Fiskar í Kleifarvatni sagðir í andarslitrum 26. júlí 2012 09:00 Vatnsborðið lækkaði um einn metra á einu ári eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000 og flatarmál vatnsins minnkaði um fimmtung. Kafarar eru sagðir hafa komið auga á mikið af dauðum fiski. Veiðimenn óttast að vatnið mettist af brennisteinsvetni. Mynd/Héðinn Ólafsson „Það er eitthvað mikið að ske þarna og mikið að,“ segir stangveiðimaðurinn Guðmundur Falk á spjallsvæði vefsins veidi.is þar sem hann gerir stöðuna í lífríkinu í Kleifarvatni að umtalsefni. „Kafari sem ég þekki til fór í Kleifarvatn, og ekki bara á helstu staði þar sem kafað er, heldur við austurlandið líka og er mikið af dauðum fiski í botninum, bæði stór og smár og mikil rotnun,“ skrifar Guðmundur á veidi.is. Ekki náðist í Guðmund í gær en í færslu á spjallsvæðinu spyr hann hvort ekki þurfi að athuga með gæði vatnsins. Brennisteinsvetni streymi upp um sprungur á botni vatnsins og sé að aukast það mikið að það drepi fiskinn. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefur Kleifarvatn til umráða og selur þar veiðileyfi. Vilborg Reynisdóttir, formaður félagsins, kveðst ekki hafa vitneskju um stórfelldan fiskadauða í vatninu. „Við vildum helst að viðkomandi kafari myndi láta okkur vita hvar þetta er svo við getum farið í einhverja rannsókn,“ segir Vilborg og bendir á að svæðið sé jarðfræðilega óstöðugt. „Það getur komið gas upp og fiskurinn synt yfir. Þetta gæti hafa gerst í mörg ár án þess að við vitum af því,“ bætir hún við og kveðst ætla að setja sig í samband við Veiðimálastofnun. „Ég ætla að athuga hvort þeir geti ekki liðsinnt okkur með þetta.“ Þórólfur Antonsson fiskifræðingur segir Veiðimálastofnun ekki hafa haft spurnir af fiskadauða í Kleifarvatni. Þórólfur minnir á að miklar breytingar hafi orðið við Kleifarvatn eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000. Vatnsborðið hafi lækkað afar mikið en sé þó breytilegt og hverir kraumi undir yfirborðinu. „Það er því ekki að furða þótt eitthvað gangi á en við höfum ekki gert neinar rannsóknir á því,“ segir hann. Þórólfur segir ýmis efni koma upp með heita vatninu og eftir því sem yfirborð Kleifarvatns lækki hafi þessi efni hlutfallslega meiri áhrif. „Svo gæti þetta verið staðbundið í vatninu og fiskurinn villst inn á einhver svæði sem eru slæm,“ segir hann og bætir við að Veiðimálastofnun vildi gjarnan að betur væri fylgst með Kleifarvatni í kjölfar þeirra breytinga sem orðnar eru vegna jarðskjálftanna. gar@frettabladid.is Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
„Það er eitthvað mikið að ske þarna og mikið að,“ segir stangveiðimaðurinn Guðmundur Falk á spjallsvæði vefsins veidi.is þar sem hann gerir stöðuna í lífríkinu í Kleifarvatni að umtalsefni. „Kafari sem ég þekki til fór í Kleifarvatn, og ekki bara á helstu staði þar sem kafað er, heldur við austurlandið líka og er mikið af dauðum fiski í botninum, bæði stór og smár og mikil rotnun,“ skrifar Guðmundur á veidi.is. Ekki náðist í Guðmund í gær en í færslu á spjallsvæðinu spyr hann hvort ekki þurfi að athuga með gæði vatnsins. Brennisteinsvetni streymi upp um sprungur á botni vatnsins og sé að aukast það mikið að það drepi fiskinn. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefur Kleifarvatn til umráða og selur þar veiðileyfi. Vilborg Reynisdóttir, formaður félagsins, kveðst ekki hafa vitneskju um stórfelldan fiskadauða í vatninu. „Við vildum helst að viðkomandi kafari myndi láta okkur vita hvar þetta er svo við getum farið í einhverja rannsókn,“ segir Vilborg og bendir á að svæðið sé jarðfræðilega óstöðugt. „Það getur komið gas upp og fiskurinn synt yfir. Þetta gæti hafa gerst í mörg ár án þess að við vitum af því,“ bætir hún við og kveðst ætla að setja sig í samband við Veiðimálastofnun. „Ég ætla að athuga hvort þeir geti ekki liðsinnt okkur með þetta.“ Þórólfur Antonsson fiskifræðingur segir Veiðimálastofnun ekki hafa haft spurnir af fiskadauða í Kleifarvatni. Þórólfur minnir á að miklar breytingar hafi orðið við Kleifarvatn eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000. Vatnsborðið hafi lækkað afar mikið en sé þó breytilegt og hverir kraumi undir yfirborðinu. „Það er því ekki að furða þótt eitthvað gangi á en við höfum ekki gert neinar rannsóknir á því,“ segir hann. Þórólfur segir ýmis efni koma upp með heita vatninu og eftir því sem yfirborð Kleifarvatns lækki hafi þessi efni hlutfallslega meiri áhrif. „Svo gæti þetta verið staðbundið í vatninu og fiskurinn villst inn á einhver svæði sem eru slæm,“ segir hann og bætir við að Veiðimálastofnun vildi gjarnan að betur væri fylgst með Kleifarvatni í kjölfar þeirra breytinga sem orðnar eru vegna jarðskjálftanna. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira