Félag múslima mun eitt fá moskulóðina 13. desember 2010 05:30 Páll Hjaltason Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur er ósammála því mati mannréttindastjóra borgarinnar að úthluta beri báðum félögum ókeypis lóð undir mosku fái annað félagið slíka lóð. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að Félag múslima muni fá lóð undir mosku frá borginni en ekki Menningarsetur múslima sem einnig sækir um lóð. „Í skipulagsvinnunni er ég að vinna eftir því að samþykkt var fyrir tíu árum að lóð yrði afgreidd til Félags múslima undir mosku ásamt þremur öðrum trúfélögum. Mér finnst það bara ekki í lagi að Reykjavíkurborg svíki loforð í tíu ár,“ segir Páll Hjaltason. „Mig langar líka að benda á að kristin trúfélög fá ekki lóðir, nema þjóðkirkjan sem við höfum lögbundnar skyldur við. Enda er ekki eins og borgin sé full af kirkjulóðum sem við þurfum að koma út.“ Páll segir það hins vegar vera sína skoðun sem formaður skipulagsráðs að „fallegasta leiðin“ í málinu væri sú að menn ynnu saman og að moskan yrði byggð í sem mestum friði og að sem flestir múslimar notuðu hana. Varðandi umsókn Menningarseturs múslima segir Páll að til þess að hún fái „virkni“ þurfi hún að fara fyrir borgarráð. Hann muni ekki finna lóð fyrir söfnuðinn á skipulagslegum forsendum. Karim Askari Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, segir aðalatriðið að útveguð verði lóð undir mosku fyrir alla múslima á Íslandi. „Félag múslima og Menningarsetrið fylgja sömu trú og þess vegna er í lagi að það verði aðeins ein lóð,“ segir Karim, sem kveðst vilja að mynduð verði nefnd með fulltrúum allra múslima til að annast um moskuna. Karim segir að þó að það hafi verið Félag múslima sem sótti upphaflega um lóðina hafi það einnig verið gert í nafni fólks sem síðan hafi gengið til liðs við Menningarsetrið. Munurinn á félögunum sé fyrst og fremst sá að Menningarsetrið sé lýðræðislegt en í Félagi múslima sitji ævikjörið öldungaráð. Þess vegna sætti menn sig illa við að Félag múslima sitji eitt að lóðinni. „Við þurfum ekki lóð í nafni Félags múslima eða Menningarseturins heldur í nafni allra múslima,“ segir Karim, sem kveður málið verða rætt nánar á ársfundi Menningarsetursins í lok ársins. Anna Kristinsdóttir Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, að jafnvel þótt lóðir borgarinnar væru takmörkuð gæði væri ekki hægt að ganga framhjá öðru félaginu fengi hitt lóð úthlutað. Formaður skipulagsráðs er ósammála þessu. „Það er ekkert sjálfgefið að úthluta svona lóðum,“ segir Páll Hjaltason. gar@frettabladid.is Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að Félag múslima muni fá lóð undir mosku frá borginni en ekki Menningarsetur múslima sem einnig sækir um lóð. „Í skipulagsvinnunni er ég að vinna eftir því að samþykkt var fyrir tíu árum að lóð yrði afgreidd til Félags múslima undir mosku ásamt þremur öðrum trúfélögum. Mér finnst það bara ekki í lagi að Reykjavíkurborg svíki loforð í tíu ár,“ segir Páll Hjaltason. „Mig langar líka að benda á að kristin trúfélög fá ekki lóðir, nema þjóðkirkjan sem við höfum lögbundnar skyldur við. Enda er ekki eins og borgin sé full af kirkjulóðum sem við þurfum að koma út.“ Páll segir það hins vegar vera sína skoðun sem formaður skipulagsráðs að „fallegasta leiðin“ í málinu væri sú að menn ynnu saman og að moskan yrði byggð í sem mestum friði og að sem flestir múslimar notuðu hana. Varðandi umsókn Menningarseturs múslima segir Páll að til þess að hún fái „virkni“ þurfi hún að fara fyrir borgarráð. Hann muni ekki finna lóð fyrir söfnuðinn á skipulagslegum forsendum. Karim Askari Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, segir aðalatriðið að útveguð verði lóð undir mosku fyrir alla múslima á Íslandi. „Félag múslima og Menningarsetrið fylgja sömu trú og þess vegna er í lagi að það verði aðeins ein lóð,“ segir Karim, sem kveðst vilja að mynduð verði nefnd með fulltrúum allra múslima til að annast um moskuna. Karim segir að þó að það hafi verið Félag múslima sem sótti upphaflega um lóðina hafi það einnig verið gert í nafni fólks sem síðan hafi gengið til liðs við Menningarsetrið. Munurinn á félögunum sé fyrst og fremst sá að Menningarsetrið sé lýðræðislegt en í Félagi múslima sitji ævikjörið öldungaráð. Þess vegna sætti menn sig illa við að Félag múslima sitji eitt að lóðinni. „Við þurfum ekki lóð í nafni Félags múslima eða Menningarseturins heldur í nafni allra múslima,“ segir Karim, sem kveður málið verða rætt nánar á ársfundi Menningarsetursins í lok ársins. Anna Kristinsdóttir Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, að jafnvel þótt lóðir borgarinnar væru takmörkuð gæði væri ekki hægt að ganga framhjá öðru félaginu fengi hitt lóð úthlutað. Formaður skipulagsráðs er ósammála þessu. „Það er ekkert sjálfgefið að úthluta svona lóðum,“ segir Páll Hjaltason. gar@frettabladid.is
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira