Innlent

Félög Jóns Ásgeirs og Björgólfsfeðga styrktu Samfylkinguna um tugi milljóna

Félög tengd Jóni Ásgeir Jóhannessyni og feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni styrktu Samfylkinguna um ríflega fjörtíu milljónir króna á árinu 2006.

Samfylkingin birti í dag upplýsingar um fjáröflun einstakra aðildarfélaga flokksins, svo og kjördæmis- og sveitastjórnarráða á árinu 2006. Flokkurinn hafði áður birt upplýsingar um styrki til flokksins á landsvísu þetta sama ár. Aðeins eru gefnar upplýsingar um þá sem styrktu flokkinn um meira en fimm hundruð þúsund krónur.

Alls námu styrkir frá lögaðilum til flokksins um 37 milljónum króna hjá aðildarfélögum og kjördæmis- og sveitastjórnarráðum. Styrkir til flokksins á landsvísu árið 2006 námu hins vegar þrjátíu og sex milljónum króna sem þýðir að flokkurinn þáði alls rúmar 73 milljónir króna frá 25 aðilum í styrki það árið.

Kaupþing styrkti flokkinn mest eða um 10 milljónir króna en FL-Group og Landsbankinn komu þar á eftir með átta milljón króna styrki. Yfir helmingur framlaganna, eða fjörtíu og ein milljón, kom frá félögum tengdum feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Félög tengd Björgólfsfeðgum styrktu Samfylkinguna um sextán milljónir árið 2006 en félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni styrktu flokkinn um tuttugu og fimm milljónir.




Tengdar fréttir

Samfylkingin þáði 73 milljónir í styrki frá 25 aðilum árið 2006

Samfylkingin hefur aflað upplýsinga um fjáröflun einstakra aðildarfélaga hennar, kjördæmis- og sveitastjórnarráða árið 2006. Í tilkynningu frá flokknum segir að þessar fjáraflanir hafi að mestu farið fram í aðdraganda sveitastjórnarkosninga og komu til viðbótar fjáröflun Samfylkingarinnar á landsvísu á árinu 2006.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×