Ferðalöngum sem nýta Flugstöðina sem svefnstað fjölgar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. ágúst 2015 10:36 Færst hefur í aukana að farþegar sofi í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Myndin er úr safni. Vísir/Pjetur Í sumar hafa fleiri ferðamenn tekið upp á því að sofa í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir flug en slíkt er óheimilt. Einnig hafa nokkrir tekið upp á því að leggja sig við komu til landsins áður en ferðalag um landið er hafið. Þetta staðfestir Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, í skriflegu svari til Vísis. „Það hefur alltaf borið eitthvað á því að fólk hafi gist í flugstöðinni, en samkvæmt húsreglum Flugstöðvarinnar er bannað að gista. Ástæðan er sú að margir hafa hreiðrað um sig þannig að farangur, svefnpokar og jafnvel tjöld og slíkt er fyrir öðrum farþegum, enda er ekki mikið pláss í innritunarsalnum í flugstöðinni,“ segir Gunnar. Hann segir vandamálið hafa aukist í samræmi við fjölgun ferðamanna og að það sé mest áberandi á sumrin.Komið hefur verið fyrir sérstökum hvíldarbekkjum fyrir farþega sem hafa þegar innritað sig í flug. Engar reglur meina farþegum að leggja sig þegar inn í flugstöðina er komið.Vísir/Aðsend„Einhverjir virðast vilja spara sér síðustu nóttina á hóteli og mæta því kvöldinu áður en þeir eiga að mæta snemma í morgunflug og ætla að sofa í flugstöðinni. Einnig virðist vera töluverð aukning í takt við aukningu á miðnæturflugi þar sem sumir ætla sér að leggja sig í flugstöðinni er þeir koma til Íslands áður en þeir byrja ferðalagið, til dæmis gangandi eða hjólandi.“ Öryggisverðir í flugstöðinni hafa beðið þá einstaklinga sem hafa lagst til hvílu í innritunarsal með sínar pjönkur og pakka að taka dótið sitt saman og færa sig. Gunnar segir flesta sýna reglum flugstöðvarinnar skilning „en í einhverjum tilfellum hefur þurft að margbiðja sömu farþegana um þetta sem hafa ekki sýnt þessu eins mikinn skilning.“ Hann tekur fram að starfsmenn Isavia leggi sig fram um að fara með málin af kurteisi. „En ég veit ekki til þess að við höfum lent í miklum vandræðum með þetta.“ Þrátt fyrir að bannað sé að sofa í innritunarsalnum í Keflavík þá hafa farþegar fullt leyfi til þess að leggja sig á meðan beðið er eftir flugi. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Farþegar sem eiga bókað flug eru áfram hvattir til að mæta tímanlega. 10. júlí 2015 16:24 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Í sumar hafa fleiri ferðamenn tekið upp á því að sofa í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir flug en slíkt er óheimilt. Einnig hafa nokkrir tekið upp á því að leggja sig við komu til landsins áður en ferðalag um landið er hafið. Þetta staðfestir Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, í skriflegu svari til Vísis. „Það hefur alltaf borið eitthvað á því að fólk hafi gist í flugstöðinni, en samkvæmt húsreglum Flugstöðvarinnar er bannað að gista. Ástæðan er sú að margir hafa hreiðrað um sig þannig að farangur, svefnpokar og jafnvel tjöld og slíkt er fyrir öðrum farþegum, enda er ekki mikið pláss í innritunarsalnum í flugstöðinni,“ segir Gunnar. Hann segir vandamálið hafa aukist í samræmi við fjölgun ferðamanna og að það sé mest áberandi á sumrin.Komið hefur verið fyrir sérstökum hvíldarbekkjum fyrir farþega sem hafa þegar innritað sig í flug. Engar reglur meina farþegum að leggja sig þegar inn í flugstöðina er komið.Vísir/Aðsend„Einhverjir virðast vilja spara sér síðustu nóttina á hóteli og mæta því kvöldinu áður en þeir eiga að mæta snemma í morgunflug og ætla að sofa í flugstöðinni. Einnig virðist vera töluverð aukning í takt við aukningu á miðnæturflugi þar sem sumir ætla sér að leggja sig í flugstöðinni er þeir koma til Íslands áður en þeir byrja ferðalagið, til dæmis gangandi eða hjólandi.“ Öryggisverðir í flugstöðinni hafa beðið þá einstaklinga sem hafa lagst til hvílu í innritunarsal með sínar pjönkur og pakka að taka dótið sitt saman og færa sig. Gunnar segir flesta sýna reglum flugstöðvarinnar skilning „en í einhverjum tilfellum hefur þurft að margbiðja sömu farþegana um þetta sem hafa ekki sýnt þessu eins mikinn skilning.“ Hann tekur fram að starfsmenn Isavia leggi sig fram um að fara með málin af kurteisi. „En ég veit ekki til þess að við höfum lent í miklum vandræðum með þetta.“ Þrátt fyrir að bannað sé að sofa í innritunarsalnum í Keflavík þá hafa farþegar fullt leyfi til þess að leggja sig á meðan beðið er eftir flugi.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Farþegar sem eiga bókað flug eru áfram hvattir til að mæta tímanlega. 10. júlí 2015 16:24 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Farþegar sem eiga bókað flug eru áfram hvattir til að mæta tímanlega. 10. júlí 2015 16:24
Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46