Innlent

Ferðakonur í hrakningum brutust inn í sumarbústað til að leita skjóls

vísir/stefán
Lögreglumenn frá Selfossi komu í nótt þremur bandarískum ferðakonum til hjálpar, eftir að þær höfðu lent í hrakningum í sumarbústaðahverfinu í Miðfellslandi, austan við Þingvallavatn.

Þar höfðu þær tekið á leigu sumarbústað á netinu og voru á leið þangað í gærkvöldi, þegar bíll þeirra festist. Þær héldu áfram fótgangandi í djúpum blotasnjó, rigningu og hvassviðri uns þær gripu til þess ráðs að brjótast inn í næsta bústað til að leita skjóls og kalla eftir hjálp um þrjúleytið í nótt.

Lögreglumenn höfðu þar upp á þeim og hjálpuðu þeim í réttan bústað og þáðu þær ekki frekari aðstoð þótt þær hafi verið orðnar gegn blautar og mjög kaldar. Þær ætla að bæta fyrir tjónið af innbrotinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×