Fasteignasjóðir kaupa fasteignir fyrir tugi milljarða Magnús Halldórsson skrifar 6. nóvember 2012 22:56 Á undanförnum mánuðum hafa bankar og fyrirtæki í fjármálgeiranum stofnsett sjóði til þess að kaupa fasteignir. Samtals hafa um fjörutíu milljarðar verið lagðir í þessa sjóði, og hafa lífeyrissjóðirnir verið umfangsmestir í því að leggja sjóðunum til fé. Horft er til þess að fasteignaverð muni hækka á næstu árum. Á undanförnum mánuðum hafa bankar og fyrirtæki í fjármálageiranum stofnað fjárfestingasjóði sem einblína á að fá kaupa fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hefur MP banki stofnað Fjárfestingasjóð Íslands, VÍB eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, Fast 1, og Stefnir, sjóðstýringarfyrirtæki í eigu Arion banka, sjóðinn SRE II. Í fréttum okkar í gær sögðum við svo frá fasteignasjóði á vegum GAMMA en hann hefur keypt ríflega 100 íbúðir í póstnúmerum 101, 107 og 105 fyrir um fjóra milljarða króna, undanfarin misseri. Samanlögð stærð þessara sjóða, miðað við stöðu mála eins og hún er núna, er nálægt 40 milljörðum króna. Lífeyrissjóðir landsins, auk tryggingarfélaga og stórra fjárfesta, eru helst þeir sem hafa lagt fjármagn í sjóðina. Stærstur hluti fasteignanna í þessum sjóðum er atvinnuhúsnæði, þar sem ávöxtunin byggir á verðtryggðum leigusamningum. Þessar umfangsmiklu fjárfestingar byggja á þeirri trú fjárfestana, þar helst lífeyrissjóðanna, að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu muni hækka á næstu árum, og þannig muni fjárfestingin ávaxtast vel til framtíðar litið. Seðlabanki Íslands hefur fjallað um það í útgáfuritum sínum, þar á meðal Peningamálum, að gjaldeyrishöftin geti haft áhrif á fjárfestingaumhverfið hér á landi. Meðal annars geti það birst með hækkun fasteignaverðs, þar sem fé leiti í fasteignir sem annars gerði það ekki, ef ekki væri fyrir höftin. Seðlabankinn hefur þó tekið fram í umfjöllun sinni, að ekkert bendi til þess að fasteignaverð hafið hækkað sérstaklega vegna haftanna, enn sem komið er. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hafa bankar og fyrirtæki í fjármálgeiranum stofnsett sjóði til þess að kaupa fasteignir. Samtals hafa um fjörutíu milljarðar verið lagðir í þessa sjóði, og hafa lífeyrissjóðirnir verið umfangsmestir í því að leggja sjóðunum til fé. Horft er til þess að fasteignaverð muni hækka á næstu árum. Á undanförnum mánuðum hafa bankar og fyrirtæki í fjármálageiranum stofnað fjárfestingasjóði sem einblína á að fá kaupa fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hefur MP banki stofnað Fjárfestingasjóð Íslands, VÍB eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, Fast 1, og Stefnir, sjóðstýringarfyrirtæki í eigu Arion banka, sjóðinn SRE II. Í fréttum okkar í gær sögðum við svo frá fasteignasjóði á vegum GAMMA en hann hefur keypt ríflega 100 íbúðir í póstnúmerum 101, 107 og 105 fyrir um fjóra milljarða króna, undanfarin misseri. Samanlögð stærð þessara sjóða, miðað við stöðu mála eins og hún er núna, er nálægt 40 milljörðum króna. Lífeyrissjóðir landsins, auk tryggingarfélaga og stórra fjárfesta, eru helst þeir sem hafa lagt fjármagn í sjóðina. Stærstur hluti fasteignanna í þessum sjóðum er atvinnuhúsnæði, þar sem ávöxtunin byggir á verðtryggðum leigusamningum. Þessar umfangsmiklu fjárfestingar byggja á þeirri trú fjárfestana, þar helst lífeyrissjóðanna, að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu muni hækka á næstu árum, og þannig muni fjárfestingin ávaxtast vel til framtíðar litið. Seðlabanki Íslands hefur fjallað um það í útgáfuritum sínum, þar á meðal Peningamálum, að gjaldeyrishöftin geti haft áhrif á fjárfestingaumhverfið hér á landi. Meðal annars geti það birst með hækkun fasteignaverðs, þar sem fé leiti í fasteignir sem annars gerði það ekki, ef ekki væri fyrir höftin. Seðlabankinn hefur þó tekið fram í umfjöllun sinni, að ekkert bendi til þess að fasteignaverð hafið hækkað sérstaklega vegna haftanna, enn sem komið er.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira