Feitir hestar Ólafur Jóhann Ólafsson skrifar 1. nóvember 2014 07:00 Feitir hestar eru fáséðir í bókaútgáfu. Það er ekkert nýtt og á við stærri lönd og fjölmennari en Ísland. Gamalreyndir menn í bransanum hér í Bandaríkjunum halda því fram að útgáfa bóka hafi aldrei verið arðsöm iðja enda til hennar stofnað af ástríðu fremur en draumum um ríkidæmi. Í gegnum tíðina hafa stórfyrirtæki tekið upp á því að kaupa bókaforlög og reynt að reka eins og aðra starfsemi en flest selt þegar þeim brást bogalistin. Nú er svo komið, jafnvel á stórum málsvæðum, að bókaforlög keppast við að skera niður kostnað og sameinast til hagræðingar eins og jafnan tíðkast þegar hallar undan fæti. Á Íslandi hefur þessi iðja alltaf verið basl. Ég hef fylgst með henni frá blautu barnsbeini, séð forlög koma og fara – Iðunni, Örn og Örlyg, Almenna bókafélagið, Svart á hvítu, Bókaútgáfu Menningarsjóðs – renna saman og undir nýja hatta – Helgafell, Mál og menningu, Forlagið, Bjart. Undanfarna mánuði munu tvö forlög hafa lagt upp laupana þrátt fyrir elju og góðan ásetning. Og ekki skrifa rithöfundarnir bækur til að verða ríkir. Eitthvað annað knýr þá til verka og njóta lesendur góðs af. Sem betur fer geta þeir sótt um starfslaun, án þeirra væri borin von að margar bækur litu dagsins ljós. Undirrituðum hefur stundum verið bent á að honum hafi tekist að stunda ritstörf án þess að þurfa á starfslaunum að halda og fylgja jafnan efasemdir um að þessi framlög hins opinbera séu nauðsynleg. Mér þykir ekki mikið til þessarar röksemdafærslu koma enda eru aðstæður mínar undantekning. Nú kann sumum að finnast skriftir og bókaútgáfa litlu máli skipta og skilja ekki til hvers er verið að mylja undir þá starfsemi, eins og stundum er komist að orði. Ekki ætla ég að segja neitt ljótt um þær skoðanir enda er mönnum frjálst að hugsa sitt og segja frá því. En þeir eru líklega fleiri sem telja ritlistina samofna tilvist okkar Íslendinga og eiga auðvelt með að færa rök fyrir því að án hennar værum við fátækari í nær öllum skilningi.Misráðið En hvað sem fólki finnst um þrenninguna sönnu og einu sem Snorri Hjartarson kvað um þá ættu allir að geta glaðst yfir nýjum upplýsingum frá Ágústi Einarssyni hagfræðiprófessor sem sýnt hefur fram á að á þessu ári er framlag ritlistar til verðmætasköpunar á Íslandi um tuttugu og sjö milljarðar króna, eða hálft annað prósent af landsframleiðslu, og störf sem tengjast ritlist um þrjú þúsund talsins. Hins vegar er ekki eins ánægjuleg sú niðurstaða prófessorsins að framlög hins opinbera til ritlistar séu skammarlega lág, eins og hann kemst að orði. Eins og góðum hagfræðingum er tamt sýnir hann fram á með formúlum og reikningi að aukin fjárfesting myndi skapa meiri verðmæti og blómlegri bú. Það væri misráðið af ráðamönnum að hugleiða hækkun virðisaukaskatts á bækur því hún getur ekki haft neitt gott í för með sér, hvorki andlegt né veraldlegt. Það þarf ekki flóknar formúlur til að sýna fram á að fjárhagslegur ávinningur yrði lítill sem enginn til skamms tíma og tjón mjög líklegt til langs tíma. Nær væri að lækka enn álögur á bækur og þar með bókaverð. Ritstörf á Íslandi eru ævintýramennska sem rennt hefur stoðum undir tilveru okkar og færir líka björg í bú. Ég þykist viss um að þegar ráðamenn taka sér hlé frá önnum dagsins og þenkja og álykta í friði og ró komist þeir að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast sé að fjárfesta í ævintýramennskunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Feitir hestar eru fáséðir í bókaútgáfu. Það er ekkert nýtt og á við stærri lönd og fjölmennari en Ísland. Gamalreyndir menn í bransanum hér í Bandaríkjunum halda því fram að útgáfa bóka hafi aldrei verið arðsöm iðja enda til hennar stofnað af ástríðu fremur en draumum um ríkidæmi. Í gegnum tíðina hafa stórfyrirtæki tekið upp á því að kaupa bókaforlög og reynt að reka eins og aðra starfsemi en flest selt þegar þeim brást bogalistin. Nú er svo komið, jafnvel á stórum málsvæðum, að bókaforlög keppast við að skera niður kostnað og sameinast til hagræðingar eins og jafnan tíðkast þegar hallar undan fæti. Á Íslandi hefur þessi iðja alltaf verið basl. Ég hef fylgst með henni frá blautu barnsbeini, séð forlög koma og fara – Iðunni, Örn og Örlyg, Almenna bókafélagið, Svart á hvítu, Bókaútgáfu Menningarsjóðs – renna saman og undir nýja hatta – Helgafell, Mál og menningu, Forlagið, Bjart. Undanfarna mánuði munu tvö forlög hafa lagt upp laupana þrátt fyrir elju og góðan ásetning. Og ekki skrifa rithöfundarnir bækur til að verða ríkir. Eitthvað annað knýr þá til verka og njóta lesendur góðs af. Sem betur fer geta þeir sótt um starfslaun, án þeirra væri borin von að margar bækur litu dagsins ljós. Undirrituðum hefur stundum verið bent á að honum hafi tekist að stunda ritstörf án þess að þurfa á starfslaunum að halda og fylgja jafnan efasemdir um að þessi framlög hins opinbera séu nauðsynleg. Mér þykir ekki mikið til þessarar röksemdafærslu koma enda eru aðstæður mínar undantekning. Nú kann sumum að finnast skriftir og bókaútgáfa litlu máli skipta og skilja ekki til hvers er verið að mylja undir þá starfsemi, eins og stundum er komist að orði. Ekki ætla ég að segja neitt ljótt um þær skoðanir enda er mönnum frjálst að hugsa sitt og segja frá því. En þeir eru líklega fleiri sem telja ritlistina samofna tilvist okkar Íslendinga og eiga auðvelt með að færa rök fyrir því að án hennar værum við fátækari í nær öllum skilningi.Misráðið En hvað sem fólki finnst um þrenninguna sönnu og einu sem Snorri Hjartarson kvað um þá ættu allir að geta glaðst yfir nýjum upplýsingum frá Ágústi Einarssyni hagfræðiprófessor sem sýnt hefur fram á að á þessu ári er framlag ritlistar til verðmætasköpunar á Íslandi um tuttugu og sjö milljarðar króna, eða hálft annað prósent af landsframleiðslu, og störf sem tengjast ritlist um þrjú þúsund talsins. Hins vegar er ekki eins ánægjuleg sú niðurstaða prófessorsins að framlög hins opinbera til ritlistar séu skammarlega lág, eins og hann kemst að orði. Eins og góðum hagfræðingum er tamt sýnir hann fram á með formúlum og reikningi að aukin fjárfesting myndi skapa meiri verðmæti og blómlegri bú. Það væri misráðið af ráðamönnum að hugleiða hækkun virðisaukaskatts á bækur því hún getur ekki haft neitt gott í för með sér, hvorki andlegt né veraldlegt. Það þarf ekki flóknar formúlur til að sýna fram á að fjárhagslegur ávinningur yrði lítill sem enginn til skamms tíma og tjón mjög líklegt til langs tíma. Nær væri að lækka enn álögur á bækur og þar með bókaverð. Ritstörf á Íslandi eru ævintýramennska sem rennt hefur stoðum undir tilveru okkar og færir líka björg í bú. Ég þykist viss um að þegar ráðamenn taka sér hlé frá önnum dagsins og þenkja og álykta í friði og ró komist þeir að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast sé að fjárfesta í ævintýramennskunni.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun