Fjárfestar frá Mið-Austurlöndum og Kína vilja eignast Íslandsbanka Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2015 22:15 Slitastjórn Glitnis er vongóð um að það takist að selja Íslandsbanka fjárfestum frá Mið-Austurlöndum og Kína á næstu vikum. Viljayfirlýsing þess efnis hefur þegar verið undirrituð. Samkvæmt erindi kröfuhafa Glitnis banka til íslenskra stjórnvalda sem kynnt var í síðustu viku í tengslum við afnám gjaldeyrishafta segir: „Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60% söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bókfærðu virði bankans.“ Þá er gerð krafa um að bankinn verði í erlendu eignarhaldi í að minnsta kosti fimm ár. Sigurður Hannesson sagði í þættinum Klinkinu í Íslandi í dag á þriðjudag að þetta væri gert að kröfu kröfuhafa Glitnis banka. „Kröfuhafar Glitnis telja að til sé erlendur kaupandi að Íslandsbanka og komu þess vegna með ákveðna tillögu um það að ef bankinn verður seldur erlendum kaupanda þá uppfylli þeir stöðugleikaskilyrðin með ákveðnum hætti,“ sagði Sigurður í þættinum. Þess skal getið í erindi Glitnis kemur fram að stjórnvöld geti gert kröfu um nánar tilgreindar takmarkanir á ráðstöfunarheimildum nýrra erlendra eigenda Íslandsbanka vegna áhrifa á greiðslujöfnuð. Þarna er verið að vísa til takmarkana á arðgreislum í erlendum gjaldeyri. En hvaða erlendu fjárfestar eru þetta sem eru að kaupa Íslandsbanka? Í febrúar síðastliðnum var undirrituð viljayfirlýsing milli slitabús Glitnis og hóps fjárfesta frá Kína og Mið-Austurlöndum um kaupin á Íslandsbanka. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis sagði í samtali við Stöð 2 að salan á Íslandsbanka hafi tekið lengri tíma en hún og samstarfsfólk hennar áttu von á en sagðist engu að síður mjög bjartsýn á að það tækist að ganga frá samningi. Nöfn þessara fjárfesta hafa ekki fengist upp gefin. Það sem á eftir að gera er að ljúka áreiðanleikakönnun á bankanum. Þá á jafnframt eftir að upplýsa Fjármálaeftirlitið um kaupendurna og fá samþykki þess fyrir eignarhaldinu. Verði Íslandsbanki seldur á bókfærðu virði ætti salan á bankanum að skila ríkissjóði jafnvirði 71 milljarðs króna í erlendum gjaldeyri samkvæmt yfirlýsingu kröfuhafanna. Áður verður slitabú Glitnis búið að greiða ríkissjóði 37 milljarða króna arðgreiðslu vegna hagnaðar Íslandsbanka en þeir peningar hefðu að öðrum kosti farið til kröfuhafa Glitnis. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Slitastjórn Glitnis er vongóð um að það takist að selja Íslandsbanka fjárfestum frá Mið-Austurlöndum og Kína á næstu vikum. Viljayfirlýsing þess efnis hefur þegar verið undirrituð. Samkvæmt erindi kröfuhafa Glitnis banka til íslenskra stjórnvalda sem kynnt var í síðustu viku í tengslum við afnám gjaldeyrishafta segir: „Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60% söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bókfærðu virði bankans.“ Þá er gerð krafa um að bankinn verði í erlendu eignarhaldi í að minnsta kosti fimm ár. Sigurður Hannesson sagði í þættinum Klinkinu í Íslandi í dag á þriðjudag að þetta væri gert að kröfu kröfuhafa Glitnis banka. „Kröfuhafar Glitnis telja að til sé erlendur kaupandi að Íslandsbanka og komu þess vegna með ákveðna tillögu um það að ef bankinn verður seldur erlendum kaupanda þá uppfylli þeir stöðugleikaskilyrðin með ákveðnum hætti,“ sagði Sigurður í þættinum. Þess skal getið í erindi Glitnis kemur fram að stjórnvöld geti gert kröfu um nánar tilgreindar takmarkanir á ráðstöfunarheimildum nýrra erlendra eigenda Íslandsbanka vegna áhrifa á greiðslujöfnuð. Þarna er verið að vísa til takmarkana á arðgreislum í erlendum gjaldeyri. En hvaða erlendu fjárfestar eru þetta sem eru að kaupa Íslandsbanka? Í febrúar síðastliðnum var undirrituð viljayfirlýsing milli slitabús Glitnis og hóps fjárfesta frá Kína og Mið-Austurlöndum um kaupin á Íslandsbanka. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis sagði í samtali við Stöð 2 að salan á Íslandsbanka hafi tekið lengri tíma en hún og samstarfsfólk hennar áttu von á en sagðist engu að síður mjög bjartsýn á að það tækist að ganga frá samningi. Nöfn þessara fjárfesta hafa ekki fengist upp gefin. Það sem á eftir að gera er að ljúka áreiðanleikakönnun á bankanum. Þá á jafnframt eftir að upplýsa Fjármálaeftirlitið um kaupendurna og fá samþykki þess fyrir eignarhaldinu. Verði Íslandsbanki seldur á bókfærðu virði ætti salan á bankanum að skila ríkissjóði jafnvirði 71 milljarðs króna í erlendum gjaldeyri samkvæmt yfirlýsingu kröfuhafanna. Áður verður slitabú Glitnis búið að greiða ríkissjóði 37 milljarða króna arðgreiðslu vegna hagnaðar Íslandsbanka en þeir peningar hefðu að öðrum kosti farið til kröfuhafa Glitnis.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira