Færri nálgunarbönn veitt á Suðurnesjum Snærós Sindradóttir skrifar 13. júlí 2015 08:00 Ólafur Helgi Kjartansson hóf störf um áramót. Áður hafði hann verið sýslumaður á Selfossi. fréttablaðið/daníel Fórnarlömb heimilisofbeldis á Suðurnesjum hafa síður fengið samþykkt nálgunarbann eða brottvísun ofbeldismanns af heimili eftir að nýr lögreglustjóri tók við um síðustu áramót. Tölur sýna að þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir starfaði sem lögreglustjóri á Suðurnesjum var meirihluti beiðna brotaþola um slíkar aðgerðir samþykktur. Það sem af er ári hafa beiðnir brotaþola um brottvísun ofbeldismanns af heimili, hina svokölluðu austurrísku leið, aldrei verið samþykktar. Þá hefur nálgunarbann aðeins tvisvar verið samþykkt. Fimm sinnum hefur því verið hafnað. Árið 2013, í tíð fyrri lögreglustjóra, voru níu nálgunarbönn samþykkt en þremur hafnað. Þá var alltaf samþykkt að fjarlægja ofbeldismann af heimili ef brotaþoli óskaði þess. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að þeim aðgerðum sem ráðist var í í tíð fyrri lögreglustjóra hafi verið áfram haldið í hans tíð. „Verklag og reglur hafa ekki breyst. Það hefur ekki verið slakað á þeim kröfum sem gerðar eru til þess að heimilisofbeldismálum sé fylgt eftir.“Undir þetta tekur Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann segir ýmsar skýringar geti verið á því að nú séu hlutfallslega færri nálgunarbönn og brottvísanir samþykktar. „Þar á meðal er ein skýring sú að við höfum verið að læra á þetta kerfi og rákum okkur á það í upphafi að ef menn brjóta bannið þá þarf brotaþolinn að kæra það. Fólk áttaði sig á því að ef við vorum að standa í þessu þvert á vilja brotaþolans þá var úrræðið ónýtt, þá var ekki hægt að fylgja því eftir.“ Jóhannes segir að hluta af skýringunni megi rekja til þess að brotaþolar dragi stundum til baka beiðnir um nálgunarbönn eða brottvísanir. „Í einhverjum tilvikum var bara fallist á það hreinlega. Við getum ekki verið inni á heimilum fólks til að athuga öllum stundum hver er þar. Við lentum í ákveðnum vanda þarna. Núna erum við hreinlega ekki að fara fram með kröfur og höfnum kröfum í þeim tilvikum þar sem brotaþolinn er ekki alveg með sitt á hreinu,“ segir Jóhannes Jensson. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Fórnarlömb heimilisofbeldis á Suðurnesjum hafa síður fengið samþykkt nálgunarbann eða brottvísun ofbeldismanns af heimili eftir að nýr lögreglustjóri tók við um síðustu áramót. Tölur sýna að þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir starfaði sem lögreglustjóri á Suðurnesjum var meirihluti beiðna brotaþola um slíkar aðgerðir samþykktur. Það sem af er ári hafa beiðnir brotaþola um brottvísun ofbeldismanns af heimili, hina svokölluðu austurrísku leið, aldrei verið samþykktar. Þá hefur nálgunarbann aðeins tvisvar verið samþykkt. Fimm sinnum hefur því verið hafnað. Árið 2013, í tíð fyrri lögreglustjóra, voru níu nálgunarbönn samþykkt en þremur hafnað. Þá var alltaf samþykkt að fjarlægja ofbeldismann af heimili ef brotaþoli óskaði þess. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að þeim aðgerðum sem ráðist var í í tíð fyrri lögreglustjóra hafi verið áfram haldið í hans tíð. „Verklag og reglur hafa ekki breyst. Það hefur ekki verið slakað á þeim kröfum sem gerðar eru til þess að heimilisofbeldismálum sé fylgt eftir.“Undir þetta tekur Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann segir ýmsar skýringar geti verið á því að nú séu hlutfallslega færri nálgunarbönn og brottvísanir samþykktar. „Þar á meðal er ein skýring sú að við höfum verið að læra á þetta kerfi og rákum okkur á það í upphafi að ef menn brjóta bannið þá þarf brotaþolinn að kæra það. Fólk áttaði sig á því að ef við vorum að standa í þessu þvert á vilja brotaþolans þá var úrræðið ónýtt, þá var ekki hægt að fylgja því eftir.“ Jóhannes segir að hluta af skýringunni megi rekja til þess að brotaþolar dragi stundum til baka beiðnir um nálgunarbönn eða brottvísanir. „Í einhverjum tilvikum var bara fallist á það hreinlega. Við getum ekki verið inni á heimilum fólks til að athuga öllum stundum hver er þar. Við lentum í ákveðnum vanda þarna. Núna erum við hreinlega ekki að fara fram með kröfur og höfnum kröfum í þeim tilvikum þar sem brotaþolinn er ekki alveg með sitt á hreinu,“ segir Jóhannes Jensson.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira