Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir barnaklám Valur Grettisson skrifar 9. júlí 2013 14:25 Maðurinn játaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun júlí. Rúmlega sextugur starfsmaður á frístundaheimili í Breiðholti var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi fyrir að hafa haft barnaklám í sinni vörslu. Refsingin fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár. Maðurinn játaði sök skýlaust fyrir dómara. Hann þarf að greiða verjanda sínum 200 þúsund krónur auk þess sem tölva hans hefur verið gerð upptæk. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft um nokkurt skeið yfir 160 ljósmyndir og 5 hreyfimyndir, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, en tölvubúnaðurinn með myndefninu var haldlagður sama dag og maðurinn varð fyrir fólskulegri árás tveggja manna. Lögregla lagði upphaflega hald á tölvu mannsins í júlí í fyrra, eftir að tveir menn, sem höfðu ráðist á hann, tjáðu lögreglu að þeir hefðu gert það vegna þess að hann væri „barnaperri“. Maðurinn var hins vegar ekki handtekinn fyrr en í desember. Hann hafði tekið sér veikindaleyfi vegna árásarinnar í millitíðinni en snúið aftur til starfa nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. Maðurinn hefur undanfarin ár starfað sem verkefnisstjóri á barnasviði frístundaheimilis fyrir börn og unglinga. Hann hefur verið í launuðu leyfi síðan málið kom upp. Daniel Arciszewski og Snorri Sturluson fengu í september í fyrra þriggja og tveggja og hálfs árs fangelsisdóma fyrir að ráðast inn til mannsins á heimili hans í Breiðholti og ræna hann, auk nokkurra smávægilegri brota. Tvímenningarnir bundu hann í stól, hótuðu honum líkamsmeiðingum og lífláti og neyddu hann til að millifæra á þá á fimmta hundrað þúsund. Þeir bundu hann á höndum með rafmagnssnúru ofan í baðkari, tróðu upp í hann tusku og límdu fyrir. Þeir héldu honum nauðugum í íbúðinni í sex klukkustundir og höfðu síðan ýmsar eigur hans á brott með sér. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Rúmlega sextugur starfsmaður á frístundaheimili í Breiðholti var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi fyrir að hafa haft barnaklám í sinni vörslu. Refsingin fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár. Maðurinn játaði sök skýlaust fyrir dómara. Hann þarf að greiða verjanda sínum 200 þúsund krónur auk þess sem tölva hans hefur verið gerð upptæk. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft um nokkurt skeið yfir 160 ljósmyndir og 5 hreyfimyndir, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, en tölvubúnaðurinn með myndefninu var haldlagður sama dag og maðurinn varð fyrir fólskulegri árás tveggja manna. Lögregla lagði upphaflega hald á tölvu mannsins í júlí í fyrra, eftir að tveir menn, sem höfðu ráðist á hann, tjáðu lögreglu að þeir hefðu gert það vegna þess að hann væri „barnaperri“. Maðurinn var hins vegar ekki handtekinn fyrr en í desember. Hann hafði tekið sér veikindaleyfi vegna árásarinnar í millitíðinni en snúið aftur til starfa nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. Maðurinn hefur undanfarin ár starfað sem verkefnisstjóri á barnasviði frístundaheimilis fyrir börn og unglinga. Hann hefur verið í launuðu leyfi síðan málið kom upp. Daniel Arciszewski og Snorri Sturluson fengu í september í fyrra þriggja og tveggja og hálfs árs fangelsisdóma fyrir að ráðast inn til mannsins á heimili hans í Breiðholti og ræna hann, auk nokkurra smávægilegri brota. Tvímenningarnir bundu hann í stól, hótuðu honum líkamsmeiðingum og lífláti og neyddu hann til að millifæra á þá á fimmta hundrað þúsund. Þeir bundu hann á höndum með rafmagnssnúru ofan í baðkari, tróðu upp í hann tusku og límdu fyrir. Þeir héldu honum nauðugum í íbúðinni í sex klukkustundir og höfðu síðan ýmsar eigur hans á brott með sér.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira