Fari varlega í að greiða niður ríkisskuldabréf jón hákon halldórsson skrifar 1. júlí 2015 09:15 Í Kauphöllinni. Páll tekur fram að hugmyndir hans séu mjög í ætt við frumvarpið sjálft. fréttablaðið/vilhelm „Ég held að það sé eðlilegt að farið verði mjög varlega í því að greiða niður ríkisskuldabréf,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi, um ráðstöfun þeirra peninga sem fást með stöðugleikaskatti eða stöðugleikaframlagi við slit gömlu bankanna. Fram kemur í frumvarpi um stöðugleikaskatt að peningum verði varið til niðurgreiðslu skulda. Páll bendir á að það skipti máli hvernig þetta verði gert. Það skipti máli að peningarnir verði bundnir á innlánsreikningum Seðlabankans og þeir síðan nýttir til að standa skil á greiðslum af skuldbindingum ríkisins, öðruvísi en með niðurgreiðslum á ríkisskuldabréfum. Til að mynda mætti nýta féð til að standa skil á lífeyrisskuldbindingum. Páll segir að hvort sem peningarnir yrðu geymdir inni á reikningi hjá Seðlabankanum eða notaðir til að greiða niður ríkisskuldabréf, þá yrðu áhrifin á vaxtabyrði ríkissjóðs svipuð. Páll segir að með þessu yrði staðinn vörður um innlenda ríkisskuldabréfamarkaðinn. Það sé mikilvægt í þrennu tilliti. „Í fyrsta lagi eru þetta yfirleitt talin traustustu verðbréf á skuldabréfamarkaði, mikilvægir fjárfestingakostir fyrir lífeyrissjóði og verðbréfasjóði og þar með fyrir almenning,“ segir Páll. Í öðru lagi myndi vextir á ríkisskuldabréfum grunn allra annarra vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta sé grunnurinn á vaxtarófinu sem allir aðrir útgefendur skuldabréfa, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög miði við í sínum útgáfum. Þannig að ef snarlega er dregið úr virkni þessa markaðar þá hefði það mögulega áhrif á skilvirkni verðlagningar á skuldabréfamarkaði. „Í þriðja lagi er ég þeirrar meiningar að þetta styðji einfaldlega við góð kjör ríkisins á markaði. Einfaldlega vegna þess að ef markaðurinn fyrir ríkisskuldabréf er virkur er litið á þau sem meira aðlaðandi fjárfestingakost en ella og ríkið fengi þar af leiðandi hagstæðari vaxtakjör,“ segir Páll. Í fjórða lagi sé ríkið fyrsta gáttin inn á markaðinn fyrir erlenda stofnanafjárfesta með langtímafjárfestingar í huga. „Ég held að það hnígi því mörg rök að því að fara varlega í það að greiða niður ríkisskuldabréf á markaði og menn ættu að huga vel að öðrum leiðum,“ segir hann. Páll tekur þó skýrt fram að grunnurinn að frumvarpinu um stöðugleikaskatt sé mjög skýr. Þær tillögur sem hann hafi fram að færa séu mjög í anda frumvarpsins. „Í frumvarpinu er lögð áhersla á að varðveita efnahagslegan stöðugleika en þar er ekki fjallað um útfærslur í þessu tilliti,“ segir Páll. Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Sjá meira
„Ég held að það sé eðlilegt að farið verði mjög varlega í því að greiða niður ríkisskuldabréf,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi, um ráðstöfun þeirra peninga sem fást með stöðugleikaskatti eða stöðugleikaframlagi við slit gömlu bankanna. Fram kemur í frumvarpi um stöðugleikaskatt að peningum verði varið til niðurgreiðslu skulda. Páll bendir á að það skipti máli hvernig þetta verði gert. Það skipti máli að peningarnir verði bundnir á innlánsreikningum Seðlabankans og þeir síðan nýttir til að standa skil á greiðslum af skuldbindingum ríkisins, öðruvísi en með niðurgreiðslum á ríkisskuldabréfum. Til að mynda mætti nýta féð til að standa skil á lífeyrisskuldbindingum. Páll segir að hvort sem peningarnir yrðu geymdir inni á reikningi hjá Seðlabankanum eða notaðir til að greiða niður ríkisskuldabréf, þá yrðu áhrifin á vaxtabyrði ríkissjóðs svipuð. Páll segir að með þessu yrði staðinn vörður um innlenda ríkisskuldabréfamarkaðinn. Það sé mikilvægt í þrennu tilliti. „Í fyrsta lagi eru þetta yfirleitt talin traustustu verðbréf á skuldabréfamarkaði, mikilvægir fjárfestingakostir fyrir lífeyrissjóði og verðbréfasjóði og þar með fyrir almenning,“ segir Páll. Í öðru lagi myndi vextir á ríkisskuldabréfum grunn allra annarra vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta sé grunnurinn á vaxtarófinu sem allir aðrir útgefendur skuldabréfa, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög miði við í sínum útgáfum. Þannig að ef snarlega er dregið úr virkni þessa markaðar þá hefði það mögulega áhrif á skilvirkni verðlagningar á skuldabréfamarkaði. „Í þriðja lagi er ég þeirrar meiningar að þetta styðji einfaldlega við góð kjör ríkisins á markaði. Einfaldlega vegna þess að ef markaðurinn fyrir ríkisskuldabréf er virkur er litið á þau sem meira aðlaðandi fjárfestingakost en ella og ríkið fengi þar af leiðandi hagstæðari vaxtakjör,“ segir Páll. Í fjórða lagi sé ríkið fyrsta gáttin inn á markaðinn fyrir erlenda stofnanafjárfesta með langtímafjárfestingar í huga. „Ég held að það hnígi því mörg rök að því að fara varlega í það að greiða niður ríkisskuldabréf á markaði og menn ættu að huga vel að öðrum leiðum,“ segir hann. Páll tekur þó skýrt fram að grunnurinn að frumvarpinu um stöðugleikaskatt sé mjög skýr. Þær tillögur sem hann hafi fram að færa séu mjög í anda frumvarpsins. „Í frumvarpinu er lögð áhersla á að varðveita efnahagslegan stöðugleika en þar er ekki fjallað um útfærslur í þessu tilliti,“ segir Páll.
Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Sjá meira