Erlent

Fékk kláða af notkun Ipads

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Frá og með apríl gilda reglur Evrópusambandsins um leyfilegt hámarksmagn nikkels í vörum einnig um spjaldtölvur.
Frá og með apríl gilda reglur Evrópusambandsins um leyfilegt hámarksmagn nikkels í vörum einnig um spjaldtölvur. VÍSIR/STEFÁN
Þegar læknar í San Diego í Bandaríkjunum rannsökuðu orsakir kláða sem 11 ára drengur þjáðist af komust þeir að því að kláðinn stafaði af ofnæmi fyrir nikkeli sem reyndist vera í Ipad fjölskyldunnar sem hún hafði keypt árið 2010. Nikkelið reyndist vera í efni sem Ipadinn var húðaður með.

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að viðmið Evrópusambandsins um hversu mikið nikkel megi vera í vörum hafi lengi eingöngu átt við algengar vörur eins og skartgripi, úr og farsíma. Frá því í apríl síðastliðnum gilda viðmiðin einnig um spjaldtölvur.

Samkvæmt grein í Neytendablaðinu er nikkelofnæmi alvarlegt vandamál á Vesturlöndum og fer stöðugt vaxandi. Þar segir að eina leiðin til að halda ofnæminu niðri sé að forðast vörur sem innihalda nikkel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×