Innlent

Fimmtungi fóstra er eytt á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fóstur.
Fóstur.
Næstum fimmta hverju fóstri á Íslandi er eytt, samkvæmt tölum sem birtust í Talnabrunni Landlæknis í dag. Sé Ísland borið saman við önnur Norðurlönd eru tiltölulega fáar fóstureyðingar framkvæmdar hér á landi miðað við annarsstaðar.

Tölur Landlæknis eru úr skýrslunni Induced aborttions in the Nordic countries, en hún byggir á gögnum frá árinu 2009. Það ár voru samtals tæplega 81 þúsund fóstureyðingar gerðar á Norðurlöndunum. Hlutfallslega flestar voru gerðar í Svíþjóð, eða 335 á hverja 1000 lifandi fædda en fæstar í Finnlandi. Á Íslandi voru hins vegar gerðar 193 fóstureyðingar á móti hverjum 1000 sem fæddust lifandi.

Nokkuð færri fóstrum er eytt hérlendis en annarsstaðar. Mynd/ Landlæknisembættið.


Landlæknir segir að sé tekið mið af 1000 lifandi fæddum einstaklingum þá hafi fóstureyðingum fækkað nokkuð á Íslandi undanfarinn áratug, úr 228 árið 1999 í ríflega 193 árið 2009.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×