Fann upprunann í Taílandi Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2016 16:00 Páll með konu sem vinnur á barnaheimilinu og í horninu niðri er Helgi. Páll Thamrong Snorrason er nú staddur í Bangkok í Taílandi en þangað fór hann til að leita uppruna síns. Hann var skilinn eftir á götum borgarinnar þegar hann var þriggja mánaða gamall og lögreglunni tókst ekki að finna foreldra hans. Um fjórum árum seinna var Páll ættleiddur af íslensku fólki af barnaheimili sem hann hafði búið á undanfarin ár og ólst hann upp á Seyðisfirði. Vinur Páls, Helgi Snær Ómarsson, hringdi í hann í byrjun árs og spurði hvað hann væri að fara að gera í september. Helgi var þá nýkominn úr eigin ferðalagi um Taíland. „Ég svaraði bara að ég hafði ekki hugmynd. Þá sagði hann bara: „Ókei, ég ætla bóka miða til Bangkok“. Ég hefði örugglega ekki gert þetta ef það væri ekki fyrir hann,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll segir að það hafi verið markmið sitt frá unga aldri að finna uppruna sinn aftur. „Ég skoðaði reglulega myndir sem teknar voru af mér þegar mamma og pabbi komu og sóttu mig til Bangkok. Svo það hefur verið planið að heimsækja Taíland og tengslin þar þó svo að þau séu takmörkuð. Því miður væri erfitt og hálf ómögulegt að finna blóðforeldra mína, en ég var skilinn eftir á götunni í suðurhluta Bangkok þegar ég var þriggja mánaða. Lögreglan leitaði upp foreldra mína eftir að ég fannst en án árangurs.“Rúntuðu um Bangkok í tvo tíma Þeir Páll og Helgi hafa nú verið úti í Taílandi í þrjár vikur. „Við byrjuðum í Bangkok og gerðum svona grunnrannsóknum og fórum svo til Chiang Mai þar sem við fengum Taílenskan mann til að hafa samband við heimilið og kanna hvað við gætum gert. Þaðan fórum við suður á eyjarnar og komum til Bangkok í gær og dembdum okkur í þetta í dag,“ segir Páll. Þar sem hann er í Taílandi er dagurinn í dag nú að enda kominn, þegar þetta er skrifað. Þeir fóru fyrst á þrjá mismunandi staði áður en þeir fundu barnaheimilið og voru í rúma tvo tíma á ferðalagi um Bangkok í leigubíl. „Það var alveg mikill rússíbani frá að ég steig út úr bílnum og þangað til ég fór þaðan aftur. Ég var bæði kvíðinn, stressaður, spenntur og allt þar á milli. Það spruttu upp ýmsar tilfinningar sem ég þekkti ekki alveg svo hausinn varð pínu dofinn á meðan þetta allt var í gangi. Í lokin lagði ég vopnin niður og brotnaði saman. Þetta var rosalega gott vont allt saman. En núna er ég alveg gríðarlega þakklátur, hamingjusamur og ánægður. Líður eins og eitthvað hafi bæst við sem ekki var til staðar áður,“ segir Páll. Tvær konur sem vinna á barnaheimilinu mundu eftir Páli, sem nú er 25 ára gamall. Þær höfðu ekki séð hann í 21 ár. Millinafn Páls, Thamrong, þýðir í raun hringur guðs og hann segir að konurnar hafi strax kannast við nafnið. Eftir að hann sýndi þeim myndir af sér kveiktu þær strax á perunni. Þær töluðu þó ekki mikla ensku og samskipti Páls við þær fóru að mestu leyti fram í „myndum og knúsum“. Til að fylgjast með ferð þeirra Páls og Helga geta notendur Snapchat fundið þá með notendanafninu Thaiboywhiteboy. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Páll Thamrong Snorrason er nú staddur í Bangkok í Taílandi en þangað fór hann til að leita uppruna síns. Hann var skilinn eftir á götum borgarinnar þegar hann var þriggja mánaða gamall og lögreglunni tókst ekki að finna foreldra hans. Um fjórum árum seinna var Páll ættleiddur af íslensku fólki af barnaheimili sem hann hafði búið á undanfarin ár og ólst hann upp á Seyðisfirði. Vinur Páls, Helgi Snær Ómarsson, hringdi í hann í byrjun árs og spurði hvað hann væri að fara að gera í september. Helgi var þá nýkominn úr eigin ferðalagi um Taíland. „Ég svaraði bara að ég hafði ekki hugmynd. Þá sagði hann bara: „Ókei, ég ætla bóka miða til Bangkok“. Ég hefði örugglega ekki gert þetta ef það væri ekki fyrir hann,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll segir að það hafi verið markmið sitt frá unga aldri að finna uppruna sinn aftur. „Ég skoðaði reglulega myndir sem teknar voru af mér þegar mamma og pabbi komu og sóttu mig til Bangkok. Svo það hefur verið planið að heimsækja Taíland og tengslin þar þó svo að þau séu takmörkuð. Því miður væri erfitt og hálf ómögulegt að finna blóðforeldra mína, en ég var skilinn eftir á götunni í suðurhluta Bangkok þegar ég var þriggja mánaða. Lögreglan leitaði upp foreldra mína eftir að ég fannst en án árangurs.“Rúntuðu um Bangkok í tvo tíma Þeir Páll og Helgi hafa nú verið úti í Taílandi í þrjár vikur. „Við byrjuðum í Bangkok og gerðum svona grunnrannsóknum og fórum svo til Chiang Mai þar sem við fengum Taílenskan mann til að hafa samband við heimilið og kanna hvað við gætum gert. Þaðan fórum við suður á eyjarnar og komum til Bangkok í gær og dembdum okkur í þetta í dag,“ segir Páll. Þar sem hann er í Taílandi er dagurinn í dag nú að enda kominn, þegar þetta er skrifað. Þeir fóru fyrst á þrjá mismunandi staði áður en þeir fundu barnaheimilið og voru í rúma tvo tíma á ferðalagi um Bangkok í leigubíl. „Það var alveg mikill rússíbani frá að ég steig út úr bílnum og þangað til ég fór þaðan aftur. Ég var bæði kvíðinn, stressaður, spenntur og allt þar á milli. Það spruttu upp ýmsar tilfinningar sem ég þekkti ekki alveg svo hausinn varð pínu dofinn á meðan þetta allt var í gangi. Í lokin lagði ég vopnin niður og brotnaði saman. Þetta var rosalega gott vont allt saman. En núna er ég alveg gríðarlega þakklátur, hamingjusamur og ánægður. Líður eins og eitthvað hafi bæst við sem ekki var til staðar áður,“ segir Páll. Tvær konur sem vinna á barnaheimilinu mundu eftir Páli, sem nú er 25 ára gamall. Þær höfðu ekki séð hann í 21 ár. Millinafn Páls, Thamrong, þýðir í raun hringur guðs og hann segir að konurnar hafi strax kannast við nafnið. Eftir að hann sýndi þeim myndir af sér kveiktu þær strax á perunni. Þær töluðu þó ekki mikla ensku og samskipti Páls við þær fóru að mestu leyti fram í „myndum og knúsum“. Til að fylgjast með ferð þeirra Páls og Helga geta notendur Snapchat fundið þá með notendanafninu Thaiboywhiteboy.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira