Félag múslima mun eitt fá moskulóðina 13. desember 2010 05:30 Páll Hjaltason Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur er ósammála því mati mannréttindastjóra borgarinnar að úthluta beri báðum félögum ókeypis lóð undir mosku fái annað félagið slíka lóð. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að Félag múslima muni fá lóð undir mosku frá borginni en ekki Menningarsetur múslima sem einnig sækir um lóð. „Í skipulagsvinnunni er ég að vinna eftir því að samþykkt var fyrir tíu árum að lóð yrði afgreidd til Félags múslima undir mosku ásamt þremur öðrum trúfélögum. Mér finnst það bara ekki í lagi að Reykjavíkurborg svíki loforð í tíu ár,“ segir Páll Hjaltason. „Mig langar líka að benda á að kristin trúfélög fá ekki lóðir, nema þjóðkirkjan sem við höfum lögbundnar skyldur við. Enda er ekki eins og borgin sé full af kirkjulóðum sem við þurfum að koma út.“ Páll segir það hins vegar vera sína skoðun sem formaður skipulagsráðs að „fallegasta leiðin“ í málinu væri sú að menn ynnu saman og að moskan yrði byggð í sem mestum friði og að sem flestir múslimar notuðu hana. Varðandi umsókn Menningarseturs múslima segir Páll að til þess að hún fái „virkni“ þurfi hún að fara fyrir borgarráð. Hann muni ekki finna lóð fyrir söfnuðinn á skipulagslegum forsendum. Karim Askari Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, segir aðalatriðið að útveguð verði lóð undir mosku fyrir alla múslima á Íslandi. „Félag múslima og Menningarsetrið fylgja sömu trú og þess vegna er í lagi að það verði aðeins ein lóð,“ segir Karim, sem kveðst vilja að mynduð verði nefnd með fulltrúum allra múslima til að annast um moskuna. Karim segir að þó að það hafi verið Félag múslima sem sótti upphaflega um lóðina hafi það einnig verið gert í nafni fólks sem síðan hafi gengið til liðs við Menningarsetrið. Munurinn á félögunum sé fyrst og fremst sá að Menningarsetrið sé lýðræðislegt en í Félagi múslima sitji ævikjörið öldungaráð. Þess vegna sætti menn sig illa við að Félag múslima sitji eitt að lóðinni. „Við þurfum ekki lóð í nafni Félags múslima eða Menningarseturins heldur í nafni allra múslima,“ segir Karim, sem kveður málið verða rætt nánar á ársfundi Menningarsetursins í lok ársins. Anna Kristinsdóttir Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, að jafnvel þótt lóðir borgarinnar væru takmörkuð gæði væri ekki hægt að ganga framhjá öðru félaginu fengi hitt lóð úthlutað. Formaður skipulagsráðs er ósammála þessu. „Það er ekkert sjálfgefið að úthluta svona lóðum,“ segir Páll Hjaltason. gar@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að Félag múslima muni fá lóð undir mosku frá borginni en ekki Menningarsetur múslima sem einnig sækir um lóð. „Í skipulagsvinnunni er ég að vinna eftir því að samþykkt var fyrir tíu árum að lóð yrði afgreidd til Félags múslima undir mosku ásamt þremur öðrum trúfélögum. Mér finnst það bara ekki í lagi að Reykjavíkurborg svíki loforð í tíu ár,“ segir Páll Hjaltason. „Mig langar líka að benda á að kristin trúfélög fá ekki lóðir, nema þjóðkirkjan sem við höfum lögbundnar skyldur við. Enda er ekki eins og borgin sé full af kirkjulóðum sem við þurfum að koma út.“ Páll segir það hins vegar vera sína skoðun sem formaður skipulagsráðs að „fallegasta leiðin“ í málinu væri sú að menn ynnu saman og að moskan yrði byggð í sem mestum friði og að sem flestir múslimar notuðu hana. Varðandi umsókn Menningarseturs múslima segir Páll að til þess að hún fái „virkni“ þurfi hún að fara fyrir borgarráð. Hann muni ekki finna lóð fyrir söfnuðinn á skipulagslegum forsendum. Karim Askari Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, segir aðalatriðið að útveguð verði lóð undir mosku fyrir alla múslima á Íslandi. „Félag múslima og Menningarsetrið fylgja sömu trú og þess vegna er í lagi að það verði aðeins ein lóð,“ segir Karim, sem kveðst vilja að mynduð verði nefnd með fulltrúum allra múslima til að annast um moskuna. Karim segir að þó að það hafi verið Félag múslima sem sótti upphaflega um lóðina hafi það einnig verið gert í nafni fólks sem síðan hafi gengið til liðs við Menningarsetrið. Munurinn á félögunum sé fyrst og fremst sá að Menningarsetrið sé lýðræðislegt en í Félagi múslima sitji ævikjörið öldungaráð. Þess vegna sætti menn sig illa við að Félag múslima sitji eitt að lóðinni. „Við þurfum ekki lóð í nafni Félags múslima eða Menningarseturins heldur í nafni allra múslima,“ segir Karim, sem kveður málið verða rætt nánar á ársfundi Menningarsetursins í lok ársins. Anna Kristinsdóttir Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, að jafnvel þótt lóðir borgarinnar væru takmörkuð gæði væri ekki hægt að ganga framhjá öðru félaginu fengi hitt lóð úthlutað. Formaður skipulagsráðs er ósammála þessu. „Það er ekkert sjálfgefið að úthluta svona lóðum,“ segir Páll Hjaltason. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent