Handbolti

Fínn leikur hjá Arnóri í jafntefli á móti Nantes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Atlason.
Arnór Atlason. Vísir/Ernir
Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason átti fínan leik í kvöld þegar Saint Raphael gerði 27-27 jafntefli á heimavelli á móti Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Arnór var með þrjú mörk og sex stoðsendingar í leiknum en hann nýtti þrjú af fjórum skotum sínum í leiknum.

Adrien Dipanda skoraði jöfnunarmark Saint Raphael þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki.

Það voru miklar sveiflur í leiknum í seinni hálfleiknum en Nantes var 15-13 yfir í hálfleik.

Saint Raphael komst í 25-23 en fékk síðan á sig fjögur mörk í röð. Adrien Dipanda skoraði síðan tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sínu liði eitt stig.

Saint Raphael er í 4. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Dunkerque sem er í 3. sætinu. Nantes er síðan sex stigum á eftir í sjötta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×