Íslenski boltinn

Fanndís tryggði Breiðablik stigin þrjú

Vísir/Andri Marínó
Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks í 3-2 sigri á ÍBV í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Fanndís skoraði þrennu í seinni hálfleik og breytti stöðunni úr 1-2 í 4-2 fyrir Breiðablik.

Aðeins fjögur stig skildu liðin að fyrir leik dagsins, Breiðablik sat í 4. sæti með 16 stig en ÍBV var í 7. sæti með 12 stig.

Shaneka Jodian Gordon kom ÍBV  yfir í upphafi leiksins en Jóna Kristín Hauksdóttir var fljót að jafna metin fyrir Breiðablik og var staðan jöfn í hálfleik. Natasha Anasi kom ÍBV aftur yfir stuttu eftir að hún kom inná í seinni hálfleik og virtist allt stefna í óvæntan sigur ÍBV þegar Fanndís tók til sinna ráða.

Fanndís skoraði fyrra markið eftir flottan sprett inn í vítateiginn og kom Breiðablik yfir fimm mínútum síðar með góðu skoti úr vítateignum. Fanndís gerði svo endanlega út um leikinn í uppbótartíma með marki beint úr hornspyrnu.

Breiðablik situr í 2. sæti eftir leikinn með nítján stig, fimm stigum á eftir Stjörnunni sem situr á toppnum með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×