Fari varlega í að greiða niður ríkisskuldabréf jón hákon halldórsson skrifar 1. júlí 2015 09:15 Í Kauphöllinni. Páll tekur fram að hugmyndir hans séu mjög í ætt við frumvarpið sjálft. fréttablaðið/vilhelm „Ég held að það sé eðlilegt að farið verði mjög varlega í því að greiða niður ríkisskuldabréf,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi, um ráðstöfun þeirra peninga sem fást með stöðugleikaskatti eða stöðugleikaframlagi við slit gömlu bankanna. Fram kemur í frumvarpi um stöðugleikaskatt að peningum verði varið til niðurgreiðslu skulda. Páll bendir á að það skipti máli hvernig þetta verði gert. Það skipti máli að peningarnir verði bundnir á innlánsreikningum Seðlabankans og þeir síðan nýttir til að standa skil á greiðslum af skuldbindingum ríkisins, öðruvísi en með niðurgreiðslum á ríkisskuldabréfum. Til að mynda mætti nýta féð til að standa skil á lífeyrisskuldbindingum. Páll segir að hvort sem peningarnir yrðu geymdir inni á reikningi hjá Seðlabankanum eða notaðir til að greiða niður ríkisskuldabréf, þá yrðu áhrifin á vaxtabyrði ríkissjóðs svipuð. Páll segir að með þessu yrði staðinn vörður um innlenda ríkisskuldabréfamarkaðinn. Það sé mikilvægt í þrennu tilliti. „Í fyrsta lagi eru þetta yfirleitt talin traustustu verðbréf á skuldabréfamarkaði, mikilvægir fjárfestingakostir fyrir lífeyrissjóði og verðbréfasjóði og þar með fyrir almenning,“ segir Páll. Í öðru lagi myndi vextir á ríkisskuldabréfum grunn allra annarra vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta sé grunnurinn á vaxtarófinu sem allir aðrir útgefendur skuldabréfa, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög miði við í sínum útgáfum. Þannig að ef snarlega er dregið úr virkni þessa markaðar þá hefði það mögulega áhrif á skilvirkni verðlagningar á skuldabréfamarkaði. „Í þriðja lagi er ég þeirrar meiningar að þetta styðji einfaldlega við góð kjör ríkisins á markaði. Einfaldlega vegna þess að ef markaðurinn fyrir ríkisskuldabréf er virkur er litið á þau sem meira aðlaðandi fjárfestingakost en ella og ríkið fengi þar af leiðandi hagstæðari vaxtakjör,“ segir Páll. Í fjórða lagi sé ríkið fyrsta gáttin inn á markaðinn fyrir erlenda stofnanafjárfesta með langtímafjárfestingar í huga. „Ég held að það hnígi því mörg rök að því að fara varlega í það að greiða niður ríkisskuldabréf á markaði og menn ættu að huga vel að öðrum leiðum,“ segir hann. Páll tekur þó skýrt fram að grunnurinn að frumvarpinu um stöðugleikaskatt sé mjög skýr. Þær tillögur sem hann hafi fram að færa séu mjög í anda frumvarpsins. „Í frumvarpinu er lögð áhersla á að varðveita efnahagslegan stöðugleika en þar er ekki fjallað um útfærslur í þessu tilliti,“ segir Páll. Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
„Ég held að það sé eðlilegt að farið verði mjög varlega í því að greiða niður ríkisskuldabréf,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi, um ráðstöfun þeirra peninga sem fást með stöðugleikaskatti eða stöðugleikaframlagi við slit gömlu bankanna. Fram kemur í frumvarpi um stöðugleikaskatt að peningum verði varið til niðurgreiðslu skulda. Páll bendir á að það skipti máli hvernig þetta verði gert. Það skipti máli að peningarnir verði bundnir á innlánsreikningum Seðlabankans og þeir síðan nýttir til að standa skil á greiðslum af skuldbindingum ríkisins, öðruvísi en með niðurgreiðslum á ríkisskuldabréfum. Til að mynda mætti nýta féð til að standa skil á lífeyrisskuldbindingum. Páll segir að hvort sem peningarnir yrðu geymdir inni á reikningi hjá Seðlabankanum eða notaðir til að greiða niður ríkisskuldabréf, þá yrðu áhrifin á vaxtabyrði ríkissjóðs svipuð. Páll segir að með þessu yrði staðinn vörður um innlenda ríkisskuldabréfamarkaðinn. Það sé mikilvægt í þrennu tilliti. „Í fyrsta lagi eru þetta yfirleitt talin traustustu verðbréf á skuldabréfamarkaði, mikilvægir fjárfestingakostir fyrir lífeyrissjóði og verðbréfasjóði og þar með fyrir almenning,“ segir Páll. Í öðru lagi myndi vextir á ríkisskuldabréfum grunn allra annarra vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta sé grunnurinn á vaxtarófinu sem allir aðrir útgefendur skuldabréfa, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög miði við í sínum útgáfum. Þannig að ef snarlega er dregið úr virkni þessa markaðar þá hefði það mögulega áhrif á skilvirkni verðlagningar á skuldabréfamarkaði. „Í þriðja lagi er ég þeirrar meiningar að þetta styðji einfaldlega við góð kjör ríkisins á markaði. Einfaldlega vegna þess að ef markaðurinn fyrir ríkisskuldabréf er virkur er litið á þau sem meira aðlaðandi fjárfestingakost en ella og ríkið fengi þar af leiðandi hagstæðari vaxtakjör,“ segir Páll. Í fjórða lagi sé ríkið fyrsta gáttin inn á markaðinn fyrir erlenda stofnanafjárfesta með langtímafjárfestingar í huga. „Ég held að það hnígi því mörg rök að því að fara varlega í það að greiða niður ríkisskuldabréf á markaði og menn ættu að huga vel að öðrum leiðum,“ segir hann. Páll tekur þó skýrt fram að grunnurinn að frumvarpinu um stöðugleikaskatt sé mjög skýr. Þær tillögur sem hann hafi fram að færa séu mjög í anda frumvarpsins. „Í frumvarpinu er lögð áhersla á að varðveita efnahagslegan stöðugleika en þar er ekki fjallað um útfærslur í þessu tilliti,“ segir Páll.
Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira