Innlent

Fellaskóli á botninum

Fellaskóli kemur verst út á landsvísu þegar meðaleinkunnir nemanda á samræmdum prófum eru skoðaðar. Hlutfall barna af erlendum uppruna er óvenju hátt við skólann og fer upp í sjötíu prósent í einstaka árgöngum.

Meðaleinkunn nemenda í fjórða bekk, bæði í íslensku og stærðfræði, er sú lægsta á landinu. Nemendur í sjöunda bekk fá næst lægstu meðaleinkunnina íslensku, en þeir eru í meðallagi í stærðfræði.

Meðaleinkunnir nemenda í tíunda bekk eru þær lægstu á landinu í stærðfræði, en næst lægstar bæði í íslensku og ensku.

Hægt er að horfa á fréttina í viðhengi hér fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×