Fann loks lausn á kattavandamálinu í garðinum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. júlí 2015 10:37 Kettirnir flýja nú af lóðinni og hafa engan tíma til þess að létta af sér í garðinum. Vísir Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ, var orðinn langþreyttur á lausagöngu katta í garðinum sínum og greip því til sinna ráða. Lausnin er bæði klók og kómísk en Sigurður birti myndband á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla lukku. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. „Ég var búinn að prófa öll ráðin í bókinni og við það að gefast upp og sætta mig við það að okkar eignir væru ekki bara okkar heldur líka kattanna, þar til að ég fann þetta snilldartæki á amazon.com. Í dag líður mér eins og ég hafi náð garðinum til baka frá yfirráðum kattanna sem komu reglulega til að kúka og pissa á allt hjá okkur.“ Sigurður keypti svokallaðan Yard enforcer en hægt er að sjá kynningu á gripnum í myndbandinu.Ég stóð þetta kvikindi að verki við að pissa utan í grilliáklæði nr 2. En ég þurfti að henda fyrra áklæðinu vegna þess a...Posted by Sigurður Þór Helgason on Thursday, June 11, 2015Óábyrgt og dýrt fyrir nágrannana„Laus kattaganga hefur kostað mig um 150 þúsund á rúmlega einu ári vegna tjóns af völdum katta sem merkja sér útidyrahurðina mína, leikföngin í garðinum, pallinn, grilláklæðið, tjöld barnana, hurðamottuna, plöntur, pissa inni hjá mér og svo lengi mætti telja. Ég fæ ekki að hafa mína hluti í friði.“ Hér að neðan er myndband frá Sigurði sem sýnir hvað hann hefur verið að kljást við síðastliðna mánuði.Hér má sjá mynd af tryllitækinu sem bjargað hefur geðheilsu Sigurðar.Mynd/SigurðurSigurður telur óábyrgt af kattaeigendum að sleppa köttum sínum út vitandi að þeir koma til með að pissa og kúka í görðum nágranna sinna og sandkassa á leiskólalóðum. „Því miður velja margir kattaeigendur að lifa í afneitun hvað þetta varðar og það er miður. Ég náði einu sinni upptöku af því þegar köttur nágranna míns merkti grilláklæðið með lyktarmiklu blandi, þá fór ég með hlandblauta ábreiðuna til hans að bað hann um að þrífa eftir köttinn sinn. Hann sagði þá að þetta gæti verið eftir hvaða kött sem er, þar til að ég sagði honum að ég ætti athöfnina alla á video. Hann glotti bara furðulostinn um leið og hann hellti vatni yfir ábreiðuna sem að sjálfsögðu dugði enganvegin til að ná lyktinni burt. Tilfinning mín var að nágrannanum fyndist ekkert tiltökumál að kötturinn hans væri að pissa á mottuna, grillábreiðuna, útidyrahurðina, dyramottuna, leikföngin og stofugólfið, hann sagði að kötturinn væri bara dálítið spes.“ Sigurður getur nú sofið rólegur enda með Yard enforcer í garðinum. Kettirnir eru ekki hrifnir og stökkva burtu skelkaðir þegar tækið fer í gang með kostulegum hætti eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Ég elska hvað tæknin getur til hjálpa gegn óþverra eins og lausagönguköttum sem er hleypt út af eigendum sínum til að...Posted by Sigurður Þór Helgason on Tuesday, June 30, 2015 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ, var orðinn langþreyttur á lausagöngu katta í garðinum sínum og greip því til sinna ráða. Lausnin er bæði klók og kómísk en Sigurður birti myndband á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla lukku. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. „Ég var búinn að prófa öll ráðin í bókinni og við það að gefast upp og sætta mig við það að okkar eignir væru ekki bara okkar heldur líka kattanna, þar til að ég fann þetta snilldartæki á amazon.com. Í dag líður mér eins og ég hafi náð garðinum til baka frá yfirráðum kattanna sem komu reglulega til að kúka og pissa á allt hjá okkur.“ Sigurður keypti svokallaðan Yard enforcer en hægt er að sjá kynningu á gripnum í myndbandinu.Ég stóð þetta kvikindi að verki við að pissa utan í grilliáklæði nr 2. En ég þurfti að henda fyrra áklæðinu vegna þess a...Posted by Sigurður Þór Helgason on Thursday, June 11, 2015Óábyrgt og dýrt fyrir nágrannana„Laus kattaganga hefur kostað mig um 150 þúsund á rúmlega einu ári vegna tjóns af völdum katta sem merkja sér útidyrahurðina mína, leikföngin í garðinum, pallinn, grilláklæðið, tjöld barnana, hurðamottuna, plöntur, pissa inni hjá mér og svo lengi mætti telja. Ég fæ ekki að hafa mína hluti í friði.“ Hér að neðan er myndband frá Sigurði sem sýnir hvað hann hefur verið að kljást við síðastliðna mánuði.Hér má sjá mynd af tryllitækinu sem bjargað hefur geðheilsu Sigurðar.Mynd/SigurðurSigurður telur óábyrgt af kattaeigendum að sleppa köttum sínum út vitandi að þeir koma til með að pissa og kúka í görðum nágranna sinna og sandkassa á leiskólalóðum. „Því miður velja margir kattaeigendur að lifa í afneitun hvað þetta varðar og það er miður. Ég náði einu sinni upptöku af því þegar köttur nágranna míns merkti grilláklæðið með lyktarmiklu blandi, þá fór ég með hlandblauta ábreiðuna til hans að bað hann um að þrífa eftir köttinn sinn. Hann sagði þá að þetta gæti verið eftir hvaða kött sem er, þar til að ég sagði honum að ég ætti athöfnina alla á video. Hann glotti bara furðulostinn um leið og hann hellti vatni yfir ábreiðuna sem að sjálfsögðu dugði enganvegin til að ná lyktinni burt. Tilfinning mín var að nágrannanum fyndist ekkert tiltökumál að kötturinn hans væri að pissa á mottuna, grillábreiðuna, útidyrahurðina, dyramottuna, leikföngin og stofugólfið, hann sagði að kötturinn væri bara dálítið spes.“ Sigurður getur nú sofið rólegur enda með Yard enforcer í garðinum. Kettirnir eru ekki hrifnir og stökkva burtu skelkaðir þegar tækið fer í gang með kostulegum hætti eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Ég elska hvað tæknin getur til hjálpa gegn óþverra eins og lausagönguköttum sem er hleypt út af eigendum sínum til að...Posted by Sigurður Þór Helgason on Tuesday, June 30, 2015
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira