Handbolti

Fannar Friðgeirsson skoðar aðstæður hjá Dormagen

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fannar í leik gegn Haukum í úrslitakeppninni á dögunum.
Fannar í leik gegn Haukum í úrslitakeppninni á dögunum. Fréttablaðið/Daníel
Valsmaðurinn Fannar Þór Friðgeirsson fer til Þýskalands í dag þar sem hann mun skoða aðstæður hjá úrvalsdeildarfélaginu Dormagen.

Árni Þór Sigtryggsson og Sigurbergur Sveinsson hafa þegar samið við félagið.

Fannar er ekki enn með tilboð frá Dormagen samkvæmt heimildum fréttastofu og mun ekki æfa með liðinu en auk þessa hefur Team Tvis í Danmörku einnig sýnt Fannari áhuga, sem og lið Nordhorn og Bittenfeld í þýsku 1. deildinni, næst efstu deild.

Fannar átti góða leiktíð með Val og var frábær í úrslitakeppninni gegn Haukum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×