Innlent

Farþegavél Icelandair breytt í fimmtíu sæta lúxusvél

Pjetur Sigurðsson skrifar
Búrfelli, Boeing 757-200 flugvél Loftleiða, hefur verið breytt úr 183 sæta farþegarvél yfir í 50 sæta lúxusflugvél með sér innfluttum ítölskum sætum sem hægt er að breyta í rúm. Vélin lagði á þriðjudaginn síðastliðinn af stað frá Miami upp í þriggja vikna heimsreisu  þar sem komið verður við á átta áfrangastöðum áður en vélin lendir í New York þann 31. október.

Flugið er í dýrari kantinum þar sem hver farmiði kostar um 12,5 milljónir króna eða samanlagt um 625 milljónir miðað við 50 farþega. Vélin er leigð til bandarísku ferðaskrifstofunnar Abercrombie and Kent og er löngu uppselt í ferðina. Þetta er ekki fyrsta verkefni Loftleiða þessarar tegundar en félagið hefur tekið að sér slík lúxusverkefni síðustu 12 árin, en aldrei jafn glæsileg og umrætt verkefni.

Undirbúningurinn að þessum breytingum hefur tekið á annað ár, en alls um fimm vikur tók að breyta vélinni. Áhöfnin er öll íslensk en hún telur ellefu manns. Þar eru tveir flugstjórar, einn flugmaður, fimm flugfreyjur, tveir matreiðslumeistarar og einn flugvirki. Að þessari ferð lokinni verður vélinni að nýju breytt í hefðbundna farþegaflugvél.  

Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdist með breytingunum frá upphafi  þeirra til brottfarar.

Áfangastaðirnir í heimsreisunni eru Iquitos í Peru, Páskaeyjar, Samoa í Apia, Papúa Nýja-Gínea, Balí, Colombo á Srí Lanka, Madagaskar, Naíróbí í Kenía, Nice í Frakklandi og New York.

Búið að hreinsa allt út úr vélinni, öll sæti, panel af veggjum og lofti.Vísir/Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×