Innlent

Félög Trump og Clinton deila heimilisfangi með 285.000 öðrum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá framboðsfundi Donald Trump.
Frá framboðsfundi Donald Trump. vísri/getty
Félög í eigu forsetakandídatanna Hillary Clinton og Donald Trump deila heimilisfangi með um 285.000 öðrum fyrirtækjum og félögum. Um málið er fjallað á vef The Guardian.

Félögin eru skráð til húsa í 1209 North Orange Street í bænum Wilmington í Delaware. Húsið sjálft er lítið tveggja hæða skrifstofuhúsnæði en grunur leikur á að það sé notað til að komast hjá því að greiða skatta.

Líkt og áður segir eru um 285.000 félög skráð þar til húsa. Til samanburðar má nefna að í Ugland-húsinu svokallaða á Cayman-eyjum, sem Barack Obama sagði að væri „annað hvort stærsta bygging í heimi eða stærsta skattasvindl heimsins“, eru um 18.000 félög skráð.

Meðal fyrirtækja sem skráð eru í byggingunni má nefna Apple, American Airlines, Coca Cola og Walmart. Það að skrá félög í ríkinu þýðir að hægt er að færa hagnað, sem verður til annars staðar, og komast hjá því að greiða af honum skatta. Talið er að löggjöf Delaware þýði að fyrirtæki hafi komist hjá því að greiða um níu milljarða dollara.

Bæði Hillary Clinton og Donald Trump hafa heitið því að skera upp herör gegn fólki og félögum sem skjóta fjármunum til aflandseyja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×