Fékk götu nefnda Svarthöfði: "Gaman að fara út fyrir kassann“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 13:00 Götunni Bratthöfða verður breytt í Svarthöfða. Óli Gneisti Sóleyjarson lagði fram hugmyndina að því að götuheitið Svarthöfði yrði samþykkt í Reykjavík fyrir rúmum tveimur árum síðan. Hugmyndin var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði í gær. „Fyrir rétt rúmum tveimur árum setti ég þessa hugmynd á Betri Reykjavík. Hún fékk nokkuð góðan stuðning og fór í ferli,“ segir Óli Gneisti á síðu sinni.Óli Gneisti á Svarthöfðahjálm sem gestir á heimili hans vilja oft á tíðum prófa að máta.Vísir/ErnirHugmyndina segir Óli Gneisti í samtali við Vísi hafa kviknað þegar hann og mágur hans ræddu fyndin götuheiti en mágurinn er mikill aðdáandi Star Wars. Svarthöfði er einmitt einn aðalkarakterinn í kvikmyndunum en á ensku kallast hann Darth Vader. „Ég á Svarthöfðahjálm heima sem gestir hafa mikinn áhuga á að skoða en hann er meiri aðdáandi, tekur þetta miklu alvarlegra heldur en ég.“ Óli Gneisti setti Svarthöfðahjálminn upp þegar Google-bíllinn keyrði í gegnum hverfi hans í Breiðholti. „Ég og fjölskylda mín sáum bílinn koma og ég hljóp inn, sótti hjálminn og stillti mér upp. Markmiðið var einfaldlega að gleðja fólk og reyna að vera fyndinn,“ segir Óli og hlær. „Ég vona að það hafi tekist.“Reykvíkingar státa nú af götu sem kallast Svarthöfði.Vísir/ErnirSjá einnig: Eldhressir Íslendingar á Google Street ViewÍhaldssamir geta líka tekið í hugmyndina „Ég setti hana auðvitað inn þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og ég viðurkenni að ég bjóst við því að það myndi kannski hafa áhrif,“ útskýrir Óli Gneisti spurður um hvort hann hafi búist við því að tillagan yrði samþykkt. „En mér heyrist vera almenn gleði hjá fólki með þetta. Þeir sem eru íhaldssamari kannski hugsa um Sturlungu þar sem nafnið kemur náttúrulega fyrir, Svarthöfði Dufgusson. Þó að við mágur minn höfum vissulega verið að hugsa um Star Wars. Við erum svona lágmenningarlegir.“Svarthöfði stillti sér upp við Eyjabakka í Reykjavík.Vísir/GoogleStreetViewÞá maldar blaðamaður í móinn enda eru kvikmyndirnar Star Wars taldar til klassíkera af mörgum kvikmyndaáhugamanninum. „Jú, jú,“ segir Óli og hlær. Dagur B. Eggertsson tilkynnti á Twitter í gær að götuheitinu Bratthöfði hefði verið breytt í Svarthöfða og því má segja að grín Óla og mágs hans hafi verið tekið alla leið. „Mér finnst að götuheiti eigi að vera sem fjölbreyttust og skemmtilegust. Auðvitað er oft gott að hafa þemu í þessu en það er líka gaman að fara út fyrir kassann. Ég heyrði einnig hugmyndina Anakinn, það gæti verið næst á dagskrá,“ segir Óli Gneisti.Í dag var nafni götunnar Bratthöfði breytt í Svarthöfði #betriReykjavik— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) August 26, 2015 Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Óli Gneisti Sóleyjarson lagði fram hugmyndina að því að götuheitið Svarthöfði yrði samþykkt í Reykjavík fyrir rúmum tveimur árum síðan. Hugmyndin var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði í gær. „Fyrir rétt rúmum tveimur árum setti ég þessa hugmynd á Betri Reykjavík. Hún fékk nokkuð góðan stuðning og fór í ferli,“ segir Óli Gneisti á síðu sinni.Óli Gneisti á Svarthöfðahjálm sem gestir á heimili hans vilja oft á tíðum prófa að máta.Vísir/ErnirHugmyndina segir Óli Gneisti í samtali við Vísi hafa kviknað þegar hann og mágur hans ræddu fyndin götuheiti en mágurinn er mikill aðdáandi Star Wars. Svarthöfði er einmitt einn aðalkarakterinn í kvikmyndunum en á ensku kallast hann Darth Vader. „Ég á Svarthöfðahjálm heima sem gestir hafa mikinn áhuga á að skoða en hann er meiri aðdáandi, tekur þetta miklu alvarlegra heldur en ég.“ Óli Gneisti setti Svarthöfðahjálminn upp þegar Google-bíllinn keyrði í gegnum hverfi hans í Breiðholti. „Ég og fjölskylda mín sáum bílinn koma og ég hljóp inn, sótti hjálminn og stillti mér upp. Markmiðið var einfaldlega að gleðja fólk og reyna að vera fyndinn,“ segir Óli og hlær. „Ég vona að það hafi tekist.“Reykvíkingar státa nú af götu sem kallast Svarthöfði.Vísir/ErnirSjá einnig: Eldhressir Íslendingar á Google Street ViewÍhaldssamir geta líka tekið í hugmyndina „Ég setti hana auðvitað inn þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og ég viðurkenni að ég bjóst við því að það myndi kannski hafa áhrif,“ útskýrir Óli Gneisti spurður um hvort hann hafi búist við því að tillagan yrði samþykkt. „En mér heyrist vera almenn gleði hjá fólki með þetta. Þeir sem eru íhaldssamari kannski hugsa um Sturlungu þar sem nafnið kemur náttúrulega fyrir, Svarthöfði Dufgusson. Þó að við mágur minn höfum vissulega verið að hugsa um Star Wars. Við erum svona lágmenningarlegir.“Svarthöfði stillti sér upp við Eyjabakka í Reykjavík.Vísir/GoogleStreetViewÞá maldar blaðamaður í móinn enda eru kvikmyndirnar Star Wars taldar til klassíkera af mörgum kvikmyndaáhugamanninum. „Jú, jú,“ segir Óli og hlær. Dagur B. Eggertsson tilkynnti á Twitter í gær að götuheitinu Bratthöfði hefði verið breytt í Svarthöfða og því má segja að grín Óla og mágs hans hafi verið tekið alla leið. „Mér finnst að götuheiti eigi að vera sem fjölbreyttust og skemmtilegust. Auðvitað er oft gott að hafa þemu í þessu en það er líka gaman að fara út fyrir kassann. Ég heyrði einnig hugmyndina Anakinn, það gæti verið næst á dagskrá,“ segir Óli Gneisti.Í dag var nafni götunnar Bratthöfði breytt í Svarthöfði #betriReykjavik— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) August 26, 2015
Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“