Handbolti

FH vann Íslandsmeistarana - Hafnarfjarðaliðin unnu bæði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson skoraði 7 mörk fyrir FH í kvöld.
Ásbjörn Friðriksson skoraði 7 mörk fyrir FH í kvöld. Vísir/Valli
Hafnarfjarðarmótið í handbolta hófst í kvöld með tveimur leikjum en þetta árlega æfingamót fer að venju fram í Strandgötu í Hafnarfirði.

Hafnarfjarðarliðin unnu bæði leiki sína í kvöld. FH vann 26-21 sigur á Íslandsmeisturum ÍBV en Haukar unnu 25-22 sigur á Akureyri.

FH var sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11, og sigur liðsins því nokkuð öruggir.

Ásbjörn Friðriksson skoraði 7 mörk fyrir FH í leiknum og Ísak Rafnsson var með 6 mörk. Magnús Óli Magnússon skoraði 5 mörk og Ragnar Jóhannsson var með 4 mörk.

Theodór Sigurbjörnsson skoraði mest fyrir ÍBV eða 7 mörk en Einar Sverrisson skoraði 4 mörk.

Haukar voru einu marki undir í hálfleik á móti Akureyrim, 12-13, en unnu seinni hálfleikinn 13-9 og þar með leikinn með þremur mörkum.

Árni Steinn Steinþórsson skoraði 9 mörk fyrir Hauka í kvöld og Einar Pétur Pétursson var með 5 mörk. Adam Haukur Baumruk, Brynjólfur Snær Brynjólfsson  og Egill Eiríksson skoruðu öll þrjú mörk.

Kristján Orri Jóhannsson var markahæstur hjá Akureyri með 8 mörk en Brynjar Hólm Grétarsson skoraði næstmest eða 6 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×