LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 23:39

Óvissir farţegar WOW kvarta undan skorti á upplýsingaflćđi

FRÉTTIR

Fimm grunađir um ađild ađ árásinni í Istanbúl

 
Erlent
23:11 13. JANÚAR 2016
Mennirnir fimm eru taldir vitorđsmenn árásarmannsins.
Mennirnir fimm eru taldir vitorđsmenn árásarmannsins. VÍSIR/AFP

Fimm hafa verið handteknir í tengslum við árásina í Istanbúl í Tyrklandi á mánudag þar sem tíu biðu bana. Árásarmaðurinn var flóttamaður frá Sýrlandi sem talinn er hafa verið liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, að því er segir á vef Guardian.

Mennirnir fimm eru grunaðir um aðild að árásinni og jafnframt taldir tengjast Íslamska ríkinu. Á sjötta tug hafa verið handteknir, grunaðir um tengsl við samtökin, undanfarna daga og húsleit hefur verið gerð á um þrjátíu stöðum í suðurhluta landsins.

Tyrknesk yfirvöld greindu frá því í gærkvöldi að árásarmaðurinn hafi komið til landsins sem flóttamaður. Hann hafi þó ekki verið undir sérstöku eftirliti, líkt og margir aðrir flóttamenn.  Alls féllu tíu í árásinni, allt þýskir ferðamenn, og fimmtán særðust.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en undanfarna mánuði hafa nokkrar mannskæðar sprengjuárásir verið gerðar í Tyrklandi. Yfir hundrað manns féllu þegar tvær sjálfsvígsárásir voru gerðar í höfuðborginni Ankara í október, og yfir þrjátíu manns í árás sem gerð var í bænum Suruc í júlí síðastliðnum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Fimm grunađir um ađild ađ árásinni í Istanbúl
Fara efst