Fann manndóm sinn í róðrum yfir úthöfin Una Sighvatsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 21:00 Fiann Paul er pólskur Íslendingur, sem sigraði nú í ágúst róðrarkeppnina Great Pacific Race í flokki fjögurra manna liða. Um leið náði hann þeim áfanga að verða fyrsti maðurinn til að slá hraðamet í róðrarsiglingu yfir þrjú úthöf. Þessi afrek hefur Fiann unnið fyrir Íslands hönd því hann rær undir íslenskum fána.Mikil snerting við náttúruna Fiann segist meðal annars sækja innblástur í afrek sjófarenda til forna, eins og landnemana sem fyrstir sigldu frá Íslandi til Grænlands og Norður-Ameríku. „Mér finnst það mjög fallegt og heillandi í mörgum víddum að róa. Það er ekki bara líkamlegi þátturinn. Maður fær mikla landkönnunartilfinningu og mikla snertingu við náttúruna, þetta er mjög einstakt." Fiann á úthafinu.Mynd/Úr einkasafniÆtlar að róa til Svalbarða næst Fiann þveraði Atlantshafið á 32 dögum frá Marokko til Barbados eyja árið 2011. Þremur árum síðar réri hann yfir Indlandshaf á 57 dögum og nú yfir Kyrrahafið á 39 dögum frá Kaliforníu til Hawaii. Hann segist þó enn eiga nóg eftir. „Á næsta ári er ég að hugsa um að róa frá Íslandi til Svalbarða. Það verður líka brautryðjendaferð, nokkuð sem aldrei hefur verið gert áður. Og svo er ég líka að afla mér meiri menntunar," segir Fiann sem heldur innan skamms til Sviss þar sem hann leggur stund á doktorsnám í sálfræðiLíkamlega áskorunin hjóm eitt Og sálfræðin spilar sannarlega inn í á róðrinum, því Fiann segir líkamlegu áskorunina hjóm eitt í samanburði við þá andlegu. „Þetta hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Ég gæti talað um það í marga klukkutíma, en í stuttu máli þá smækkar þetta mann, en það stækkar mann líka á sama tíma. Og það gerir manni kleift að kynnast sjálfum sér á annan hátt en maður hefur áður getað." Róðurinn yfir heimshöfin er því ekki síst ferðalag inn á við, í leit að hinum innri manni. „Það er ekki bara andlegt, þetta er á tilvistarlegan hátt eitthvað sem hjálpar manni að staðfesta manndóm sinn, sérstakelga þroska manndómsins." Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Fiann Paul er pólskur Íslendingur, sem sigraði nú í ágúst róðrarkeppnina Great Pacific Race í flokki fjögurra manna liða. Um leið náði hann þeim áfanga að verða fyrsti maðurinn til að slá hraðamet í róðrarsiglingu yfir þrjú úthöf. Þessi afrek hefur Fiann unnið fyrir Íslands hönd því hann rær undir íslenskum fána.Mikil snerting við náttúruna Fiann segist meðal annars sækja innblástur í afrek sjófarenda til forna, eins og landnemana sem fyrstir sigldu frá Íslandi til Grænlands og Norður-Ameríku. „Mér finnst það mjög fallegt og heillandi í mörgum víddum að róa. Það er ekki bara líkamlegi þátturinn. Maður fær mikla landkönnunartilfinningu og mikla snertingu við náttúruna, þetta er mjög einstakt." Fiann á úthafinu.Mynd/Úr einkasafniÆtlar að róa til Svalbarða næst Fiann þveraði Atlantshafið á 32 dögum frá Marokko til Barbados eyja árið 2011. Þremur árum síðar réri hann yfir Indlandshaf á 57 dögum og nú yfir Kyrrahafið á 39 dögum frá Kaliforníu til Hawaii. Hann segist þó enn eiga nóg eftir. „Á næsta ári er ég að hugsa um að róa frá Íslandi til Svalbarða. Það verður líka brautryðjendaferð, nokkuð sem aldrei hefur verið gert áður. Og svo er ég líka að afla mér meiri menntunar," segir Fiann sem heldur innan skamms til Sviss þar sem hann leggur stund á doktorsnám í sálfræðiLíkamlega áskorunin hjóm eitt Og sálfræðin spilar sannarlega inn í á róðrinum, því Fiann segir líkamlegu áskorunina hjóm eitt í samanburði við þá andlegu. „Þetta hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Ég gæti talað um það í marga klukkutíma, en í stuttu máli þá smækkar þetta mann, en það stækkar mann líka á sama tíma. Og það gerir manni kleift að kynnast sjálfum sér á annan hátt en maður hefur áður getað." Róðurinn yfir heimshöfin er því ekki síst ferðalag inn á við, í leit að hinum innri manni. „Það er ekki bara andlegt, þetta er á tilvistarlegan hátt eitthvað sem hjálpar manni að staðfesta manndóm sinn, sérstakelga þroska manndómsins."
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira