Færri súkkulaðikleinur Hallbjörn Karlsson skrifar 14. janúar 2014 06:00 Samkvæmt fréttum í gær er til umræðu að endurskoða lög sem tryggja jafnara kynjahlutfall í stjórnum stærri íslenskra fyrirtækja. Útgangspunkturinn í þeirri umræðu er oft á tíðum sá að lögin fjölgi óhæfum konum í stjórnum. Gefið er í skyn að í núverandi stjórnir íslenskra fyrirtækja, sem yfirgnæfandi eru skipaðar körlum, hafi valist einungis fólk vegna eigin verðleika og lögin umturni þessu. Þetta er ekki rétt. Fullyrða má að allt of margir óhæfir karlar sitji í stjórnum fyrirtækja í dag. Þetta er vegna þess að á Íslandi búa jafnmargar konur og karlar. Og íslenskar konur eru jafnklárar íslenskum körlum. Væri valið úr slíkum hópi eingöngu á forsendum hæfis væru jafnmargar konur og karlar við stjórnarborðið. Í dag eru konur 23 prósent aðalmanna í stjórnum á Íslandi. Árið 2009 var þetta hlutfall tíu prósent. Var eingöngu valið í stjórnir árið 2009 á forsendum hæfis? Líkurnar á því eru vitaskuld mjög nálægt núlli. Stór hluti þessara stjórnarmanna varð fyrir valinu í krafti kynferðis síns. Þeir eru súkkulaðikleinur eins og val á forsendum kynferðis var kallað í Fréttablaðinu í gær. Lögunum er ætlað að breyta viðhorfi. Þegar hugað er að því hvort tímabært sé að aftengja kröfuna um jafnt kynjahlutfall dugar að líta á nýlegt dæmi um skipan nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Sú nefnd er skipuð átta körlum og engri konu. Fannst engin hæf kona á Íslandi til að taka þátt í þeirri vinnu? Það hljómar ósennilega. Líklegra er að karlar hafi skipað í nefndina. Karlar sem þekkja fleiri karla en konur. Í stað þess að leggja sig fram um að uppfylla lög um kynjakvóta í nefndum fólst lausnin í að nefndin er ekki nefnd. Hún er hópur. Lögin breyta vonandi hugarfari í sambandi við val stjórnarmanna með tíð og tíma. Þau munu fækka óhæfu körlunum í stjórnum og fjölga hæfu konunum. Þess vegna eru þau nauðsynleg. Æskilegt er að lögunum verði haldið til streitu þar til raunveruleg breyting hefur átt sér stað þegar hugað er að vali á stjórnarmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum í gær er til umræðu að endurskoða lög sem tryggja jafnara kynjahlutfall í stjórnum stærri íslenskra fyrirtækja. Útgangspunkturinn í þeirri umræðu er oft á tíðum sá að lögin fjölgi óhæfum konum í stjórnum. Gefið er í skyn að í núverandi stjórnir íslenskra fyrirtækja, sem yfirgnæfandi eru skipaðar körlum, hafi valist einungis fólk vegna eigin verðleika og lögin umturni þessu. Þetta er ekki rétt. Fullyrða má að allt of margir óhæfir karlar sitji í stjórnum fyrirtækja í dag. Þetta er vegna þess að á Íslandi búa jafnmargar konur og karlar. Og íslenskar konur eru jafnklárar íslenskum körlum. Væri valið úr slíkum hópi eingöngu á forsendum hæfis væru jafnmargar konur og karlar við stjórnarborðið. Í dag eru konur 23 prósent aðalmanna í stjórnum á Íslandi. Árið 2009 var þetta hlutfall tíu prósent. Var eingöngu valið í stjórnir árið 2009 á forsendum hæfis? Líkurnar á því eru vitaskuld mjög nálægt núlli. Stór hluti þessara stjórnarmanna varð fyrir valinu í krafti kynferðis síns. Þeir eru súkkulaðikleinur eins og val á forsendum kynferðis var kallað í Fréttablaðinu í gær. Lögunum er ætlað að breyta viðhorfi. Þegar hugað er að því hvort tímabært sé að aftengja kröfuna um jafnt kynjahlutfall dugar að líta á nýlegt dæmi um skipan nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Sú nefnd er skipuð átta körlum og engri konu. Fannst engin hæf kona á Íslandi til að taka þátt í þeirri vinnu? Það hljómar ósennilega. Líklegra er að karlar hafi skipað í nefndina. Karlar sem þekkja fleiri karla en konur. Í stað þess að leggja sig fram um að uppfylla lög um kynjakvóta í nefndum fólst lausnin í að nefndin er ekki nefnd. Hún er hópur. Lögin breyta vonandi hugarfari í sambandi við val stjórnarmanna með tíð og tíma. Þau munu fækka óhæfu körlunum í stjórnum og fjölga hæfu konunum. Þess vegna eru þau nauðsynleg. Æskilegt er að lögunum verði haldið til streitu þar til raunveruleg breyting hefur átt sér stað þegar hugað er að vali á stjórnarmönnum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun