Fékk ekki laun og látin sofa inni hjá eiganda Sveinn Arnarsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Önnur konan bjó í opnu rými á heimili eigandans. vísir/sveinn Eigandi gistiheimilisins Our Guesthouse á Akureyri hafði tvo starfsmenn, stúlkur frá Póllandi og Ungverjalandi, í vinnu hjá sér síðastliðið haust án þess að greiða þeim laun samkvæmt kjarasamningum. Komst upp um málið í desember við eftirgrennslan stéttarfélagsins Einingar Iðju og skattayfirvalda. Þetta staðfestir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju, og segir að fyrirtækið sé til skoðunar hjá stéttarfélaginu en getur ekki farið nánar í málið. „Við gætum trúnaðar við okkar skjólstæðinga sem eru starfsmenn fyrirtækisins. Hins vegar get ég staðfest að við höfum þurft að hafa alvarleg afskipti af fyrirtækinu og það er undir smásjá okkar í víðum skilningi þess orðs,“ segir Björn. „Við lítum málin alvarlegum augum.“ Önnur kvennanna hafði komið sem sjálfboðaliði til Íslands í gegnum síðuna Workaway. Fréttablaðið hefur sagt frá fjölda auglýsinga Íslendinga á síðunni, bæði í ferðaþjónustu og í landbúnaði, en hundruð erlendra ungmenna koma til landsins réttindalaus en fá frítt fæði og húsnæði. Til að mynda gisti konan í opnu rými inni í íbúð eiganda gistiheimilisins. Konan fór af landi brott um leið og málið komst upp. Vildi hún ekki láta innheimta vangoldin laun sín hjá gistiheimilinu og hefur ekki spurst til hennar síðan. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að sjálfboðaliðastarfsemi í ferðaþjónustu og eftirlit með starfseminni sé eilífðarverkefni. „Við vöktum þessar heimasíður þar sem verið er að óska eftir sjálfboðaliðum. Margir aðilar í ferðaþjónustu virðast nýta sér þetta,“ segir Drífa. „Við höldum uppi orðið stífu eftirliti og erum að ná til fólks með því að kíkja í heimsóknir á vinnustaði.“ Eigandi gistiheimilisins á Akureyri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Bað hann blaðamann um að fara af gistiheimilinu þegar spurst var fyrir um málið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Eigandi gistiheimilisins Our Guesthouse á Akureyri hafði tvo starfsmenn, stúlkur frá Póllandi og Ungverjalandi, í vinnu hjá sér síðastliðið haust án þess að greiða þeim laun samkvæmt kjarasamningum. Komst upp um málið í desember við eftirgrennslan stéttarfélagsins Einingar Iðju og skattayfirvalda. Þetta staðfestir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju, og segir að fyrirtækið sé til skoðunar hjá stéttarfélaginu en getur ekki farið nánar í málið. „Við gætum trúnaðar við okkar skjólstæðinga sem eru starfsmenn fyrirtækisins. Hins vegar get ég staðfest að við höfum þurft að hafa alvarleg afskipti af fyrirtækinu og það er undir smásjá okkar í víðum skilningi þess orðs,“ segir Björn. „Við lítum málin alvarlegum augum.“ Önnur kvennanna hafði komið sem sjálfboðaliði til Íslands í gegnum síðuna Workaway. Fréttablaðið hefur sagt frá fjölda auglýsinga Íslendinga á síðunni, bæði í ferðaþjónustu og í landbúnaði, en hundruð erlendra ungmenna koma til landsins réttindalaus en fá frítt fæði og húsnæði. Til að mynda gisti konan í opnu rými inni í íbúð eiganda gistiheimilisins. Konan fór af landi brott um leið og málið komst upp. Vildi hún ekki láta innheimta vangoldin laun sín hjá gistiheimilinu og hefur ekki spurst til hennar síðan. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að sjálfboðaliðastarfsemi í ferðaþjónustu og eftirlit með starfseminni sé eilífðarverkefni. „Við vöktum þessar heimasíður þar sem verið er að óska eftir sjálfboðaliðum. Margir aðilar í ferðaþjónustu virðast nýta sér þetta,“ segir Drífa. „Við höldum uppi orðið stífu eftirliti og erum að ná til fólks með því að kíkja í heimsóknir á vinnustaði.“ Eigandi gistiheimilisins á Akureyri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Bað hann blaðamann um að fara af gistiheimilinu þegar spurst var fyrir um málið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira