Innlent

Farþegar Herjólfs beðnir um að aka Austur-Landeyjaveg

Fólk sem er á leið úr og í ferjuna Herjólf er beðið um að aka eftir Austur-Landeyjavegi að Bakkaflugvelli og þaðan í Landeyjahöfn. Að sögn lögreglu er gríðarhvasst er á Landeyjahafnarvegi og mikið sandfok og því hætta á skemmdum á bifreiðum.

Talið er hættuminna að aka eftir A-Landeyjavegi og að Landeyjahöfn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×