Erlent

Fimm slösuðust þegar loftbelgur lenti á rafmagnslínum

Stefán Óli Jónsson skrifar
Belgurinn lenti á línunum.
Belgurinn lenti á línunum.
Lofbelgur lenti á rafmagnslínum í Clinton í Bandaríkjunum á laugardag með þeim afleiðingum að fimm farþegar belgsins slösuðust.

Atvikið átti sér stað yfir íbúðabyggð og talin er mikil mildi að ekki hafi farið verr en raun bar vitni. Til að mynda lentu leifar loftbelgjarins á grasfleti og einungis 80 hús við Greenley- og Brook-stræti urðu tímabundið rafmagnslaus.

Myndbönd af árekstrinum hafa farið víða á netinu enda sýna þau glögglega hvernig belgurinn lækkar flugið áður en hann rekst á rafmagnslínurnar og framkallar stærðarinnar blossa.

Flugmálayfirvöld vestanhafs hafa hafið rannsókn á málinu.

Myndbönd af árekstrinum má sjá hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×