Innlent

Fer í leikfimi tvisvar í viku

Guðríður Guðbrandsdóttir er 105 ára í dag.Fréttablaðið/GVA
Guðríður Guðbrandsdóttir er 105 ára í dag.Fréttablaðið/GVA
Guðríður Guðbrandsdóttir, íbúi í Furugerði 1, er 105 ára í dag. Hún fæddist á Spágilsstöðum í Dalasýslu 23.05.1906, sú sjötta í röðinni af ellefu systkinum. Lengst af vann hún fyrir sér sem vinnukona, við hreingerningar og þvotta, auk þess að selja eigið prjónles.

Hún er vel ern, þótt sjónin sé farin að daprast, stundar leikfimi tvisvar í viku og tekur þátt í félagsstarfi eldri borgara.

Spurð hvað hafi breyst mest á þessum 105 árum segir Guðríður: „Ég held það muni nú mest um rafmagnið. Það létti lífið ansi mikið hjá fólki eins og mér sem vann við hreingerningar og þvotta.“

- fsb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×