Innlent

Ferðamenn komnir í leitirnar

Mynd/Egill Aðalsteinsson
Ferðalangarnir fjórir sem björgunarsveitarmenn hófu að leita að í dag eru komnir í leitirnar. Ferðamennirnir fóru frá Höfn í Hornarfirði á tveimur bílum í morgun og var ekki vitað um ferðir þeirra. Komið hefur í ljós að þeir óku austur á firði þar sem þeir dvelja nú á Egilsstöðum.

Fyrr í dag hófu björgunarsveitarmenn eftirgrennslan eftir öðrum hópi ferðmanna en þar voru einnig á ferðinni fjórir einstaklingar. Talið var að þeir væru týndir á gossvæðinu en síðar kom í ljós að þeir voru í góðu yfirlæti á Gullfossi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×