Fimm stjörnu hótelið við Hörpu verður lúxus Marriott hótel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2015 15:23 Menn voru kátir í Hörpunni í dag þar sem skrifað var undir samninginn. Á myndinni eru frá vinstri: Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company fyrir miðju, Sandeep Walia fyrir hönd Marriott hótelanna og fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson. Vísir/Vilhelm Bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company mun verða leiðandi í byggingu 250 herbergja, fimm stjörnu Marriott Edition hótels við Hörpu. Skrifað var undir samning þess efnis í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í dag. Í fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðs hótels kemur fram að reiknað sé með að framkvæmdir hefjist snemma á næsta ári. Áður var reiknað með að framkvæmdir myndu hefjast í haust. Er fullyrt að hótel á staðnum muni bjóða upp á einstaka upplifun og um leið efla svæðið í kring. Ýmsir aðilar koma að samningaferlinu. Arion banki hefur komið að þáttum er snúa að lánsfjármögnun og átt frumkvæði að aðkomu fjárfesta sem leiða munu verkefnið. Þeir eru Eggert Dagbjartsson og Cartpenter&Co.Um er að ræða lúxus útgáfu af Marriott hótelunum.Mikla reynslu af alþjóðlegum hótelkeðjum „Við höfum lagt ríka áherslu á að fá að þessu verkefni hæfa og reynda aðila og fundum þá í Carpenter & Company og Eggert Dagbjartsson sem koma að borðinu með mikla reynslu af hótelverkefnum í Norður-Ameríku í samstarfi við alþjóðlegar hótelkeðjur,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hann segir samninginn til vitnis um að verkefnið sé komið í góðan farveg. „Það er mikilvægt að á þessum góða stað í höfuðborginni verði að öllu leyti vel að verki staðið og höfum við fundið til ábyrgðar hvað það varðar. Því er mjög ánægjulegt að þessum áfanga sé náð.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sem leiðir fjármögnun hótelbyggingarinnar, skoða líkan af hótelinu og næsta umhverfi.Fréttablaðið/ValliÍtrustu kröfur um útlit hafðar í huga við hönnun Lögmenn Bárugötu ásamt KPMG á Íslandi eru ráðgjafar Carpenter & Co í verkefninu. Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður segir að Carpenter & Co. hafi lagt mikla vinnu í verkefnið og að góður áfangi sé að samningar hafi náðst um kaupin og aðkomu Marriott. Verkfræðistofan Mannvit og teiknistofan T.ARK hafa gegnt mikilvægu hlutverki við þróun og skipulag og halda áfram vinnu við hönnun og framhald verkefnisins. Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri Mannvits, fagnar samningnum og segir stofnuna hlakka til áframhaldandi vinnu. Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri T.ARK, er sama sinnis. Hann segir að ítrustu kröfur um útlit og notkunarmöguleika hótelsins verði hafðar í huga við hönnunina. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company mun verða leiðandi í byggingu 250 herbergja, fimm stjörnu Marriott Edition hótels við Hörpu. Skrifað var undir samning þess efnis í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í dag. Í fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðs hótels kemur fram að reiknað sé með að framkvæmdir hefjist snemma á næsta ári. Áður var reiknað með að framkvæmdir myndu hefjast í haust. Er fullyrt að hótel á staðnum muni bjóða upp á einstaka upplifun og um leið efla svæðið í kring. Ýmsir aðilar koma að samningaferlinu. Arion banki hefur komið að þáttum er snúa að lánsfjármögnun og átt frumkvæði að aðkomu fjárfesta sem leiða munu verkefnið. Þeir eru Eggert Dagbjartsson og Cartpenter&Co.Um er að ræða lúxus útgáfu af Marriott hótelunum.Mikla reynslu af alþjóðlegum hótelkeðjum „Við höfum lagt ríka áherslu á að fá að þessu verkefni hæfa og reynda aðila og fundum þá í Carpenter & Company og Eggert Dagbjartsson sem koma að borðinu með mikla reynslu af hótelverkefnum í Norður-Ameríku í samstarfi við alþjóðlegar hótelkeðjur,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hann segir samninginn til vitnis um að verkefnið sé komið í góðan farveg. „Það er mikilvægt að á þessum góða stað í höfuðborginni verði að öllu leyti vel að verki staðið og höfum við fundið til ábyrgðar hvað það varðar. Því er mjög ánægjulegt að þessum áfanga sé náð.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sem leiðir fjármögnun hótelbyggingarinnar, skoða líkan af hótelinu og næsta umhverfi.Fréttablaðið/ValliÍtrustu kröfur um útlit hafðar í huga við hönnun Lögmenn Bárugötu ásamt KPMG á Íslandi eru ráðgjafar Carpenter & Co í verkefninu. Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður segir að Carpenter & Co. hafi lagt mikla vinnu í verkefnið og að góður áfangi sé að samningar hafi náðst um kaupin og aðkomu Marriott. Verkfræðistofan Mannvit og teiknistofan T.ARK hafa gegnt mikilvægu hlutverki við þróun og skipulag og halda áfram vinnu við hönnun og framhald verkefnisins. Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri Mannvits, fagnar samningnum og segir stofnuna hlakka til áframhaldandi vinnu. Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri T.ARK, er sama sinnis. Hann segir að ítrustu kröfur um útlit og notkunarmöguleika hótelsins verði hafðar í huga við hönnunina.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira