Fílasteikur og ljónakjöt í 91 árs afmæli Mugabe Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2015 12:50 Robert Mugabe hefur stjórnað Simbabve síðustu 35 ár. Vísir/AFP Dýraverndunarsinnar og erlendir stjórnmálamenn hafa brugðist ókvæða við fréttum sem hafa borist af undirbúningi 91 árs afmælisveislu Robert Mugabe Simbabveforseta. Veislan fer fram við Viktoríufossa á laugardaginn.Í frétt Mirror segir að tveir fílar, vísundar, ljón og ólíkar tegundir af antilópum séu á meðal þeirra villtu dýra sem til stendur að slátra en áætlaður kostnaður við hátíðarhöldin eru milli 600 og 850 milljónir króna. Búist er við að um 20 þúsund gestir verði viðstaddir afmælið. Johnny Rodrigues, formaður stofnunar sem heldur utan um verndarsvæði landsins, segist misboðið vegna fréttanna. „Við segjumst vera með bestu náttúruverndarstefnu heims, en forsetinn sýnir ekki gott fordæmi. Hvernig getur hann talað gegn veiðiþjófnaði þegar hann heimilar þetta?“ Verkafólk víðs vegar um landið hefur neyðst til að leggja undirbúningi veislunnar lið. Þannig hafa um 1.500 krónur verið teknar af launum allra kennara landsins. Mugabe hefur stjórnað landinu síðastliðin 35 ár og er efnahagur landsins í molum. Verðbólga er mikil og fátækt sömuleiðis og þarf því ekki að koma á óvart að veisluhöldin hafi vakið reiði. Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, segist í grein ekki botna í því að nokkur skuli vilja sækja veislu forsetans. Segir hann með öllu óréttlætanlegt að halda veislu sem þessa á meðan flestir landsmenn þéni ekki nema um 50 krónur á dag. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Dýraverndunarsinnar og erlendir stjórnmálamenn hafa brugðist ókvæða við fréttum sem hafa borist af undirbúningi 91 árs afmælisveislu Robert Mugabe Simbabveforseta. Veislan fer fram við Viktoríufossa á laugardaginn.Í frétt Mirror segir að tveir fílar, vísundar, ljón og ólíkar tegundir af antilópum séu á meðal þeirra villtu dýra sem til stendur að slátra en áætlaður kostnaður við hátíðarhöldin eru milli 600 og 850 milljónir króna. Búist er við að um 20 þúsund gestir verði viðstaddir afmælið. Johnny Rodrigues, formaður stofnunar sem heldur utan um verndarsvæði landsins, segist misboðið vegna fréttanna. „Við segjumst vera með bestu náttúruverndarstefnu heims, en forsetinn sýnir ekki gott fordæmi. Hvernig getur hann talað gegn veiðiþjófnaði þegar hann heimilar þetta?“ Verkafólk víðs vegar um landið hefur neyðst til að leggja undirbúningi veislunnar lið. Þannig hafa um 1.500 krónur verið teknar af launum allra kennara landsins. Mugabe hefur stjórnað landinu síðastliðin 35 ár og er efnahagur landsins í molum. Verðbólga er mikil og fátækt sömuleiðis og þarf því ekki að koma á óvart að veisluhöldin hafi vakið reiði. Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, segist í grein ekki botna í því að nokkur skuli vilja sækja veislu forsetans. Segir hann með öllu óréttlætanlegt að halda veislu sem þessa á meðan flestir landsmenn þéni ekki nema um 50 krónur á dag.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila