Fann manndóm sinn í róðrum yfir úthöfin Una Sighvatsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 21:00 Fiann Paul er pólskur Íslendingur, sem sigraði nú í ágúst róðrarkeppnina Great Pacific Race í flokki fjögurra manna liða. Um leið náði hann þeim áfanga að verða fyrsti maðurinn til að slá hraðamet í róðrarsiglingu yfir þrjú úthöf. Þessi afrek hefur Fiann unnið fyrir Íslands hönd því hann rær undir íslenskum fána.Mikil snerting við náttúruna Fiann segist meðal annars sækja innblástur í afrek sjófarenda til forna, eins og landnemana sem fyrstir sigldu frá Íslandi til Grænlands og Norður-Ameríku. „Mér finnst það mjög fallegt og heillandi í mörgum víddum að róa. Það er ekki bara líkamlegi þátturinn. Maður fær mikla landkönnunartilfinningu og mikla snertingu við náttúruna, þetta er mjög einstakt." Fiann á úthafinu.Mynd/Úr einkasafniÆtlar að róa til Svalbarða næst Fiann þveraði Atlantshafið á 32 dögum frá Marokko til Barbados eyja árið 2011. Þremur árum síðar réri hann yfir Indlandshaf á 57 dögum og nú yfir Kyrrahafið á 39 dögum frá Kaliforníu til Hawaii. Hann segist þó enn eiga nóg eftir. „Á næsta ári er ég að hugsa um að róa frá Íslandi til Svalbarða. Það verður líka brautryðjendaferð, nokkuð sem aldrei hefur verið gert áður. Og svo er ég líka að afla mér meiri menntunar," segir Fiann sem heldur innan skamms til Sviss þar sem hann leggur stund á doktorsnám í sálfræðiLíkamlega áskorunin hjóm eitt Og sálfræðin spilar sannarlega inn í á róðrinum, því Fiann segir líkamlegu áskorunina hjóm eitt í samanburði við þá andlegu. „Þetta hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Ég gæti talað um það í marga klukkutíma, en í stuttu máli þá smækkar þetta mann, en það stækkar mann líka á sama tíma. Og það gerir manni kleift að kynnast sjálfum sér á annan hátt en maður hefur áður getað." Róðurinn yfir heimshöfin er því ekki síst ferðalag inn á við, í leit að hinum innri manni. „Það er ekki bara andlegt, þetta er á tilvistarlegan hátt eitthvað sem hjálpar manni að staðfesta manndóm sinn, sérstakelga þroska manndómsins." Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Fiann Paul er pólskur Íslendingur, sem sigraði nú í ágúst róðrarkeppnina Great Pacific Race í flokki fjögurra manna liða. Um leið náði hann þeim áfanga að verða fyrsti maðurinn til að slá hraðamet í róðrarsiglingu yfir þrjú úthöf. Þessi afrek hefur Fiann unnið fyrir Íslands hönd því hann rær undir íslenskum fána.Mikil snerting við náttúruna Fiann segist meðal annars sækja innblástur í afrek sjófarenda til forna, eins og landnemana sem fyrstir sigldu frá Íslandi til Grænlands og Norður-Ameríku. „Mér finnst það mjög fallegt og heillandi í mörgum víddum að róa. Það er ekki bara líkamlegi þátturinn. Maður fær mikla landkönnunartilfinningu og mikla snertingu við náttúruna, þetta er mjög einstakt." Fiann á úthafinu.Mynd/Úr einkasafniÆtlar að róa til Svalbarða næst Fiann þveraði Atlantshafið á 32 dögum frá Marokko til Barbados eyja árið 2011. Þremur árum síðar réri hann yfir Indlandshaf á 57 dögum og nú yfir Kyrrahafið á 39 dögum frá Kaliforníu til Hawaii. Hann segist þó enn eiga nóg eftir. „Á næsta ári er ég að hugsa um að róa frá Íslandi til Svalbarða. Það verður líka brautryðjendaferð, nokkuð sem aldrei hefur verið gert áður. Og svo er ég líka að afla mér meiri menntunar," segir Fiann sem heldur innan skamms til Sviss þar sem hann leggur stund á doktorsnám í sálfræðiLíkamlega áskorunin hjóm eitt Og sálfræðin spilar sannarlega inn í á róðrinum, því Fiann segir líkamlegu áskorunina hjóm eitt í samanburði við þá andlegu. „Þetta hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Ég gæti talað um það í marga klukkutíma, en í stuttu máli þá smækkar þetta mann, en það stækkar mann líka á sama tíma. Og það gerir manni kleift að kynnast sjálfum sér á annan hátt en maður hefur áður getað." Róðurinn yfir heimshöfin er því ekki síst ferðalag inn á við, í leit að hinum innri manni. „Það er ekki bara andlegt, þetta er á tilvistarlegan hátt eitthvað sem hjálpar manni að staðfesta manndóm sinn, sérstakelga þroska manndómsins."
Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum