Fagmennska í menningarstjórnun njörður sigurjónsson skrifar 29. apríl 2015 10:15 Nokkuð hefur farið fyrir umræðu um ráðningu nýs óperustjóra síðustu daga, meðal annars í fréttum og í leiðara Fréttablaðsins. Í umræðunni um stöðuveitinguna ber mest á óánægju sem beinist fyrst og fremst að ráðningarferlinu sjálfu, að það sé ógagnsætt og að ekki hafi verið staðið faglega að ráðningunni. Minna er um að fjallað sé um verðleika hins nýja óperustjóra eða hæfileika til þess að gegna starfinu, nema að einhverjir hafa orðið til að benda á að umsækjandinn hafi ekki reynslu af uppsetningum á óperum. Um það skal ekki dæmt hér en það er væntanlega erfitt að finna nokkurn sem full sátt er um í öllum hornum og erfitt að setja sig inn í þær forsendur sem stjórn Óperunnar hefur gefið sér við ráðninguna. Mikilvægt er hins vegar að tekið verði af skarið með það að ráðningarferli eins og það sem notað er við jafn mikilvægt starf og starf óperustjóra sé hafið yfir deilur. Hver svo sem niðurstaða valnefndar eða stjórnar er, þarf að liggja fyrir rökstuðningur og yfirlit yfir það ferli sem farið var í til þess að velja hæfasta umsækjandann. Tryggja þarf að ferlið sé ekki aðeins hlutlaust heldur að sýnilegt sé að það sé óhlutdrægt og að allir umsækjendur hafi sömu möguleika óháð hagsmunatengslum eða klíkuskap. Fram hefur komið að stjórn Óperunnar ræddi aðeins við einn umsækjanda og að umsækjendur sem höfðu reynslu af rekstri, óperuuppsetningum og menntun á sviði menningarstjórnunar fengu ekki tækifæri til að kynna hugmyndir sínar. Virðist því mögulegt að stjórnin hafi verið búin að ákveða hvern hún ætlaði að ráða og aðrir umsækjendur hafi verið hafðir að fíflum. Íslenska óperan er kraftaverk í okkar litla samfélagi, fædd af frjórri grasrót söngvara og sorfin í hugsjónaeldi fólks sem vildi ekki skilja að Íslandi væri of lítið fyrir sjálfstæða atvinnuóperu. Í dag er Óperan þekkt fyrir listræna fagmennsku og er ein helsta menningarstofnun á Íslandi með mikinn opinberan stuðning og velvild í samfélaginu. Það leggur stjórnendum hennar skyldur á herðar. Að velja æðsta stjórnanda menningarstofnunar, líkt og óperustjóra, er bæði erfitt verkefni og oft vanþakklátt. Það breytir ekki því að vinna þarf þá vinnu sem fyrir liggur og fara í gegnum þá ferla sem taldir eru til fagmennsku í menningarstjórnun. Engin ráðningarþjónusta tekur af stjórnendum það ómak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur farið fyrir umræðu um ráðningu nýs óperustjóra síðustu daga, meðal annars í fréttum og í leiðara Fréttablaðsins. Í umræðunni um stöðuveitinguna ber mest á óánægju sem beinist fyrst og fremst að ráðningarferlinu sjálfu, að það sé ógagnsætt og að ekki hafi verið staðið faglega að ráðningunni. Minna er um að fjallað sé um verðleika hins nýja óperustjóra eða hæfileika til þess að gegna starfinu, nema að einhverjir hafa orðið til að benda á að umsækjandinn hafi ekki reynslu af uppsetningum á óperum. Um það skal ekki dæmt hér en það er væntanlega erfitt að finna nokkurn sem full sátt er um í öllum hornum og erfitt að setja sig inn í þær forsendur sem stjórn Óperunnar hefur gefið sér við ráðninguna. Mikilvægt er hins vegar að tekið verði af skarið með það að ráðningarferli eins og það sem notað er við jafn mikilvægt starf og starf óperustjóra sé hafið yfir deilur. Hver svo sem niðurstaða valnefndar eða stjórnar er, þarf að liggja fyrir rökstuðningur og yfirlit yfir það ferli sem farið var í til þess að velja hæfasta umsækjandann. Tryggja þarf að ferlið sé ekki aðeins hlutlaust heldur að sýnilegt sé að það sé óhlutdrægt og að allir umsækjendur hafi sömu möguleika óháð hagsmunatengslum eða klíkuskap. Fram hefur komið að stjórn Óperunnar ræddi aðeins við einn umsækjanda og að umsækjendur sem höfðu reynslu af rekstri, óperuuppsetningum og menntun á sviði menningarstjórnunar fengu ekki tækifæri til að kynna hugmyndir sínar. Virðist því mögulegt að stjórnin hafi verið búin að ákveða hvern hún ætlaði að ráða og aðrir umsækjendur hafi verið hafðir að fíflum. Íslenska óperan er kraftaverk í okkar litla samfélagi, fædd af frjórri grasrót söngvara og sorfin í hugsjónaeldi fólks sem vildi ekki skilja að Íslandi væri of lítið fyrir sjálfstæða atvinnuóperu. Í dag er Óperan þekkt fyrir listræna fagmennsku og er ein helsta menningarstofnun á Íslandi með mikinn opinberan stuðning og velvild í samfélaginu. Það leggur stjórnendum hennar skyldur á herðar. Að velja æðsta stjórnanda menningarstofnunar, líkt og óperustjóra, er bæði erfitt verkefni og oft vanþakklátt. Það breytir ekki því að vinna þarf þá vinnu sem fyrir liggur og fara í gegnum þá ferla sem taldir eru til fagmennsku í menningarstjórnun. Engin ráðningarþjónusta tekur af stjórnendum það ómak.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun