Fékk viðskiptahugmynd við dauðans dyr Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 7. júní 2012 19:48 Ungur maður sem var við dauðans dyr segist vilja veita dauðvona fólki huggun með því að gera þeim kleift að taka upp og senda skilaboð til ástvina. Þannig sé ekkert eftir ósagt ef allt fer á versta veg. Í júlí 2009 þegar Sveinn Kristjánsson, þá 24 ára gamall, var að keyra heim úr vinnunni, fór hann að finna fyrir dofa í vinstri hendi og fæti og í kringum munninn, læknisskoðun leiddi í ljós að hann var með blæðandi heilaæxli. „En þrátt fyrir að það væri góðkynja var það samt staðsett þannig að læknar gátu ekki komist að því og voru hræddir um að gera meira slæmt en gott með aðgerð" segir Sveinn. Æxlið hélt hins vegar áfram að stækka og blæða og var orðið á stærð við golfkúlu þegar konunni hans var hætt að lítast á blikuna. Þá var Sveinn sendur í aðgerð og það var einungis spurning um klukkustundir hvort hann myndi lifa af. „Ég horfði fram á það að ég ætti 14 mánaða strák og nýfædda stelpu að þau myndu í raun ekki muna eftir mér, en mig langaði að taka upp myndbönd til að sýna þeim þegar þau myndu gifta sig, fá bílpróf og þar frameftir götunum." Til allrar hamingju lifði Sveinn aðgerðina af og þurfti ekki á slíkum myndböndum að halda en af þessarri lífreysnlu kviknaði hugmyndin um að búa til kerfi þar sem fólk getur tekið upp skilaboð milliliðalaust og þeim síðan komið til skila ef allt fer á versta veg. Þau hjónin hafa nú unnið að hugmyndinni síðan í nóvember og munu prófanir á vefsíðunni fara fram í sumar. „Og það að geta gert svona og geta tekið upp allt sem þú vilt segja, það veitir svo mikla huggun og „comfort" fyrir aðilann að vita af að það er ekkert eftir ósagt," segir hann. „Ég vil að hver sem standi í þeim sporum sem ég stóð í og horfi fram á óvissu geti notað þetta verkefni, fundið smá huggun í því að vita af þessu því þetta gerir mjög margt fyrir manneskju sem stendur í erfiðleikum." Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Ungur maður sem var við dauðans dyr segist vilja veita dauðvona fólki huggun með því að gera þeim kleift að taka upp og senda skilaboð til ástvina. Þannig sé ekkert eftir ósagt ef allt fer á versta veg. Í júlí 2009 þegar Sveinn Kristjánsson, þá 24 ára gamall, var að keyra heim úr vinnunni, fór hann að finna fyrir dofa í vinstri hendi og fæti og í kringum munninn, læknisskoðun leiddi í ljós að hann var með blæðandi heilaæxli. „En þrátt fyrir að það væri góðkynja var það samt staðsett þannig að læknar gátu ekki komist að því og voru hræddir um að gera meira slæmt en gott með aðgerð" segir Sveinn. Æxlið hélt hins vegar áfram að stækka og blæða og var orðið á stærð við golfkúlu þegar konunni hans var hætt að lítast á blikuna. Þá var Sveinn sendur í aðgerð og það var einungis spurning um klukkustundir hvort hann myndi lifa af. „Ég horfði fram á það að ég ætti 14 mánaða strák og nýfædda stelpu að þau myndu í raun ekki muna eftir mér, en mig langaði að taka upp myndbönd til að sýna þeim þegar þau myndu gifta sig, fá bílpróf og þar frameftir götunum." Til allrar hamingju lifði Sveinn aðgerðina af og þurfti ekki á slíkum myndböndum að halda en af þessarri lífreysnlu kviknaði hugmyndin um að búa til kerfi þar sem fólk getur tekið upp skilaboð milliliðalaust og þeim síðan komið til skila ef allt fer á versta veg. Þau hjónin hafa nú unnið að hugmyndinni síðan í nóvember og munu prófanir á vefsíðunni fara fram í sumar. „Og það að geta gert svona og geta tekið upp allt sem þú vilt segja, það veitir svo mikla huggun og „comfort" fyrir aðilann að vita af að það er ekkert eftir ósagt," segir hann. „Ég vil að hver sem standi í þeim sporum sem ég stóð í og horfi fram á óvissu geti notað þetta verkefni, fundið smá huggun í því að vita af þessu því þetta gerir mjög margt fyrir manneskju sem stendur í erfiðleikum."
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira