Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2017 10:36 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 18,6 prósent síðustu tólf mánuði. vísir/vilhelm Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. Frá þessu er greint í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem farið yfir þróun fasteignaverðs síðustu ára en í liðinni viku birti Þjóðskrá Íslands tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Í Hagsjánni kemur fram að hækkanir á milli mánaða voru miklar og hafa meiri hækkanir fasteignaverðs ekki sést lengi: „Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,5% milli mánaða í febrúar. Þar af hækkaði fjölbýli um 2,7% og sérbýli um 1,7%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 18,7% á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 18,8% og er heildarhækkunin 18,6%. Hækkanir síðustu 12 mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur,“ segir í Hagsjánni. Þá er farið yfir þróun kaupmáttar launa og fasteignaverðs en á árunum 2011 til 2013 fylgdust þessir þættir nokkuð náið að. Frá miðju ári 2013 til sama tíma 2015 tók fasteignaverð svo fram úr en sú þróun gekk örlítið til baka frá vorinu 2015 til vorsins 2016. „Síðan þá hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa, sérstaklega allra síðustu mánuði. Þarna er bæði um það að ræða að kaupmáttaraukningin er ekki eins hröð og áður og þá hefur fasteignaverðið hækkað miklu meira en áður,“ segir í Hagsjá bankans. Það er mat hagfræðideildar Landsbankans að það sé því ekki lengur kaupmáttaraukningin sem ýti verði fasteigna upp heldur frekar mikill skortur á framboði húsnæðis og ótti við að sú staða eigi eftir að versna. „Kaupgeta fólks hefur almennt aukist í takt við aukinn kaupmátt og atvinnu þannig að sífellt fleiri bítast um þær íbúðir sem koma á markaðinn. Eignum á markaði hefur fækkað verulega á síðustu mánuðum og er framboðið minna en verið hefur sl. 10 ár. Að sama skapi hefur sölutími eigna haldið áfram að styttast og er nú styttri en verið hefur síðustu ár. Slíkt er auðvitað merki um mikla þenslu á markaðnum og umframeftirspurn. Ekki er að sjá að breytinga sé að vænta á þessu ástandi á næstu mánuðum.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. Frá þessu er greint í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem farið yfir þróun fasteignaverðs síðustu ára en í liðinni viku birti Þjóðskrá Íslands tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Í Hagsjánni kemur fram að hækkanir á milli mánaða voru miklar og hafa meiri hækkanir fasteignaverðs ekki sést lengi: „Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,5% milli mánaða í febrúar. Þar af hækkaði fjölbýli um 2,7% og sérbýli um 1,7%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 18,7% á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 18,8% og er heildarhækkunin 18,6%. Hækkanir síðustu 12 mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur,“ segir í Hagsjánni. Þá er farið yfir þróun kaupmáttar launa og fasteignaverðs en á árunum 2011 til 2013 fylgdust þessir þættir nokkuð náið að. Frá miðju ári 2013 til sama tíma 2015 tók fasteignaverð svo fram úr en sú þróun gekk örlítið til baka frá vorinu 2015 til vorsins 2016. „Síðan þá hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa, sérstaklega allra síðustu mánuði. Þarna er bæði um það að ræða að kaupmáttaraukningin er ekki eins hröð og áður og þá hefur fasteignaverðið hækkað miklu meira en áður,“ segir í Hagsjá bankans. Það er mat hagfræðideildar Landsbankans að það sé því ekki lengur kaupmáttaraukningin sem ýti verði fasteigna upp heldur frekar mikill skortur á framboði húsnæðis og ótti við að sú staða eigi eftir að versna. „Kaupgeta fólks hefur almennt aukist í takt við aukinn kaupmátt og atvinnu þannig að sífellt fleiri bítast um þær íbúðir sem koma á markaðinn. Eignum á markaði hefur fækkað verulega á síðustu mánuðum og er framboðið minna en verið hefur sl. 10 ár. Að sama skapi hefur sölutími eigna haldið áfram að styttast og er nú styttri en verið hefur síðustu ár. Slíkt er auðvitað merki um mikla þenslu á markaðnum og umframeftirspurn. Ekki er að sjá að breytinga sé að vænta á þessu ástandi á næstu mánuðum.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35