Fann upprunann í Taílandi Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2016 16:00 Páll með konu sem vinnur á barnaheimilinu og í horninu niðri er Helgi. Páll Thamrong Snorrason er nú staddur í Bangkok í Taílandi en þangað fór hann til að leita uppruna síns. Hann var skilinn eftir á götum borgarinnar þegar hann var þriggja mánaða gamall og lögreglunni tókst ekki að finna foreldra hans. Um fjórum árum seinna var Páll ættleiddur af íslensku fólki af barnaheimili sem hann hafði búið á undanfarin ár og ólst hann upp á Seyðisfirði. Vinur Páls, Helgi Snær Ómarsson, hringdi í hann í byrjun árs og spurði hvað hann væri að fara að gera í september. Helgi var þá nýkominn úr eigin ferðalagi um Taíland. „Ég svaraði bara að ég hafði ekki hugmynd. Þá sagði hann bara: „Ókei, ég ætla bóka miða til Bangkok“. Ég hefði örugglega ekki gert þetta ef það væri ekki fyrir hann,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll segir að það hafi verið markmið sitt frá unga aldri að finna uppruna sinn aftur. „Ég skoðaði reglulega myndir sem teknar voru af mér þegar mamma og pabbi komu og sóttu mig til Bangkok. Svo það hefur verið planið að heimsækja Taíland og tengslin þar þó svo að þau séu takmörkuð. Því miður væri erfitt og hálf ómögulegt að finna blóðforeldra mína, en ég var skilinn eftir á götunni í suðurhluta Bangkok þegar ég var þriggja mánaða. Lögreglan leitaði upp foreldra mína eftir að ég fannst en án árangurs.“Rúntuðu um Bangkok í tvo tíma Þeir Páll og Helgi hafa nú verið úti í Taílandi í þrjár vikur. „Við byrjuðum í Bangkok og gerðum svona grunnrannsóknum og fórum svo til Chiang Mai þar sem við fengum Taílenskan mann til að hafa samband við heimilið og kanna hvað við gætum gert. Þaðan fórum við suður á eyjarnar og komum til Bangkok í gær og dembdum okkur í þetta í dag,“ segir Páll. Þar sem hann er í Taílandi er dagurinn í dag nú að enda kominn, þegar þetta er skrifað. Þeir fóru fyrst á þrjá mismunandi staði áður en þeir fundu barnaheimilið og voru í rúma tvo tíma á ferðalagi um Bangkok í leigubíl. „Það var alveg mikill rússíbani frá að ég steig út úr bílnum og þangað til ég fór þaðan aftur. Ég var bæði kvíðinn, stressaður, spenntur og allt þar á milli. Það spruttu upp ýmsar tilfinningar sem ég þekkti ekki alveg svo hausinn varð pínu dofinn á meðan þetta allt var í gangi. Í lokin lagði ég vopnin niður og brotnaði saman. Þetta var rosalega gott vont allt saman. En núna er ég alveg gríðarlega þakklátur, hamingjusamur og ánægður. Líður eins og eitthvað hafi bæst við sem ekki var til staðar áður,“ segir Páll. Tvær konur sem vinna á barnaheimilinu mundu eftir Páli, sem nú er 25 ára gamall. Þær höfðu ekki séð hann í 21 ár. Millinafn Páls, Thamrong, þýðir í raun hringur guðs og hann segir að konurnar hafi strax kannast við nafnið. Eftir að hann sýndi þeim myndir af sér kveiktu þær strax á perunni. Þær töluðu þó ekki mikla ensku og samskipti Páls við þær fóru að mestu leyti fram í „myndum og knúsum“. Til að fylgjast með ferð þeirra Páls og Helga geta notendur Snapchat fundið þá með notendanafninu Thaiboywhiteboy. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Páll Thamrong Snorrason er nú staddur í Bangkok í Taílandi en þangað fór hann til að leita uppruna síns. Hann var skilinn eftir á götum borgarinnar þegar hann var þriggja mánaða gamall og lögreglunni tókst ekki að finna foreldra hans. Um fjórum árum seinna var Páll ættleiddur af íslensku fólki af barnaheimili sem hann hafði búið á undanfarin ár og ólst hann upp á Seyðisfirði. Vinur Páls, Helgi Snær Ómarsson, hringdi í hann í byrjun árs og spurði hvað hann væri að fara að gera í september. Helgi var þá nýkominn úr eigin ferðalagi um Taíland. „Ég svaraði bara að ég hafði ekki hugmynd. Þá sagði hann bara: „Ókei, ég ætla bóka miða til Bangkok“. Ég hefði örugglega ekki gert þetta ef það væri ekki fyrir hann,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll segir að það hafi verið markmið sitt frá unga aldri að finna uppruna sinn aftur. „Ég skoðaði reglulega myndir sem teknar voru af mér þegar mamma og pabbi komu og sóttu mig til Bangkok. Svo það hefur verið planið að heimsækja Taíland og tengslin þar þó svo að þau séu takmörkuð. Því miður væri erfitt og hálf ómögulegt að finna blóðforeldra mína, en ég var skilinn eftir á götunni í suðurhluta Bangkok þegar ég var þriggja mánaða. Lögreglan leitaði upp foreldra mína eftir að ég fannst en án árangurs.“Rúntuðu um Bangkok í tvo tíma Þeir Páll og Helgi hafa nú verið úti í Taílandi í þrjár vikur. „Við byrjuðum í Bangkok og gerðum svona grunnrannsóknum og fórum svo til Chiang Mai þar sem við fengum Taílenskan mann til að hafa samband við heimilið og kanna hvað við gætum gert. Þaðan fórum við suður á eyjarnar og komum til Bangkok í gær og dembdum okkur í þetta í dag,“ segir Páll. Þar sem hann er í Taílandi er dagurinn í dag nú að enda kominn, þegar þetta er skrifað. Þeir fóru fyrst á þrjá mismunandi staði áður en þeir fundu barnaheimilið og voru í rúma tvo tíma á ferðalagi um Bangkok í leigubíl. „Það var alveg mikill rússíbani frá að ég steig út úr bílnum og þangað til ég fór þaðan aftur. Ég var bæði kvíðinn, stressaður, spenntur og allt þar á milli. Það spruttu upp ýmsar tilfinningar sem ég þekkti ekki alveg svo hausinn varð pínu dofinn á meðan þetta allt var í gangi. Í lokin lagði ég vopnin niður og brotnaði saman. Þetta var rosalega gott vont allt saman. En núna er ég alveg gríðarlega þakklátur, hamingjusamur og ánægður. Líður eins og eitthvað hafi bæst við sem ekki var til staðar áður,“ segir Páll. Tvær konur sem vinna á barnaheimilinu mundu eftir Páli, sem nú er 25 ára gamall. Þær höfðu ekki séð hann í 21 ár. Millinafn Páls, Thamrong, þýðir í raun hringur guðs og hann segir að konurnar hafi strax kannast við nafnið. Eftir að hann sýndi þeim myndir af sér kveiktu þær strax á perunni. Þær töluðu þó ekki mikla ensku og samskipti Páls við þær fóru að mestu leyti fram í „myndum og knúsum“. Til að fylgjast með ferð þeirra Páls og Helga geta notendur Snapchat fundið þá með notendanafninu Thaiboywhiteboy.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira