Færri súkkulaðikleinur Hallbjörn Karlsson skrifar 14. janúar 2014 06:00 Samkvæmt fréttum í gær er til umræðu að endurskoða lög sem tryggja jafnara kynjahlutfall í stjórnum stærri íslenskra fyrirtækja. Útgangspunkturinn í þeirri umræðu er oft á tíðum sá að lögin fjölgi óhæfum konum í stjórnum. Gefið er í skyn að í núverandi stjórnir íslenskra fyrirtækja, sem yfirgnæfandi eru skipaðar körlum, hafi valist einungis fólk vegna eigin verðleika og lögin umturni þessu. Þetta er ekki rétt. Fullyrða má að allt of margir óhæfir karlar sitji í stjórnum fyrirtækja í dag. Þetta er vegna þess að á Íslandi búa jafnmargar konur og karlar. Og íslenskar konur eru jafnklárar íslenskum körlum. Væri valið úr slíkum hópi eingöngu á forsendum hæfis væru jafnmargar konur og karlar við stjórnarborðið. Í dag eru konur 23 prósent aðalmanna í stjórnum á Íslandi. Árið 2009 var þetta hlutfall tíu prósent. Var eingöngu valið í stjórnir árið 2009 á forsendum hæfis? Líkurnar á því eru vitaskuld mjög nálægt núlli. Stór hluti þessara stjórnarmanna varð fyrir valinu í krafti kynferðis síns. Þeir eru súkkulaðikleinur eins og val á forsendum kynferðis var kallað í Fréttablaðinu í gær. Lögunum er ætlað að breyta viðhorfi. Þegar hugað er að því hvort tímabært sé að aftengja kröfuna um jafnt kynjahlutfall dugar að líta á nýlegt dæmi um skipan nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Sú nefnd er skipuð átta körlum og engri konu. Fannst engin hæf kona á Íslandi til að taka þátt í þeirri vinnu? Það hljómar ósennilega. Líklegra er að karlar hafi skipað í nefndina. Karlar sem þekkja fleiri karla en konur. Í stað þess að leggja sig fram um að uppfylla lög um kynjakvóta í nefndum fólst lausnin í að nefndin er ekki nefnd. Hún er hópur. Lögin breyta vonandi hugarfari í sambandi við val stjórnarmanna með tíð og tíma. Þau munu fækka óhæfu körlunum í stjórnum og fjölga hæfu konunum. Þess vegna eru þau nauðsynleg. Æskilegt er að lögunum verði haldið til streitu þar til raunveruleg breyting hefur átt sér stað þegar hugað er að vali á stjórnarmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum í gær er til umræðu að endurskoða lög sem tryggja jafnara kynjahlutfall í stjórnum stærri íslenskra fyrirtækja. Útgangspunkturinn í þeirri umræðu er oft á tíðum sá að lögin fjölgi óhæfum konum í stjórnum. Gefið er í skyn að í núverandi stjórnir íslenskra fyrirtækja, sem yfirgnæfandi eru skipaðar körlum, hafi valist einungis fólk vegna eigin verðleika og lögin umturni þessu. Þetta er ekki rétt. Fullyrða má að allt of margir óhæfir karlar sitji í stjórnum fyrirtækja í dag. Þetta er vegna þess að á Íslandi búa jafnmargar konur og karlar. Og íslenskar konur eru jafnklárar íslenskum körlum. Væri valið úr slíkum hópi eingöngu á forsendum hæfis væru jafnmargar konur og karlar við stjórnarborðið. Í dag eru konur 23 prósent aðalmanna í stjórnum á Íslandi. Árið 2009 var þetta hlutfall tíu prósent. Var eingöngu valið í stjórnir árið 2009 á forsendum hæfis? Líkurnar á því eru vitaskuld mjög nálægt núlli. Stór hluti þessara stjórnarmanna varð fyrir valinu í krafti kynferðis síns. Þeir eru súkkulaðikleinur eins og val á forsendum kynferðis var kallað í Fréttablaðinu í gær. Lögunum er ætlað að breyta viðhorfi. Þegar hugað er að því hvort tímabært sé að aftengja kröfuna um jafnt kynjahlutfall dugar að líta á nýlegt dæmi um skipan nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Sú nefnd er skipuð átta körlum og engri konu. Fannst engin hæf kona á Íslandi til að taka þátt í þeirri vinnu? Það hljómar ósennilega. Líklegra er að karlar hafi skipað í nefndina. Karlar sem þekkja fleiri karla en konur. Í stað þess að leggja sig fram um að uppfylla lög um kynjakvóta í nefndum fólst lausnin í að nefndin er ekki nefnd. Hún er hópur. Lögin breyta vonandi hugarfari í sambandi við val stjórnarmanna með tíð og tíma. Þau munu fækka óhæfu körlunum í stjórnum og fjölga hæfu konunum. Þess vegna eru þau nauðsynleg. Æskilegt er að lögunum verði haldið til streitu þar til raunveruleg breyting hefur átt sér stað þegar hugað er að vali á stjórnarmönnum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun