Finnur Reyr og Tómas tefla fram sínum manni í stjórnarkjöri Icelandair Hörður Ægisson skrifar 23. febrúar 2017 07:15 Fjárfestar horfa til þess að breytingar verði gerðar á stjórn Icelandair á aðalfundi í lok næstu viku. mynd/birgir örn sigurjónsson Hópur fjögurra einkafjárfesta, sem samanstendur meðal annars af viðskiptafélögunum Finni Reyr Stefánssyni og Tómasi Kristjánssyni, á orðið um 1,5 prósenta hlut í Icelandair og hyggst tefla fram Ómari Benediktssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Air Atlanta og SmartLynx í Lettlandi, í kjöri til stjórnar á aðalfundi flugfélagsins 3. mars næstkomandi. Tómas staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en markaðsviðskipti Kviku fjárfestingarbanka hafa haft milligöngu um kaup þeirra á bréfum í flugfélaginu á síðustu dögum. Þórir Kristinsson, viðskiptafélagi Ómars, sem hefur starfað sem stjórnandi hjá flugfélögunum SmartLynx og Air Atlanta, stendur einnig að baki félagi í eigu þeirra fjórmenninga sem á núna hlut í Icelandair sem er metinn á um 1.200 milljónir miðað við núverandi gengi bréfa flugfélagsins. Einkafjárfestarnir leita nú stuðnings ýmissa hluthafa Icelandair, meðal annars Stefnis og Gildis lífeyrissjóðs, við framboð Ómars til stjórnarsetu í félaginu. Ómar, sem starfar núna sem framkvæmdastjóri Farice, sat í stjórn Icelandair á árunum fyrir bankahrunið og var um tíma varaformaður félagsins.Tómas KristjánssonMargir fjárfestar í Icelandair, ásamt öðrum markaðsaðilum, horfa til þess að breytingar verði gerðar á stjórn félagsins á komandi aðalfundi. Hafa ýmsir gagnrýnt yfirstjórnendur Icelandair, bæði stjórnarmenn og aðra helstu stjórnendur félagsins, fyrir að hafa ekki komið fyrr fram með trúverðuga aðgerðaáætlun til að bregðast við vaxandi erfiðleikum í rekstrarumhverfi Icelandair. Í afkomuviðvörun sem Icelandair sendi frá sér í lok janúar var afkomuspá félagsins fyrir þetta ár lækkuð um meira en 30 prósent. Hlutabréfaverð Icelandair féll um tæplega eitt prósent í gær en markaðsvirði félagsins hefur lækkað um samtals 115 milljarða á aðeins tíu mánuðum.Finnur Reyr StefánssonFjórir stærstu eigendur Icelandair Group – Lífeyrissjóður verslunarmanna, Stefnir, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Gildi lífeyrissjóður – eiga samanlagt 46 prósent í félaginu. Ljóst þykir að Lífeyrissjóður verslunarmanna mun styðja áfram Úlfar Steindórsson, varaformann stjórnar, til stjórnarsetu og slíkt hið sama áformar LSR hvað varðar stuðning sinn við Magnús Magnússon. Meiri óvissa er um áform Stefnis, sem á 14,3 prósent í gegnum tvo hlutabréfasjóði í stýringu félagsins, og Gildis lífeyrissjóðs, sem á um 7,4 prósenta hlut, sem fram til þessa hafa ekki stutt neinn tiltekinn einstakling umfram annan til setu í stjórninni. Aðrir stjórnarmenn Icelandair Group eru Sigurður Helgason, sem er jafnframt formaður stjórnar, Katrín Olga Jóhannesdóttir, og Ásthildur Margrét Otharsdóttir. Finnur Reyr og Tómas eru ekki með öllu ókunnugir rekstri Icelandair Group en fjárfestingarfélag þeirra Sigla ehf. var á árunum 2007 til 2010 í hópi stærstu hluthafa flugfélagsins með 2 prósenta hlut og sat Finnur í stjórn þess á þeim árum. Þeir Finnur og Tómas hafa verið á meðal umsvifamestu einkafjárfestanna í íslensku viðskiptalífi á undanförnum árum og eru félög í eigu þeirra í hópi stórra hluthafa í Sjóvá, Regin fasteignafélagi, Kviku fjárfestingarbanka og Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira
Hópur fjögurra einkafjárfesta, sem samanstendur meðal annars af viðskiptafélögunum Finni Reyr Stefánssyni og Tómasi Kristjánssyni, á orðið um 1,5 prósenta hlut í Icelandair og hyggst tefla fram Ómari Benediktssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Air Atlanta og SmartLynx í Lettlandi, í kjöri til stjórnar á aðalfundi flugfélagsins 3. mars næstkomandi. Tómas staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en markaðsviðskipti Kviku fjárfestingarbanka hafa haft milligöngu um kaup þeirra á bréfum í flugfélaginu á síðustu dögum. Þórir Kristinsson, viðskiptafélagi Ómars, sem hefur starfað sem stjórnandi hjá flugfélögunum SmartLynx og Air Atlanta, stendur einnig að baki félagi í eigu þeirra fjórmenninga sem á núna hlut í Icelandair sem er metinn á um 1.200 milljónir miðað við núverandi gengi bréfa flugfélagsins. Einkafjárfestarnir leita nú stuðnings ýmissa hluthafa Icelandair, meðal annars Stefnis og Gildis lífeyrissjóðs, við framboð Ómars til stjórnarsetu í félaginu. Ómar, sem starfar núna sem framkvæmdastjóri Farice, sat í stjórn Icelandair á árunum fyrir bankahrunið og var um tíma varaformaður félagsins.Tómas KristjánssonMargir fjárfestar í Icelandair, ásamt öðrum markaðsaðilum, horfa til þess að breytingar verði gerðar á stjórn félagsins á komandi aðalfundi. Hafa ýmsir gagnrýnt yfirstjórnendur Icelandair, bæði stjórnarmenn og aðra helstu stjórnendur félagsins, fyrir að hafa ekki komið fyrr fram með trúverðuga aðgerðaáætlun til að bregðast við vaxandi erfiðleikum í rekstrarumhverfi Icelandair. Í afkomuviðvörun sem Icelandair sendi frá sér í lok janúar var afkomuspá félagsins fyrir þetta ár lækkuð um meira en 30 prósent. Hlutabréfaverð Icelandair féll um tæplega eitt prósent í gær en markaðsvirði félagsins hefur lækkað um samtals 115 milljarða á aðeins tíu mánuðum.Finnur Reyr StefánssonFjórir stærstu eigendur Icelandair Group – Lífeyrissjóður verslunarmanna, Stefnir, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Gildi lífeyrissjóður – eiga samanlagt 46 prósent í félaginu. Ljóst þykir að Lífeyrissjóður verslunarmanna mun styðja áfram Úlfar Steindórsson, varaformann stjórnar, til stjórnarsetu og slíkt hið sama áformar LSR hvað varðar stuðning sinn við Magnús Magnússon. Meiri óvissa er um áform Stefnis, sem á 14,3 prósent í gegnum tvo hlutabréfasjóði í stýringu félagsins, og Gildis lífeyrissjóðs, sem á um 7,4 prósenta hlut, sem fram til þessa hafa ekki stutt neinn tiltekinn einstakling umfram annan til setu í stjórninni. Aðrir stjórnarmenn Icelandair Group eru Sigurður Helgason, sem er jafnframt formaður stjórnar, Katrín Olga Jóhannesdóttir, og Ásthildur Margrét Otharsdóttir. Finnur Reyr og Tómas eru ekki með öllu ókunnugir rekstri Icelandair Group en fjárfestingarfélag þeirra Sigla ehf. var á árunum 2007 til 2010 í hópi stærstu hluthafa flugfélagsins með 2 prósenta hlut og sat Finnur í stjórn þess á þeim árum. Þeir Finnur og Tómas hafa verið á meðal umsvifamestu einkafjárfestanna í íslensku viðskiptalífi á undanförnum árum og eru félög í eigu þeirra í hópi stórra hluthafa í Sjóvá, Regin fasteignafélagi, Kviku fjárfestingarbanka og Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira