Fimmtugir á Everest Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. mars 2013 11:39 Everest verður fyrsta stóra fjallið sem Guðmundur og Ingólfur klífa saman. Á laugardag halda fjallgöngumennirnir Guðmundur St. Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson til Nepal, þar sem þeir hyggjast klífa Everestfjall, hæsta fjall jarðar. Guðmundur og Ingólfur eru báðir fimmtugir og ef þeim tekst ætlunarverk sitt verða þeir elstu Íslendingar sem klifið hafa fjallið. Aðeins fjórir Íslendingar hafa komist á tindinn, en fyrstir voru Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Haraldur Örn Ólafsson komst svo á tindinn árið 2002. „Við Ingólfur kynntumst í gegn um félaga minn sem fór með mér á Aconcagua árið 2008," segir Guðmundur, en Everest verður fyrsta stóra fjallið sem Guðmundur og Ingólfur klífa saman. Hvor í sínu lagi hafa þeir komist á tinda Kilimanjaro, Elbrus, Aconcagua auk nokkurra lægri tinda í Perú og Ölpunum. „Ég seldi honum þá hugmynd að við færum saman á Cho Oyu, sem er sjötta hæsta fjall í heimi, og sú ferð átti að vera farin í ágúst á síðasta ári. Við vorum búnir að æfa okkur í eitt ár fyrir ferðina, en það þarf að labba norðanmegin í gegnum Tíbet til að komast á fjallið. En Kínverjar höfðu lokað landamærunum og því var hætt við leiðangurinn. Þá kom sú hugmynd upp að skipta um fjall og setja stefnuna á Everest, og því er undirbúningurinn fyrir þessa fjallaferð búinn að standa yfir í eitt og hálft ár, en með breytingu á fjalli fyrir hálfu ári síðan."Hið ógurlega Everestfjall er 8848 metra hátt.Guðmundur viðurkennir að upplifa bæði spennu og ótta við að klífa þetta heimsfræga fjall, en mörgum hefur mistekist í gegnum tíðina að komast á tindinn. „Það er samt eiginlega nauðsynlegt svo að menn fari nógu varlega. Á svona háu fjalli verður þú alltaf að bera virðingu fyrir fjöllunum og veðrinu, og það er ekkert gefið. Alveg sama hvað þú undirbýrð þig vel, líkamlega og andlega, þá munu ytri aðstæður stjórna miklu." Guðmundur og Ingólfur ætla að halda blaðamannafund í verslun Fjallakofans kl. 17 í dag, en Fjallakofinn er styrktaraðili ferðarinnar. Á fundinum munu þeir kynna leiðangurinn og þann búnað sem þeir munu nota. Einnig munu þeir sýna ljósmyndir og myndbönd úr fyrri ferðum og eru allir velkomnir á fundinn. Vefsíða leiðangursins opnar á miðvikudag og verður á vefslóðinni www.everest2013.is Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Á laugardag halda fjallgöngumennirnir Guðmundur St. Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson til Nepal, þar sem þeir hyggjast klífa Everestfjall, hæsta fjall jarðar. Guðmundur og Ingólfur eru báðir fimmtugir og ef þeim tekst ætlunarverk sitt verða þeir elstu Íslendingar sem klifið hafa fjallið. Aðeins fjórir Íslendingar hafa komist á tindinn, en fyrstir voru Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Haraldur Örn Ólafsson komst svo á tindinn árið 2002. „Við Ingólfur kynntumst í gegn um félaga minn sem fór með mér á Aconcagua árið 2008," segir Guðmundur, en Everest verður fyrsta stóra fjallið sem Guðmundur og Ingólfur klífa saman. Hvor í sínu lagi hafa þeir komist á tinda Kilimanjaro, Elbrus, Aconcagua auk nokkurra lægri tinda í Perú og Ölpunum. „Ég seldi honum þá hugmynd að við færum saman á Cho Oyu, sem er sjötta hæsta fjall í heimi, og sú ferð átti að vera farin í ágúst á síðasta ári. Við vorum búnir að æfa okkur í eitt ár fyrir ferðina, en það þarf að labba norðanmegin í gegnum Tíbet til að komast á fjallið. En Kínverjar höfðu lokað landamærunum og því var hætt við leiðangurinn. Þá kom sú hugmynd upp að skipta um fjall og setja stefnuna á Everest, og því er undirbúningurinn fyrir þessa fjallaferð búinn að standa yfir í eitt og hálft ár, en með breytingu á fjalli fyrir hálfu ári síðan."Hið ógurlega Everestfjall er 8848 metra hátt.Guðmundur viðurkennir að upplifa bæði spennu og ótta við að klífa þetta heimsfræga fjall, en mörgum hefur mistekist í gegnum tíðina að komast á tindinn. „Það er samt eiginlega nauðsynlegt svo að menn fari nógu varlega. Á svona háu fjalli verður þú alltaf að bera virðingu fyrir fjöllunum og veðrinu, og það er ekkert gefið. Alveg sama hvað þú undirbýrð þig vel, líkamlega og andlega, þá munu ytri aðstæður stjórna miklu." Guðmundur og Ingólfur ætla að halda blaðamannafund í verslun Fjallakofans kl. 17 í dag, en Fjallakofinn er styrktaraðili ferðarinnar. Á fundinum munu þeir kynna leiðangurinn og þann búnað sem þeir munu nota. Einnig munu þeir sýna ljósmyndir og myndbönd úr fyrri ferðum og eru allir velkomnir á fundinn. Vefsíða leiðangursins opnar á miðvikudag og verður á vefslóðinni www.everest2013.is
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira