Fari varlega í að greiða niður ríkisskuldabréf jón hákon halldórsson skrifar 1. júlí 2015 09:15 Í Kauphöllinni. Páll tekur fram að hugmyndir hans séu mjög í ætt við frumvarpið sjálft. fréttablaðið/vilhelm „Ég held að það sé eðlilegt að farið verði mjög varlega í því að greiða niður ríkisskuldabréf,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi, um ráðstöfun þeirra peninga sem fást með stöðugleikaskatti eða stöðugleikaframlagi við slit gömlu bankanna. Fram kemur í frumvarpi um stöðugleikaskatt að peningum verði varið til niðurgreiðslu skulda. Páll bendir á að það skipti máli hvernig þetta verði gert. Það skipti máli að peningarnir verði bundnir á innlánsreikningum Seðlabankans og þeir síðan nýttir til að standa skil á greiðslum af skuldbindingum ríkisins, öðruvísi en með niðurgreiðslum á ríkisskuldabréfum. Til að mynda mætti nýta féð til að standa skil á lífeyrisskuldbindingum. Páll segir að hvort sem peningarnir yrðu geymdir inni á reikningi hjá Seðlabankanum eða notaðir til að greiða niður ríkisskuldabréf, þá yrðu áhrifin á vaxtabyrði ríkissjóðs svipuð. Páll segir að með þessu yrði staðinn vörður um innlenda ríkisskuldabréfamarkaðinn. Það sé mikilvægt í þrennu tilliti. „Í fyrsta lagi eru þetta yfirleitt talin traustustu verðbréf á skuldabréfamarkaði, mikilvægir fjárfestingakostir fyrir lífeyrissjóði og verðbréfasjóði og þar með fyrir almenning,“ segir Páll. Í öðru lagi myndi vextir á ríkisskuldabréfum grunn allra annarra vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta sé grunnurinn á vaxtarófinu sem allir aðrir útgefendur skuldabréfa, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög miði við í sínum útgáfum. Þannig að ef snarlega er dregið úr virkni þessa markaðar þá hefði það mögulega áhrif á skilvirkni verðlagningar á skuldabréfamarkaði. „Í þriðja lagi er ég þeirrar meiningar að þetta styðji einfaldlega við góð kjör ríkisins á markaði. Einfaldlega vegna þess að ef markaðurinn fyrir ríkisskuldabréf er virkur er litið á þau sem meira aðlaðandi fjárfestingakost en ella og ríkið fengi þar af leiðandi hagstæðari vaxtakjör,“ segir Páll. Í fjórða lagi sé ríkið fyrsta gáttin inn á markaðinn fyrir erlenda stofnanafjárfesta með langtímafjárfestingar í huga. „Ég held að það hnígi því mörg rök að því að fara varlega í það að greiða niður ríkisskuldabréf á markaði og menn ættu að huga vel að öðrum leiðum,“ segir hann. Páll tekur þó skýrt fram að grunnurinn að frumvarpinu um stöðugleikaskatt sé mjög skýr. Þær tillögur sem hann hafi fram að færa séu mjög í anda frumvarpsins. „Í frumvarpinu er lögð áhersla á að varðveita efnahagslegan stöðugleika en þar er ekki fjallað um útfærslur í þessu tilliti,“ segir Páll. Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Ég held að það sé eðlilegt að farið verði mjög varlega í því að greiða niður ríkisskuldabréf,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi, um ráðstöfun þeirra peninga sem fást með stöðugleikaskatti eða stöðugleikaframlagi við slit gömlu bankanna. Fram kemur í frumvarpi um stöðugleikaskatt að peningum verði varið til niðurgreiðslu skulda. Páll bendir á að það skipti máli hvernig þetta verði gert. Það skipti máli að peningarnir verði bundnir á innlánsreikningum Seðlabankans og þeir síðan nýttir til að standa skil á greiðslum af skuldbindingum ríkisins, öðruvísi en með niðurgreiðslum á ríkisskuldabréfum. Til að mynda mætti nýta féð til að standa skil á lífeyrisskuldbindingum. Páll segir að hvort sem peningarnir yrðu geymdir inni á reikningi hjá Seðlabankanum eða notaðir til að greiða niður ríkisskuldabréf, þá yrðu áhrifin á vaxtabyrði ríkissjóðs svipuð. Páll segir að með þessu yrði staðinn vörður um innlenda ríkisskuldabréfamarkaðinn. Það sé mikilvægt í þrennu tilliti. „Í fyrsta lagi eru þetta yfirleitt talin traustustu verðbréf á skuldabréfamarkaði, mikilvægir fjárfestingakostir fyrir lífeyrissjóði og verðbréfasjóði og þar með fyrir almenning,“ segir Páll. Í öðru lagi myndi vextir á ríkisskuldabréfum grunn allra annarra vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta sé grunnurinn á vaxtarófinu sem allir aðrir útgefendur skuldabréfa, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög miði við í sínum útgáfum. Þannig að ef snarlega er dregið úr virkni þessa markaðar þá hefði það mögulega áhrif á skilvirkni verðlagningar á skuldabréfamarkaði. „Í þriðja lagi er ég þeirrar meiningar að þetta styðji einfaldlega við góð kjör ríkisins á markaði. Einfaldlega vegna þess að ef markaðurinn fyrir ríkisskuldabréf er virkur er litið á þau sem meira aðlaðandi fjárfestingakost en ella og ríkið fengi þar af leiðandi hagstæðari vaxtakjör,“ segir Páll. Í fjórða lagi sé ríkið fyrsta gáttin inn á markaðinn fyrir erlenda stofnanafjárfesta með langtímafjárfestingar í huga. „Ég held að það hnígi því mörg rök að því að fara varlega í það að greiða niður ríkisskuldabréf á markaði og menn ættu að huga vel að öðrum leiðum,“ segir hann. Páll tekur þó skýrt fram að grunnurinn að frumvarpinu um stöðugleikaskatt sé mjög skýr. Þær tillögur sem hann hafi fram að færa séu mjög í anda frumvarpsins. „Í frumvarpinu er lögð áhersla á að varðveita efnahagslegan stöðugleika en þar er ekki fjallað um útfærslur í þessu tilliti,“ segir Páll.
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira