar og hins vegar að vera með skilvirka framkvæmd," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að þótt lágmarksfjárhæð í svokallaðri fjárfestingarleið bankans gagnist aðeins ríku fólki hafi verið nauðsynlegt að hafa kröfur um lágmarksfjárhæð vegna þess að markmiðið hafi verið að laða háar fjárhæðir til landsins í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarleiðin er einn liður í áætlun bankans um afnám hafta. Í haust verða fimm ár liðin frá efnahagshruni og þeirri ákvörðun að setja á gjaldeyrishöft á Íslandi, eða fjármagnshöft eins og starfsmenn Seðlabankans vilja frekar kalla þau. En hvenær munu Íslendingar búa aftur við frelsi í gjaldeyrismálum? Kannski aldrei. Fullt frelsi í þessum efnum með krónuna sem gjaldmiðil virðist ekki í augsýn á meðan jafn hægt hefur gengið að vinna á „snjóhengjunni" svokölluðu og raun ber vitni. Seðlabankinn hefur ýmis tæki til að vinda ofan af höftunum, en þessi úrræði hafa heppnast mis vel. Ein þessara leiða er fjárfestingarleið Seðlabankans. Jafnvirði 45 milljarða króna komu til landsins með þessari leið í fyrra, en hún er aðeins hluti af stærri áætlun um losun haftanna. Fjárfestingarleiðin hefur í raun aðeins skilað hænuskrefum í átt að gjaldeyrisfrelsi. Fjárfestingarleiðin virkar þannig að einstaklingar og fyrirtæki geta komið með erlendan gjaldeyri til Íslands og fengið í staðinn afslátt af íslenskum krónum. Seðlabankinn leiðir saman kaupanda og seljanda krónanna. Þeir sem aðallega hafa nýtt sér þetta eru einstaklingar sem stóðu framarlega í íslensku útrásinni. Til dæmis hafa stofnendur Bakkavarar, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, nota þessa leið við að kaupa upp hlutabréf í Bakkavör. Þá keypti Karl Wernersson á þriðja hundrað milljón króna með sömu leið í fyrra. Ekki liggur fyrir hvernig hann ráðstafaði þeim krónum. Lágmarksfjárhæð í þessum útboðum er 50 þúsund evrur, jafnvirði rúmlega 8,5 milljóna króna. Í raun er þetta ríka fólk að fá afslátt af lífskjörum sínum, því það getur keypt krónur á miklum afslætti. Venjulegt fólk búsett hér á landi þarf að skila öllum sínum gjaldeyri vegna reglna um skilaskildu. Efnað fólk búsett erlendis, sem á evrur á gjaldeyrisreikningum, getur hins vegar flutt þennan pening heim og fengið afslátt af íslenskum krónum. Gerð er krafa um að viðkomandi sé búsettur erlendis, þannig að um sé að ræða nýja erlenda fjárfestingu.Hefur aldrei komið til greina að afnema þessa lágmarksfjárhæð. Þar sem þetta hentar eingöngu ríku fólki? „Við höfum ekki rætt það mikið. Þó þetta henti, eins og þú orðar það, eingöngu ríku fólki, þá er þetta þannig að þetta er náttúrulega mikil framkvæmd og það er verið að reyna að koma eins stórum upphæðum í gegn og hægt er. Ef lágmarksupphæðin væri mjög lítil þá yrði þetta allt miklu þyngra í vöfum. Við skoðuðum það á sínum tíma og gerum það kannski aftur, en þarna vegast á sjónarmið, að hleypa fleirum að, annars vegar og hins vegar að vera með skilvirka framkvæmd," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira