ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 22:31

Messi-lausir Argentínumenn töpuđu í ţunna loftinu í Bólivíu

SPORT

Filippseyjar vilja fylgjast međ flugumferđ yfir Suđur-Kínahafi

 
Erlent
21:52 18. JANÚAR 2016
Yfirvöld í Kína birtu ţessa mynd af flugvélunum á nýju flugbrautinni.
Yfirvöld í Kína birtu ţessa mynd af flugvélunum á nýju flugbrautinni. VÍSIR/AFP

Yfirvöld í Filippseyjum ætla að koma upp eftirlitskerfi sem fylgist með öllu borgaralegu flugi yfir Suður-Kínahafi. Kínverjar lentu nýlega farþegaflugvélum á flugvelli sem byggður var á þessu svæði sem mörg ríki deila um. Um 200 flugvélar fara um svæðið á degi hverjum.

Óttast er að Kínverjar muni lýsa yfir að svæðið sé í raun þeirra lofthelgi. Kínverjar hafa byggt fjölmargar byggingar á skerjum og eyjum í hafinu. Þar á meðal er gríðarlega stór flugvöllur.

Flugvél frá flugmálastjórn Filippseyja, sem var á leið til Pagasa eyju barst skilaboð þar sem þeir voru varaðir við því að lenda á „kínversku svæði“. Í samtali við AFP fréttaveituna segir Rodante Joya, yfirmaður flugmála, að svo virðist sem að skilaboðin hafi verið af upptöku og vöru þau hundsuð.

Til stendur að setja upp eftirlitskerfið á Pagasa eyju.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Filippseyjar vilja fylgjast međ flugumferđ yfir Suđur-Kínahafi
Fara efst