Innlent

Finnst niðurskurðurinn ömurlegur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóni Gnarr borgarstjóra finnst ömurlegt að þurfa að skera niður í rekstri borgarinnar.
Jóni Gnarr borgarstjóra finnst ömurlegt að þurfa að skera niður í rekstri borgarinnar.
Jóni Gnarr borgarstjóra finnst ömurlegt að þurfa að standa fyrir niðurskurði og hagræðingum. Hann segist ekki hafa farið út í borgarstjórastarfið af sérstökum áhuga fyrir slíku.

„Það eru erfiðir tímar. Ég vildi óska að það væri til einhver einföld og sársaukalaus leið. Það er mjög sárt að koma með svona erfið skilaboð en svona er staðan grafalvarleg núna. En þetta lagast. Við komumst í gegnum þetta," segir Jón Gnarr á dagbókarsíðu sinni á Facebook í kvöld.

Það var löngu fyrirséð að árið 2011 yrði erfitt ár fyrir rekstur Reykjavíkurborgar. Þannig létu borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar bóka í september síðastliðnum að loka þyrfti um 2,8 milljarða gati sem myndi myndast á fjárhagsáætluninni.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefur þó gagnrýnt rekstur borgarinnar. Hún segir að staðan sé ekki eins slæm og meirihlutinn fullyrði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×