Erlent

Farsímar farþeganna hringja enn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Áhyggjufullur aðstandandi.
Áhyggjufullur aðstandandi. vísir/afp
Mál malasísku flugvélarinnar verður æ dularfyllra en kínverskir fjölmiðlar hafa nú greint frá því að hægt er að ná sambandi við farsíma farþega týndu flugvélarinnar. Yahoo greinir frá.

Hvert sem afdrif vélarinnar kann að vera, á að teljast ómögulegt að símarnir skuli enn vera tengdir nú þegar fjórir dagar eru liðnir frá því að vélin hvarf.

„Í morgun hringdi ég í bróður minn og fékk hringisón. Ég hringdi svo aftur síðar um daginn og aftur fékk ég sóninn,“ segir Bian Liangwei, systir eins farþegans í vélinni.

„Ef ég næ í gegn þá getur lögreglan rakið staðsetningu símans. Þá er kannski enn von um að hann sé á lífi.“

Átján aðrir hafa sömu sögu að segja. Einungis er hægt að hringja í farsíma ef það er kveikt á honum og ef hann eru á svæði sem samband næst, sem er nær einvörðungu á landi.  Ættingjar fólksins óttast að stjórnvöld í Malasíu séu ekki búin tækjakosti til þess að rekja símana í tíma, áður en þeir verða straumlausir.

Einnig hafa farþegar vélarinnar birst virkir (e. online) á samfélagsmiðlinum QQ, sem er miðill svipaður Facebook.

Yfirvöld og rannsóknaraðilar vinna nú hörðum höndum við að leita lausna í þessu máli en enn sem komið er er þetta hulin ráðgáta.

)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×