Félag múslima mun eitt fá moskulóðina 13. desember 2010 05:30 Páll Hjaltason Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur er ósammála því mati mannréttindastjóra borgarinnar að úthluta beri báðum félögum ókeypis lóð undir mosku fái annað félagið slíka lóð. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að Félag múslima muni fá lóð undir mosku frá borginni en ekki Menningarsetur múslima sem einnig sækir um lóð. „Í skipulagsvinnunni er ég að vinna eftir því að samþykkt var fyrir tíu árum að lóð yrði afgreidd til Félags múslima undir mosku ásamt þremur öðrum trúfélögum. Mér finnst það bara ekki í lagi að Reykjavíkurborg svíki loforð í tíu ár,“ segir Páll Hjaltason. „Mig langar líka að benda á að kristin trúfélög fá ekki lóðir, nema þjóðkirkjan sem við höfum lögbundnar skyldur við. Enda er ekki eins og borgin sé full af kirkjulóðum sem við þurfum að koma út.“ Páll segir það hins vegar vera sína skoðun sem formaður skipulagsráðs að „fallegasta leiðin“ í málinu væri sú að menn ynnu saman og að moskan yrði byggð í sem mestum friði og að sem flestir múslimar notuðu hana. Varðandi umsókn Menningarseturs múslima segir Páll að til þess að hún fái „virkni“ þurfi hún að fara fyrir borgarráð. Hann muni ekki finna lóð fyrir söfnuðinn á skipulagslegum forsendum. Karim Askari Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, segir aðalatriðið að útveguð verði lóð undir mosku fyrir alla múslima á Íslandi. „Félag múslima og Menningarsetrið fylgja sömu trú og þess vegna er í lagi að það verði aðeins ein lóð,“ segir Karim, sem kveðst vilja að mynduð verði nefnd með fulltrúum allra múslima til að annast um moskuna. Karim segir að þó að það hafi verið Félag múslima sem sótti upphaflega um lóðina hafi það einnig verið gert í nafni fólks sem síðan hafi gengið til liðs við Menningarsetrið. Munurinn á félögunum sé fyrst og fremst sá að Menningarsetrið sé lýðræðislegt en í Félagi múslima sitji ævikjörið öldungaráð. Þess vegna sætti menn sig illa við að Félag múslima sitji eitt að lóðinni. „Við þurfum ekki lóð í nafni Félags múslima eða Menningarseturins heldur í nafni allra múslima,“ segir Karim, sem kveður málið verða rætt nánar á ársfundi Menningarsetursins í lok ársins. Anna Kristinsdóttir Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, að jafnvel þótt lóðir borgarinnar væru takmörkuð gæði væri ekki hægt að ganga framhjá öðru félaginu fengi hitt lóð úthlutað. Formaður skipulagsráðs er ósammála þessu. „Það er ekkert sjálfgefið að úthluta svona lóðum,“ segir Páll Hjaltason. gar@frettabladid.is Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að Félag múslima muni fá lóð undir mosku frá borginni en ekki Menningarsetur múslima sem einnig sækir um lóð. „Í skipulagsvinnunni er ég að vinna eftir því að samþykkt var fyrir tíu árum að lóð yrði afgreidd til Félags múslima undir mosku ásamt þremur öðrum trúfélögum. Mér finnst það bara ekki í lagi að Reykjavíkurborg svíki loforð í tíu ár,“ segir Páll Hjaltason. „Mig langar líka að benda á að kristin trúfélög fá ekki lóðir, nema þjóðkirkjan sem við höfum lögbundnar skyldur við. Enda er ekki eins og borgin sé full af kirkjulóðum sem við þurfum að koma út.“ Páll segir það hins vegar vera sína skoðun sem formaður skipulagsráðs að „fallegasta leiðin“ í málinu væri sú að menn ynnu saman og að moskan yrði byggð í sem mestum friði og að sem flestir múslimar notuðu hana. Varðandi umsókn Menningarseturs múslima segir Páll að til þess að hún fái „virkni“ þurfi hún að fara fyrir borgarráð. Hann muni ekki finna lóð fyrir söfnuðinn á skipulagslegum forsendum. Karim Askari Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, segir aðalatriðið að útveguð verði lóð undir mosku fyrir alla múslima á Íslandi. „Félag múslima og Menningarsetrið fylgja sömu trú og þess vegna er í lagi að það verði aðeins ein lóð,“ segir Karim, sem kveðst vilja að mynduð verði nefnd með fulltrúum allra múslima til að annast um moskuna. Karim segir að þó að það hafi verið Félag múslima sem sótti upphaflega um lóðina hafi það einnig verið gert í nafni fólks sem síðan hafi gengið til liðs við Menningarsetrið. Munurinn á félögunum sé fyrst og fremst sá að Menningarsetrið sé lýðræðislegt en í Félagi múslima sitji ævikjörið öldungaráð. Þess vegna sætti menn sig illa við að Félag múslima sitji eitt að lóðinni. „Við þurfum ekki lóð í nafni Félags múslima eða Menningarseturins heldur í nafni allra múslima,“ segir Karim, sem kveður málið verða rætt nánar á ársfundi Menningarsetursins í lok ársins. Anna Kristinsdóttir Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, að jafnvel þótt lóðir borgarinnar væru takmörkuð gæði væri ekki hægt að ganga framhjá öðru félaginu fengi hitt lóð úthlutað. Formaður skipulagsráðs er ósammála þessu. „Það er ekkert sjálfgefið að úthluta svona lóðum,“ segir Páll Hjaltason. gar@frettabladid.is
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira