Fagmennska í menningarstjórnun njörður sigurjónsson skrifar 29. apríl 2015 10:15 Nokkuð hefur farið fyrir umræðu um ráðningu nýs óperustjóra síðustu daga, meðal annars í fréttum og í leiðara Fréttablaðsins. Í umræðunni um stöðuveitinguna ber mest á óánægju sem beinist fyrst og fremst að ráðningarferlinu sjálfu, að það sé ógagnsætt og að ekki hafi verið staðið faglega að ráðningunni. Minna er um að fjallað sé um verðleika hins nýja óperustjóra eða hæfileika til þess að gegna starfinu, nema að einhverjir hafa orðið til að benda á að umsækjandinn hafi ekki reynslu af uppsetningum á óperum. Um það skal ekki dæmt hér en það er væntanlega erfitt að finna nokkurn sem full sátt er um í öllum hornum og erfitt að setja sig inn í þær forsendur sem stjórn Óperunnar hefur gefið sér við ráðninguna. Mikilvægt er hins vegar að tekið verði af skarið með það að ráðningarferli eins og það sem notað er við jafn mikilvægt starf og starf óperustjóra sé hafið yfir deilur. Hver svo sem niðurstaða valnefndar eða stjórnar er, þarf að liggja fyrir rökstuðningur og yfirlit yfir það ferli sem farið var í til þess að velja hæfasta umsækjandann. Tryggja þarf að ferlið sé ekki aðeins hlutlaust heldur að sýnilegt sé að það sé óhlutdrægt og að allir umsækjendur hafi sömu möguleika óháð hagsmunatengslum eða klíkuskap. Fram hefur komið að stjórn Óperunnar ræddi aðeins við einn umsækjanda og að umsækjendur sem höfðu reynslu af rekstri, óperuuppsetningum og menntun á sviði menningarstjórnunar fengu ekki tækifæri til að kynna hugmyndir sínar. Virðist því mögulegt að stjórnin hafi verið búin að ákveða hvern hún ætlaði að ráða og aðrir umsækjendur hafi verið hafðir að fíflum. Íslenska óperan er kraftaverk í okkar litla samfélagi, fædd af frjórri grasrót söngvara og sorfin í hugsjónaeldi fólks sem vildi ekki skilja að Íslandi væri of lítið fyrir sjálfstæða atvinnuóperu. Í dag er Óperan þekkt fyrir listræna fagmennsku og er ein helsta menningarstofnun á Íslandi með mikinn opinberan stuðning og velvild í samfélaginu. Það leggur stjórnendum hennar skyldur á herðar. Að velja æðsta stjórnanda menningarstofnunar, líkt og óperustjóra, er bæði erfitt verkefni og oft vanþakklátt. Það breytir ekki því að vinna þarf þá vinnu sem fyrir liggur og fara í gegnum þá ferla sem taldir eru til fagmennsku í menningarstjórnun. Engin ráðningarþjónusta tekur af stjórnendum það ómak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur farið fyrir umræðu um ráðningu nýs óperustjóra síðustu daga, meðal annars í fréttum og í leiðara Fréttablaðsins. Í umræðunni um stöðuveitinguna ber mest á óánægju sem beinist fyrst og fremst að ráðningarferlinu sjálfu, að það sé ógagnsætt og að ekki hafi verið staðið faglega að ráðningunni. Minna er um að fjallað sé um verðleika hins nýja óperustjóra eða hæfileika til þess að gegna starfinu, nema að einhverjir hafa orðið til að benda á að umsækjandinn hafi ekki reynslu af uppsetningum á óperum. Um það skal ekki dæmt hér en það er væntanlega erfitt að finna nokkurn sem full sátt er um í öllum hornum og erfitt að setja sig inn í þær forsendur sem stjórn Óperunnar hefur gefið sér við ráðninguna. Mikilvægt er hins vegar að tekið verði af skarið með það að ráðningarferli eins og það sem notað er við jafn mikilvægt starf og starf óperustjóra sé hafið yfir deilur. Hver svo sem niðurstaða valnefndar eða stjórnar er, þarf að liggja fyrir rökstuðningur og yfirlit yfir það ferli sem farið var í til þess að velja hæfasta umsækjandann. Tryggja þarf að ferlið sé ekki aðeins hlutlaust heldur að sýnilegt sé að það sé óhlutdrægt og að allir umsækjendur hafi sömu möguleika óháð hagsmunatengslum eða klíkuskap. Fram hefur komið að stjórn Óperunnar ræddi aðeins við einn umsækjanda og að umsækjendur sem höfðu reynslu af rekstri, óperuuppsetningum og menntun á sviði menningarstjórnunar fengu ekki tækifæri til að kynna hugmyndir sínar. Virðist því mögulegt að stjórnin hafi verið búin að ákveða hvern hún ætlaði að ráða og aðrir umsækjendur hafi verið hafðir að fíflum. Íslenska óperan er kraftaverk í okkar litla samfélagi, fædd af frjórri grasrót söngvara og sorfin í hugsjónaeldi fólks sem vildi ekki skilja að Íslandi væri of lítið fyrir sjálfstæða atvinnuóperu. Í dag er Óperan þekkt fyrir listræna fagmennsku og er ein helsta menningarstofnun á Íslandi með mikinn opinberan stuðning og velvild í samfélaginu. Það leggur stjórnendum hennar skyldur á herðar. Að velja æðsta stjórnanda menningarstofnunar, líkt og óperustjóra, er bæði erfitt verkefni og oft vanþakklátt. Það breytir ekki því að vinna þarf þá vinnu sem fyrir liggur og fara í gegnum þá ferla sem taldir eru til fagmennsku í menningarstjórnun. Engin ráðningarþjónusta tekur af stjórnendum það ómak.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun