Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. apríl 2015 18:48 Fátt virðist geta komið í veg fyrir að tíu þúsund félagsmenn Starfsgreinasambandsins leggi niður störf í næstu viku. Þetta segir formaður sambandsins en lítið þokaðist á samningafundi í dag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í morgun. Í fyrsta sinn frá því að sambandið samþykkti að boða til verkfalls. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir fátt nýtt hafa komið fram á fundinum í dag og stöðuna vera óbreytta. „Þannig að það var ekkert sem gerðist,“ segir Björn. Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en að ákveðið hafi verið að ríkissáttasemjari komi á fót tveimur starfshópum til að vinna að lausn deilunnar. Björn segist svartsýnn eftir fundinn í dag um að deilan leysist áður en tíu þúsund félagsmenn sambandsins leggja niður störf. „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda,“ segir Björn. Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á ferðaþjónustu og fiskvinnslu á landsbyggðinni. Atvinnurekendur hafa margir hverjir áhyggjur af stöðunni. Þannig hafa tólf þeirra sem eru á Húsavík og svæðinu þar í kring sett sig beint í samband við formann stéttarfélagsins Framsýnar, eins af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins, til að þrýsta á að hefja beinar viðræður við félagið um gerð nýs kjarasamnings. Stefnt er að því að hefja þær viðræður á laugardaginn. Björn segir mikinn hug í sínu fólki en 95% samþykktu að fara í verkfallsaðgerðir. „Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var mjög mikil og afgerandi þannig að fólk er tilbúið og þannig að við erum bara í góðum gír,“ segir Björn. Eins og staðan er í dag telur hann allar líkur á verkfalli. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að tíu þúsund félagsmenn Starfsgreinasambandsins leggi niður störf í næstu viku. Þetta segir formaður sambandsins en lítið þokaðist á samningafundi í dag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í morgun. Í fyrsta sinn frá því að sambandið samþykkti að boða til verkfalls. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir fátt nýtt hafa komið fram á fundinum í dag og stöðuna vera óbreytta. „Þannig að það var ekkert sem gerðist,“ segir Björn. Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en að ákveðið hafi verið að ríkissáttasemjari komi á fót tveimur starfshópum til að vinna að lausn deilunnar. Björn segist svartsýnn eftir fundinn í dag um að deilan leysist áður en tíu þúsund félagsmenn sambandsins leggja niður störf. „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda,“ segir Björn. Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á ferðaþjónustu og fiskvinnslu á landsbyggðinni. Atvinnurekendur hafa margir hverjir áhyggjur af stöðunni. Þannig hafa tólf þeirra sem eru á Húsavík og svæðinu þar í kring sett sig beint í samband við formann stéttarfélagsins Framsýnar, eins af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins, til að þrýsta á að hefja beinar viðræður við félagið um gerð nýs kjarasamnings. Stefnt er að því að hefja þær viðræður á laugardaginn. Björn segir mikinn hug í sínu fólki en 95% samþykktu að fara í verkfallsaðgerðir. „Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var mjög mikil og afgerandi þannig að fólk er tilbúið og þannig að við erum bara í góðum gír,“ segir Björn. Eins og staðan er í dag telur hann allar líkur á verkfalli.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira