MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 19:00

Áhersla lögđ á leynd yfir baksamningum

FRÉTTIR

Fimm grunađir um ađild ađ árásinni í Istanbúl

 
Erlent
23:11 13. JANÚAR 2016
Mennirnir fimm eru taldir vitorđsmenn árásarmannsins.
Mennirnir fimm eru taldir vitorđsmenn árásarmannsins. VÍSIR/AFP

Fimm hafa verið handteknir í tengslum við árásina í Istanbúl í Tyrklandi á mánudag þar sem tíu biðu bana. Árásarmaðurinn var flóttamaður frá Sýrlandi sem talinn er hafa verið liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, að því er segir á vef Guardian.

Mennirnir fimm eru grunaðir um aðild að árásinni og jafnframt taldir tengjast Íslamska ríkinu. Á sjötta tug hafa verið handteknir, grunaðir um tengsl við samtökin, undanfarna daga og húsleit hefur verið gerð á um þrjátíu stöðum í suðurhluta landsins.

Tyrknesk yfirvöld greindu frá því í gærkvöldi að árásarmaðurinn hafi komið til landsins sem flóttamaður. Hann hafi þó ekki verið undir sérstöku eftirliti, líkt og margir aðrir flóttamenn.  Alls féllu tíu í árásinni, allt þýskir ferðamenn, og fimmtán særðust.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en undanfarna mánuði hafa nokkrar mannskæðar sprengjuárásir verið gerðar í Tyrklandi. Yfir hundrað manns féllu þegar tvær sjálfsvígsárásir voru gerðar í höfuðborginni Ankara í október, og yfir þrjátíu manns í árás sem gerð var í bænum Suruc í júlí síðastliðnum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Fimm grunađir um ađild ađ árásinni í Istanbúl
Fara efst