Erlent

Filippseyjar vilja fylgjast með flugumferð yfir Suður-Kínahafi

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfirvöld í Kína birtu þessa mynd af flugvélunum á nýju flugbrautinni.
Yfirvöld í Kína birtu þessa mynd af flugvélunum á nýju flugbrautinni. Vísir/AFP
Yfirvöld í Filippseyjum ætla að koma upp eftirlitskerfi sem fylgist með öllu borgaralegu flugi yfir Suður-Kínahafi. Kínverjar lentu nýlega farþegaflugvélum á flugvelli sem byggður var á þessu svæði sem mörg ríki deila um. Um 200 flugvélar fara um svæðið á degi hverjum.

Óttast er að Kínverjar muni lýsa yfir að svæðið sé í raun þeirra lofthelgi. Kínverjar hafa byggt fjölmargar byggingar á skerjum og eyjum í hafinu. Þar á meðal er gríðarlega stór flugvöllur.

Flugvél frá flugmálastjórn Filippseyja, sem var á leið til Pagasa eyju barst skilaboð þar sem þeir voru varaðir við því að lenda á „kínversku svæði“. Í samtali við AFP fréttaveituna segir Rodante Joya, yfirmaður flugmála, að svo virðist sem að skilaboðin hafi verið af upptöku og vöru þau hundsuð.

Til stendur að setja upp eftirlitskerfið á Pagasa eyju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×